Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Úrslit næturinnar
25.3.2010 | 12:23
Atlanta 86 - 84 Orlando
Boston 113 - 99 Denver
Charlotte 108 - 95 Minesota
Indiana 99 - 82 Washington
Toronto 87 - 113 Utah
New Jersey 93 - 79 Sacramento
Milwaukee 86 - 101 Philadelphia
New Orleans 92 - 105 Cleveland
Oklahoma 122 - 104 Houston
San Antonio 83 - 92 Los Angeles Lakers
Golden State 128 - 110 Memphis
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aftur sama sagan
25.3.2010 | 08:57
Kæru lesendur,
enn er netið eitthvað að stríða okkur, en skítt með það, nú erum við búnir að kippa því í lag og munum því halda áfram að skrifa fréttir fyrir ykkur, kærir lesendur.
Kv. Ritstjórn
'Bron alltaf jafn fyndinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Spurs unnu Thunder
23.3.2010 | 17:10
San Antonio Spusr unnu Oklahoma Thunder í nótt, en leikurinn var í járnum allan tímann. Leikurinn endaði 96-99 fyrir Spurs.
George Hill átti stórkostlegan leik fyrir þá svartklæddu með 27 stig en Kevin Durant blómstraði í stigaskorinu og skoraði 45 stig.
Þess má einnig geta að Boston Celtics töpuðu fyrir Utah Jazz, 110-97, þar sem C.J. Miles skoraði 23 stig fyrir Jazz.
New Orleans Hornets unnu Dallas Mavericks með 16 stigum, 99-115, þar sem Chris Paul sneri aftur eftir langa dvöl á hliðarlínunni.
Dirk Nowitzki náði sér engan veginn á strik þar sem hann skoraði 16 stig og tók 5 fráköst, en í skarð hans fyllti bakvörðurinn Jason Terry með 24 stig sem dugðu þó ekki, því nýliðinn Marcus Thornton skoraði 28 stig fyrir Hornets.
Í einum af mest spennandi leikjunum unnu Milwaukee Bucks ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks. John Salmons lét ekki mikið í sér heyra í fyrri hálfleik, en í þeim seinni hitnaði hann og setti 32 stig niður í leiknum.
Íþróttir | Breytt 25.3.2010 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ilgauskas aftur til Cavs
23.3.2010 | 16:54
Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas mun á næstu misserum semja við Cleveland Cavaliers, en hann spilaði fyrir þá rétt fyrir að skiptaglugganum var lokað og læst.
Honum var skipt til Washington Wizards fyrir Antawn Jamison og var strax borgað upp samning hans, en líklega hefur hann viljað fá séns á að komast í úrslitakeppnina í apríl.
Hann búinn að spila 53 leiki á þessu tímabili, spila rúmar 20 mínútur í leik, skora 7,5 stig og taka 5,3 fráköst að meðaltali í leik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
22.3.2010 | 19:32
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Boston unnu Dallas
21.3.2010 | 20:45
Boston Celtics unnu ósannfærandi útisigur á Dallas Mavericks í nótt, 102-93.
Þó að sigurinn sýnist ekkert óöruggur, þá var þetta allt í járnum, eins og sést á tölfræðinni (Boston: TO:17 FG: 39/75).
Paul Pierce skoraði 29 stig og gaf 5stoðsendingar fyrir Boston, en Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og hitti úr 1 af 1 þriggja stiga skoti. Eins og sést á leik hans, er Kevin Garnett ekki sami leikmaður og hann var fyrir þremur árum, en hann skoraði 8 stig og tók 9 fráköst í nótt.
Sex aðrir leikir fóru fram í nótt, og þar á meðal unnu Miami Heat sex stiga sigur á Charlotte Bobcats, 77-71, Milwaukee Bucks lögðu Denver Nuggets að velli, 97-102 og Utah Jazz unnu sannfærandi sigur á New Orleans Hornets, 106-86.
Dallas 93 - 102 Boston
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netvesen
21.3.2010 | 20:29
Kæru lesendur,
við viljum biðjast velvirðingar á því að við höfum ekki fært ykkur fréttir síðan á föstudag, en netið hjá okkur er eitthvað að klikka.
Aftur munum við nú hefjast handa við að skrifa, og vonum að okkar tryggustu lesendur hætti ekki að lesa fréttir okkar.
Kv. Ritstjórn
Söguhornið: Larry Bird
19.3.2010 | 18:40
Larry Bird ólst upp í litlum bæ í Indiana að nafni West Baden. Hann er fæddur þann 7. desember árið 1956. Millinafn hans er Joe (Larry Joe Bird), en ekki eru allir sem vita það.
Hann var valinn sjötti í nýliðavalinu 1978 frá Indiana State háskólanum en Boston Celtics völdu hann. Strax á fyrsta tímabili sínu varð hann yfirburðarleikmaður og frá því var hann það
alltaf.
Á nýliðatímabili sínu skoraði hann 21,3 stig, hirti 10,4 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Bird var fyrstur manna til að vinna þriggja stiga keppni en hann var með í tíu stjörnuleikjum og var í byrjunarliði í níu af þeim. Hann skoraði 21,791 stig á
ferlinum og hirti 5,695 fráköst.
Íþróttir | Breytt 10.4.2010 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Magnús verður klár fyrir aðra umferð í úrslitakepninni
19.3.2010 | 18:23
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Magic unnu grannaslaginn
19.3.2010 | 18:06
Grannaslagur Orlando Magic og Miami Heat fór fram í nótt. Orlando unnu nauman sigur, 108-102, og með því jöfnuðu þeir seríu liðanna á tímabilinu, 2-2 (Miami unnu fyrstu tvo).
Dwight Howard var í villuvandræðum í leiknum, skoraði einungis 10 stig og 11 fráköst á rúmum 30 mínútum. Rasard Lewis átti stórkostlegan leik með 24 stig, 11 fráköst og 50% nýtingu í þriggja stiga skotum. Auk þess skoraði Vince Carter 27 stig og gaf 6 stoðsendingar.
Dwyane Wade skoraði 36 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jermaine O'Neal skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og varði 5 skot og auk þess var Dorell Wright góður í leiknum, en hann gerði 9 stig og tók 7 fráköst.
Í leik Denver Nuggets og New Orleans Hornets voru Denver með forystuna allan tímann, en Hornets leiddu mest með 4 stigum, sem var rétt í byrjun leiks.
Carmelo Anthonyu, þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 26 stig og tók 18 fráköst, en hann hefur aldrei á ferli sínum tekið jafn mörg fráköst í einum leik. Nene Hilario skoraði 20 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og varði 3 skot, en auk þess skoraði hann úr 8 af 12 skotum sínum.
Hornets töpuðu samtals 19 boltum, sem er ansi mikið, en Marcus Thornton skoraði 15 stig og tapaði aðeins einum. David West og Darren Collinson töpuðu samanlagt 10 boltum (5 tapaðir hver), sem er meira en 50% af liðinu, og ekki bættu þeir það upp þegar að villum kemur, því West braut 5 sinnum af sér, og Collinson fjórum sinnum.
Fleiri leikir fóru ekki fram í nótt, en margir áhugaverðir fara fram í kvöld, meðal annars þegar Boston Celtics heimsækja Houston Rockets, og svo etja Utah Jazz og Phoenix Suns kappi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)