Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Úrslit næturinnar - Átta í röð hjá Suns
31.3.2010 | 11:34
Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð í nótt, en þeir unnu nauman sigur á Chicao Bulls, 105-111.
Jason Richardson skoraði 27 stig í leiknum, Steve Nash skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar og Amaré Stoudemire skoraði 21, auk þess sem hann hirti 11 fráköst.
Í leik Houston Rockets og Washington Wizards skorai Andre Blatche 31 stig og tók 10 fráköst. Chase Budinger, í liði Rockets, skoraði 24 stig og hreinlega kláraði leikinn, sem fór 98-94.
Indiana 102 - 95 Sacramento
Philadelphia 93 - 111 Oklahoma
Chicago 105 - 111 Phoenix
Milwaukee 107 - 89 LA Clippers
Houston 98 - 94 Washington
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Martin til Wiz - Gee látinn fara
30.3.2010 | 10:35
Framherjinn Cartier Martin, sem hefur verið að gera góða hluti hjá Golden State Warriors samdi í gær við Washington Wizards. Hann vildi ekki nýjan tíu daga samning hjá Warriors.
Martin er með 9,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í leik, auk þess sem hann er að hitta úr 76% víta sinna.
Þá var bakverðinum Anlonzo Gee svift samningi sínum við Wizards en hann er einnig búinn að standa sig með prýði.
Hann er með 7,4 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik en hæsta skor hans í einum leik er 19 stig, gegn Charlotte Bobcats fyrir stuttu.
San Antonio Spurs hafa nú samið við hann út tímabilið en þeir eru búnir að standa sig vel upp á síðkastið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Spurs unnu Celtics
29.3.2010 | 09:51
Í nótt fóru fram margir spennandi leikir. San Antonio Spurs, sem nýlega höfðu unnið Cleveland Cavaliers, heimsóttu Boston Celtics í spennandi leik framan af, en að lokum gáfust Celtics-menn upp og Spurs unnu sannfærandi sigur, 73-94.
Þá unnu Orlando Magic nauman sigur á Denver Nuggets, 103-97, en mikill hiti var í leiknum, þar sem Vince Carter meiddist illa, tvær tæknivillur voru dæmdar og seint í fjórða leikhluta munaði litlu að syði upp úr myndi hjá leikmönnum liðanna.
Í leik Portland Trail Blazers og Oklahoma City Thunder komust Portland yfir með tíu stigum í fyrri hálfleik ,en OKC náðu fljótt að minnka þann mun, því að eftir þriðja leikhluta voru þeir undir með þremur stigum.
Hins vegar töpuðu þeir leiknum með fimm stigum, 89-92 eftir að Kevin Durant klikkaði úr jöfnunarþrist, Andre Miller náði valdi á boltanum, OKC-menn brutu af honum og hann skoraði úr tveimur vítaskotum, og leikurinn búinn.
Í öðrum leikjum næturinnar, sem einnig voru spennandi, unnu Cleveland Cavaliers sjö stiga sigur á Sacramento Kins, 97-90, Milwaukee Bucks unnu Memphis Grizzlies, 108-103, Atlanta Hawks unnu Indiana Pacers, 94-84, Detroit Pistons féllu fyrir Chicago Bulls, 103-110, Miami Heat unnu nauman sigur á Toronto Raptors, 97-94, Phoenix Suns unnu sex stiga sigur á Minnesota Timberwolves, 105-111 og Golden State Warriors unnu öruggan sigur á LA Clippers, 103-121.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
28.3.2010 | 21:52
Washington 87 - 103 Utah
Chicago 106 - 83 New Jersey
New Orleans 101 - 112 Portland
Houston 101 - 109 Los Angeles Lakers
Golden State 90 - 111 Dallas
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar (Umfjöllun að neðan)
27.3.2010 | 14:28
Charlotte 107 - 96 Washington
Indiana 122 - 96 Utah
Orlando 106 - 97 Minnesota
Philadelphia 105 - 98 Atlanta
Toronto 96 - 97 Denver
Boston 94 - 86 Sacramento
New Jersey 118 - 110 Detroit
Oklahoma City 91 - 75 LA Lakers
Milwaukee 74 - 87 Miami
San Antonio 102 - 97 Cleveland
Phoenix 132 - 96 New York
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Spurs stöðvuðu átta leikja sigurgöngu Cavs
27.3.2010 | 10:06
Cleveland Cavaliers heimsóttu San Antonio Spurs í nótt. LeBron James setti upp litla sýningu í byrjun, en Spurs náðu þó að verjast henni síðar. Spurs unnu með fimm stigum, 102-97.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og fór munurinn aldrei yfir tíu stig. Manu Ginobili, sem sést hér til hliðar, var rosalegur í nótt og skoraði 30 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Hjá Cavaliers voru LeBron James (27 stig) og Antawn Jamison (24 stig) atkvæðamestir. Mo Williams var ekki að finna taktinn í leiknum en hann skoraði 6 stig og gaf 4 stoðsendingar.
Í öðrum leikjum næturinnar unnu til dæmis Denver Nuggets nauman sigur á Toronto Raptors, 96-97 og Oklahoma City Thunder unnu Los Angeles Lakers stórt, 91-75.
Spurs - Cavs
Raptors - Nuggets
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arenas ekki í steininn
27.3.2010 | 09:44
Bakvörðurinn Gilbert Arenas fór fyrir dómstól í gær. Kom til greina að senda hann í þriggja ára fangelsi en ekki var gert það, en hann var dæmdur í 30 daga vist á áfangaheimili, 400 tíma samfélagsþjónustu og fjársektar auk þess sem hann verður á tveggja ára skilorði.
Eins og margir glöggir körfuboltaáhugamenn vita, þá mætti Arenas með hlaðna byssu í búingsklefa Washington Wizards, en þess má geta að ólöglegt er að ganga með byssu í DC (Washington).
NBA dæmdi Arenas í keppnisbann það sem eftir lifir leiktíðar, en ekki er talið líklegt að forsvarsmenn Wizards muni reyna að losa sig undan risasamningi sem þeir gerðu við Arenas fyrir tveimur árum, en það þótti ekki ólíklegt þar sem framtíð hans er í óvissu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Blazers unnu Mavs
26.3.2010 | 17:12
Portland Trail Blazers unnu Dallas Mavericks í nótt, 101-89. Andre Miller skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Portland.
Caron Butler fé meðal annars tæknivillu fyrir kjaft í leiknum eftir að hafa skoraði þriggja stiga körfu í "grillið" á leikmanni Blazers, en hann skoraði 25 stig og reif 9 fráköst.
Öll úrslitin eru hér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keflavík 46 Tindastóll 43 í hálfleik
25.3.2010 | 20:13
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslitakeppni KKÍ - Spáin þín
25.3.2010 | 12:55
Nú erum við búnir að setja upp "Brackets" fyrir Úrslitakeppni KKÍ. Þú getur sett inn þína spá hér.
8-liða úrslit
1. KR
8. ÍR
2. Keflavík
7. Tindastóll
3. Grindavík
6. Snæfell
4. Stjarnan
5. Njarðvík
Undanúrslit
?
?
?
?
Úrslit
?
?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)