Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Úrslit kvöldsins
18.3.2010 | 21:09
Leikjum kvöldsins er að ljúka og það er ljóst að KR verður deildarmeistari, sama hvernig fer í Hólminum því ÍR vann Grindavík 91-89, Tindastóll vann Fjölni 86-83 og það verða því Tindastóll og ÍR sem fara í úrslitakeppnina. Stjarnan vann Breiðablik 109-86. Njarðvík vann FSu 113-72 og Keflavík að vinna Hamar. Í Stykkishólmi er rúm mínúta eftir og þar leiðir KR 86-81.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Temple til Spurs
17.3.2010 | 19:17
San Antonio Spurs bættu í gær við sig fjórtánda leikmanninum, sem er nýliðinn Garret Temple.
Temple er 198 cm skotbakvörður/bakvörður, en hann er þegar búinn að spila fyrir Sacramento Kings og Houston Rockets á tímabilinu.
Hann er með 4,0 stig að meðaltali í leik, 73,4 prósent nýtingu í vítum og 1,2 fráköst.
Nú er meðalaldur Spurs-liðsins nákvæmlega 27 ár, en á síðasta tímabili (2008-2009) var hann um 31 ár.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Brook Lopez og Craig Gordon
16.3.2010 | 21:04
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ilievski hættur hjá KFÍ
16.3.2010 | 16:42
KFÍ, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, munu ekki hafa Borce Ilievski sem þjálfara að ári, en þeir unnu fyrstu deildina með vinningstölunni 16/2 og munu því spila í úrvalsdeild að ári.
KFÍ skiptir um þjálfara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Carmelo með 45 stig í tapi Nuggets
16.3.2010 | 15:35
Houston Rockets unnu Denver Nuggets í nótt, 125-123, þar sem Carmelo Anthony skoraði 45 stig og reif niður 10 fráköst. Í liði Rockets var Aaron Brooks með 31 stig og 9 stoðsendingar.
Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, en stærsti munurinn var 16 stig (Houston). Louis Scola skoraði jöfnunarkörfu leiksins þegar um hálf mínúta var eftir (123-123) og tók síðan frákast eftir sveifluskot hjá Nene Hilario sem geigaði, gaf á Aaron Brooks og hann fékk tvo skot (1/2).
Los Angeles Lakers unnu enn einn spennusigurinn á Golden State Wrriors, en nú fór leikurinn 121-124.
Steph Curry skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en hann var með 5 af 9 í þriggja stiga skotum. Kobe Bryant skoraði 29 stig, en auk þess tapaði hann 9 boltum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyndin nöfn úr NBA
15.3.2010 | 21:32
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
O'Neal sendur í sturtu eftir viðskipti við Sammy D
15.3.2010 | 17:57
Jermaine O'Neal var sendur í sturtu í leik Philadelphia 76ers og Miami Heat í nótt fyrir að slá í andlit Samuel Dalembert í miðjum þriðja leikhluta.
O'Neal var búinn að fá sína fyrstu tæknivillu og var því rekinn út, en Dalembert fékk sína fyrstu með þessum viðskiptum og hélt því áfram.
Rétt fyrir átökin hafði Dalembert potað í auga O'Neal, en þá líklega óvart. Eftir eitt leikhlé hófst "slagurinn" þar sem aðilarnir hlupu upp völlinn og beittu brögðum sínum bæði í einu. Villa var dæmd og O'Neal varð pirraður og tók í andlit Dalembert, og þannig kvaddi hann leikinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
15.3.2010 | 16:08
Fráköst: Dwight Howard (ORL) með 16 fráköst.
Stoðsendingar: Deron Williams (UTA) með 14 stoðsendingar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hughes kominn á samning - Fær hann að spila hjá Bobcats?
14.3.2010 | 18:13
Charlotte Bobcats sömdu í gær við skotbakvörðinn Larry Hughes, en honum hefur gengið erfiðlega að fá að spila undanfarið.
Honum var skipt með Ben Wallace til Chicago Bulls tímabilið 2007-08, þaðan til New York Knicks í fyrra, núna rétt fyrir lokun á skiptaglugganum til Sacramento Kings, og síðan semur hann við Charlotte.
Já, síðustu ár hafa verið erfið hjá honum, en hann á svo sem alveg að þekkja það að flytja.
Þess má geta að Gerald Wallace, stjarna liðsins, er meiddur og ekki er búist við honum á næstu dögum, svo Hughes gæti komið í stöðu hans og gert góða hluti, þó svo að hann hafi ekkert verið að "brillera" að undanförnu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)