Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Verstu NBA-dröftin

1.)Kwame Brown var valinn fyrstur af
Washington Wizards og átti að verða góður
leikmaður en aldrei hefur neitt orðið úr honum.
Á ferlinum hefur hann skorað 7,0 stig a.m.t. í
leik og hirt 5,6 fráköst a.m.tt. í leik.

2.)Darko Milicic varvalinn númer tvö af Detroit Pistons
aðeins 18 ára að aldri. Það var kannski fullsnemma fyrir hann
og hefði hann verið valinn 20 ára til 23 ára þá gæti hann verið að skora
10-15 stig í leik en hann er aðeins að skora 5,5 stig.

3.) Greg Oden var í Ohio State og valinn #1 af Portland
átti að verða leikmaður eins og Timmy D og skora um
20 stig í leik, hirða 10-15 fráköst í leik en
svo var hann bara meiddur allt tímabilið 2007-2008.
2008-2009 tímabilið var hann með 8,9 stig a.m.t. í leik
hirti 7 fráköst í leik.

4.)Michael Olowokandi var valinn fyrstur af LA Clippers
í nýliðavalinu 1998 og átti að verða einn af lykilmönnum þeirra en
spárnar rættust ekki og hann varð aldrei svo góður leikmaður.


Nýjir aðstoðarþjáfarar hjá Wizards

Washington Wizards hafa ráðið nýja þjálfara til hjálpar Flip Saunders. Þeir eru
Sam Cassel og Randy Wittman. Cassel átti fínan feril í NBA og byrjaði með 
Houston og fór eitthvað til Clippers. Hann átti eitt og hálft tímabil með Boston.
Þar spilaði hann lítið en var eitthvað til aðstoðar Doc Rivers og svo var honum skipt
til Sacramento Kings og spilaði lítið ef ekki neitt hjá þeim. Nú er hann staddur í höfuðborg
Bandaríkjanna Washington sem aðstoðarþjálfari.

 

 

 

 

 

 Sam Cassel.

 

Randy Wittman var aðstoðarþjálfari Minnesota Timberwolfes árin 1994-1999.
Hann var í Indiana-háskólanum og er fínasti aðstoðarþjálfari.

Randy Wittman.


Svar við spurningu Guðmundar St. Ragnarssonar

Ég var að blogga um Jordan og sögðum að hann væri einn af
þremur bestu leikmönnnum frá upphafi NBA-deildarinnar og Gumundur St. Ragnarsson spurði:
,,Hverjir eru hinir tveir?" og hér svara ég því . Svarið er Lebron James og Doctor J (Juliius Erving) segi ég.


Palli kominn heim

Páll Kristinsson sem hefur spilað hjá Grindavík
síðustu fjögur tímabilin hefur ákveðið að snúa aftur heim í Njarðvíkina.
Samningurinn er upp á eitt ár og verður það mikill styrkur fyrir Njarðvíkurliðið.
Ferill Páls Kristinssonar á Íslandi er stórglæsilegur, hann hefur spilað 14 tímabil í efstu deild þar af 10 með UMFN.  Hátindur Palla var eflaust árið 2002 þegar hann var lykilmaður í Íslands & Bikarmeistaraliði UMFN.  Í úrslitaeinvíginu árið 2002 gegn Keflavík var Palli með 17 stig og 10 fráköst að meðaltali á leik og var hreint út sagt frábær.  Tímabilið 2003-2004 gerði Palli 17 stig að meðaltali og reif 9 fráköst að meðaltali hjá UMFN.  Einnig gerði Páll frábæra hluti í Grindavík og það er ljóst eftir framistöðuna í úrslitakeppninni 2009 að Palli á nóg eftir!

Palli K.


NBA draft

Nú fer að líða að draftinu í NBA. Hér eru bestu
pikkin sem eru spáð í mock draftinu:

1LA ClippersBlake GriffinSo.
2MemphisRicky RubioIntl.
3Oklahoma CtyHasheem ThabeetJr.
4SacramentoJordan HillJr.
5WashingtonJames HardenSo.
6MinnesotaDeMar DeRozanFr.
7Golden St.Brandon JenningsIntl.
8New YorkStephen CurryJr.
9TorontoGerald HendersonJr.
10MilwaukeeEric MaynorSr.
11New JerseyJames JohnsonSo.
12CharlotteEarl ClarkJr.
13IndianaJonny FlynnSo.
14PhoenixChase BudingerJr.

Smelltu hér til að sjá meira.

Jón og Benetton töpuðu á útivelli

Image

(Jón Arnór var með 12 stig í stórtapi Benetton í kvöld)

Jón Arnór skoraði 12 stig þegar Benetton Treviso tapaði stórt í dag í fyrsta leiknum sínum gegn Montepaschi Siena í undanúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur leiksins voru 107-79
Siena í vil.


NBA finals 2009

Orlando Magic sendi í nótt LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers í sumarfrí. Liðin mættust í sínum sjötta leik þar sem Orlando hafði betur 103-90 á heimavelli sínum í Amway Arena. Dwight Howard átti leikinn skudlausan með 40 stig og 14 fráköst. Það verður því ekkert af Kobe vs. LeBron einvíginu sem eflaust svo marga hafði látið sig dreyma um. Þess í stað eru Orlando Magic komnir í úrslit og er vert að geta þess að leiktíðina áður en Orlando fékk Dwight Howard í nýliðavalinu vann félagið aðeins 21 leik í deildinni.
Lakers og Magic mætast því í úrslitumm NBA. Og hér er mynband af leiknum.



Jordan bestur allra tíma

Michael Jordan er einn af þremur bestu körfuboltamönnum allra tíma
eins og þið flest vitið. En nú hins vegar spilar hann golf og reykir vindla.
En hann er líka einn af yfirmönnum hjá Charlotte Bobcats og er stundum með á æfingum og læti.
Hann eyddi mestum tíma ferils síns með Chicago Bulls en kom svo og var í tvö tímabil hjá Wasington
Wizards.


 


Ný bloggsíða

Já góðir hálsar það er ný bloggsíða hér á ferð og
þetta verður mest um NBA og körfubolta.
Sigurjón Gauti Friðriksson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband