Úrslit næturinnar - Boston unnu Dallas

Dallas-BostonBoston Celtics unnu ósannfærandi útisigur á Dallas Mavericks í nótt, 102-93.

Þó að sigurinn sýnist ekkert óöruggur, þá var þetta allt í járnum, eins og sést á tölfræðinni (Boston: TO:17 FG: 39/75).

Paul Pierce skoraði 29 stig og gaf 5stoðsendingar fyrir Boston, en Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og hitti úr 1 af 1 þriggja stiga skoti. Eins og sést á leik hans, er Kevin Garnett ekki sami leikmaður og hann var fyrir þremur árum, en hann skoraði 8 stig og tók 9 fráköst í nótt.

Sex aðrir leikir fóru fram í nótt, og þar á meðal unnu Miami Heat sex stiga sigur á Charlotte Bobcats, 77-71, Milwaukee Bucks lögðu Denver Nuggets að velli, 97-102 og Utah Jazz unnu sannfærandi sigur á New Orleans Hornets, 106-86.

Philadelphia 84 - 98 Chicago
Miami 77 - 71 Charlotte
New Jersey 90 - 100 Toronto
Memphis 123 - 107 Golden State
Denver 97 - 102 Milwaukee
Utah 106 - 86 New Orleans
Dallas 93 - 102 Boston
 
Nokkrir spennandi leikir eru á dagskrá í kvöld, til dæmis etja San Antonio Spurs kappi við Atlanta Hawks og nú eru þrjár mínútur eftir af leik Indiana Pacers og Oklahoma Thunder. Houston Rockets sigruðu NY Knicks núna áðan með fjórum stigum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband