Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Úrslit næturinnar

Orlando 104 Atlanta 86
Memphis 102 New Orleans 109 (OT)
Washington 106 New York 96
Milwaukee 95 Miami 84
Dallas 112 Portland 114 (OT)
Sacramento 96 Charlotte 103
 
Stig: Andre Miller (POR) með 52 stig.
Fráköst: Antawn Jamison (WAS) með 23 fráköst.
Stoðsendingar: Darren Collinson (NOH) með 18 stoðsendingar.
 
Leikir í nótt:
18:00 Denver - Spurs
20:30 Boston - LA Lakers
23:00 Cleveland - LA Clippers
23:00 Detroit - Orlando
23:00 New Jersey - Philadelphia
23:00 Toronto - Indiana
00:00 Houston - Phoenix
00:00 Minnesota - New York
00:00 Oklahoma - Golden State

Miller með 52 stig í sigri Blazers

Andre MillerAndre Miller náði stigameti sínu í nótt þegar Portland Trail Blazers sóttu Dallas Mavericks heim.

Leikurinn var æsispennandi og á lokasekúndunni í framlengingu átti Dirk Nowitzki skot til að jafna, en það geigaði, og Blazers fóru heim með 112-114 sigur frá Texas.

Úrslit næturinnar munu birtast innan skamms.


Njarðvík verða Íslandsmeistarar

Halldór Karlsson (tv.) og Friðrik E. Stefánson (th.) fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2006Samkvæmt skoðendum www.nba.blog.is verða Njarðvíkingar Íslandsmeistarar karla árið 2010.

Langflestir sögðu að UMFN (Njarðvík) mundu vinna, en það voru um 80% sem kusu UMFN.

Við viljum þakka öllum þeim sem kusu innilega og vonum að þeir bestu vinnaWink

Hverjir verða Íslandsmeistarar karla á þessu tímabili?

Njarðvík 81% (174 atkvæði)
Grindavík 2% (5 atkvæði)
Stjarnan 2% (5 atkvæði)
KR 7% (15 atkvæði)
Keflavík 3% (7 atkvæði)
Snæfell 1% (4 atkvæði)
Annað lið 1% (4 atkvæði)


KKÍ 49 ára í gær

KKÍKörfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, átti afmæli í gær og er sambandið orðið 49 ára gamalt. Það var sett þann 29. janúar árið 1961 og stofnað af Körfuknattleiksráði Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Suðurnesja, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Keflavíkur, Íþróttabandalagi Akureyrar og Íþróttabandalagi Vestmannaeyja.

Fyrsti formaður KKÍ var Bogi Þorsteinsson en nú er Hannes S. Jónsson formaður sambandsins.

Á næsta ári verður KKÍ því 50 ára sem verður án efa viðburðarríkt og mun sérstök afmælisnefnd koma að því að halda upp á afmælið á því ár.
 


Ný hausmynd á NBA-Wikipedia

nbahausNú er ný hausmynd komin á síðuna okkar ástkæru, en við fengum mann sem er ekkert með greindarvísitölu á við hamstur til að gera hana fyrir okkur.

Það var hann Elvar Pétur Indriðason, en hann er einn af bestu "Gimpurum" á landinu.


Úrslit næturinnar - Stjörnumenn Hawks fengu enga hvíld gegn Celtics

Atlanta HawksBostons Celtics og Atlanta Hawks áttust við í síðasta sinn á árinu í nótt. Atlanta hafa unnið alla fjóra leiki liðanna, en stjörnuleikmenn Hawks spiluðu báðir nánast allan leikinn, Al Horford spilaði 41 mínútu, en Joe Johnson 43.

Þá töpuðu Denver Nuggets sínum fyrsta leik í síðustu níu leikjum, en þeir höfðu unnið 8 í röð fyrir leikinn gegn Oklahoma í nótt. Kevin Durant skoraði 30 stig í nótt en hann fer að nálgast 5.000 stigin.

San Antonio Spurs unnu annan leik sinn í röð eftir stutta taphrinu, en þeir spiluðu án Tony Parker gegn Memphis Grizzlies í nótt. George Hill kom og fyllti vel í skarð hans, með 18 stig og 5 stoðsendingar. DeJuan Blair byrjaði á bekknum og skoraði 8 stig og tók 10 fráköst, en þessi drengur er að taka rosalegum framförum þessa dagana.

New Orleans Hornets og Chicago Bulls, sem nýlega skiptu Aaron Gray fyrir Devin Brown, mættust í tveggja stiga spennutrylli í nótt, en Chris Paul meiddist á hné í leiknum. Hann er hins vegar stríðsmaður og hélt áfram, en þrátt fyrir það töpuðu Hornets með tveimur stigum, 106-108.

Indiana 73 Cleveland 94
Philadelphia 91 LA Lakers 99
Atlanta 100 Boston 91
Minnesota 111 LA Clippers 97
New Orleans 106 Chicago 108
New Jersey 79 Washington 81
Oklahoma City 101 Denver 84
Detroit 65 Miami 92
Houston 104 Portland 100
San Antonio 104 Memphis 97
Utah 101 Sacramento 94
Golden State 110 Charlotte 121

All-Star bekkirnir klárir

Þrír af betri leikmönnum Stjörnuleiksins, KB24, D12 og LBJ23.Þá eru tólf manna hóparnir komnir í hús, en margir óvæntir leikmenn sitja á bekknum eins og Al Horford (13, stig og 9,8 fráköst a.m.t. í leik) og Derrick Rose (19,8 stig og 5,9 stoðsendingar a.m.t. í leik).

Þá voru Zach Randolph og Pau Gasol báðir teknir inn í vestrinu, en flestir áttu einungis von á einum þeirra.

 Liðin eru svona skipuð:
East
PG - Allen Iverson
SG - Dwyane Wade
SF - LeBron James
PF - Kevin Garnett
C - Dwight Howard
6 - Joe Johnson
7 - Rajon Rondo
8 - Derrick Rose
9 - Chris Bosh
10 - Paul Pierce
11 - Gerald Wallace
12 - Al Horford

West
PG - Steve Nash
SG - Kobe Bryant
SF - Carmelo Anthony
PF - Tim Duncan
C - Amaré Stoudemire
6 - Chris Paul
7 - Brandon Roy
8 - Deron Williams
9 - Kevin Durant
10 - Dirk Nowitzki
11 - Zach Randolph
12 - Pau Gasol


Úrslit næturinnar - Rafmögnuð spenna

Rashard Lewis og Dwight HowardÞrír leikir fóru fram í NBA í nótt, og allir voru þeir spennandi. Rashard Lewis tryggði Orlando Magic ótrúlegan sigur á Boston Celtics, Toronto sóttu tveggja stiga sigur í Madison Square Garden og Phoenix Suns unnu sætan sigur á Dallas Mavs.

New York 104 Toronto 106
Orlando 96 Boston 94
Phoenix 112 Dallas 106
 
Stig: David Lee (NYK) með 29 stig.
Fráköst: David Lee (NYK) með 18 fráköst.
Stoðsendingar: Steve Nash (PHX) með 11 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar

Cleveland 109 Minnesota 95
Indiana 96 LA Lakers 118
Toronto 111 Miami 103
New Jersey 103 LA Clippers 87
Detroit 93 Memphis 99
Milwaukee 91 Philadelphia 88
Oklahoma City 86 Chicago 96
San Antonio 105 Atlanta 90
Houston 92 Denver 97
Portland 95 Utah 106
Golden State 110 New Orleans 123
Tölfræði
 
Stig: Chris Paul (NOH) með 38 stig.
Fráköst: Tim Duncan (SAS) með 27 fráköst.
Stoðsendingar: LeBron James (CLE) og Rodney Stuckey (DET) með 11 stoðsendingar.

Areans og Crittenton búnir á tímabilinu

Gilbert Arenas og Javaris Crittenton
Bakverðirnir Gilbert Arenas og Javaris Crittenton voru í gær dæmdir í leikbann út tímabilið fyrir að hafa mætt með skotvopn í búningsklefa liðsins á jóladag.
 
Þetta er eitt lengsta keppnisbann sem um getur í NBA að undanskuldum þeim sem tengjast eiturlyfjamisferli.
Arenas, sem er þekktur "ólatabelgur", segir að þetta hafi bara verið smá grín hafi farið yfir strikið.
 
Arenas var hér um bil orðinn ofurstjarna í NBA fyrir nokkrum árum áður en hann meiddist alvarlega á hné og var frá keppni í um það bil tvö ár. Hann ætlaði svo að sanna sig að nýju í ár en verður að bíða með það fram á næsta haust.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband