Úrslit næturinnar - Magic unnu grannaslaginn

Jermaine O'Neal ver skot frá Dwight HowardGrannaslagur Orlando Magic og Miami Heat fór fram í nótt. Orlando unnu nauman sigur, 108-102, og með því jöfnuðu þeir seríu liðanna á tímabilinu, 2-2 (Miami unnu fyrstu tvo).

Dwight Howard var í villuvandræðum í leiknum, skoraði einungis 10 stig og 11 fráköst á rúmum 30 mínútum. Rasard Lewis átti stórkostlegan leik með 24 stig, 11 fráköst og 50% nýtingu í þriggja stiga skotum. Auk þess skoraði Vince Carter 27 stig og gaf 6 stoðsendingar.

Dwyane Wade skoraði 36 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jermaine O'Neal skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og varði 5 skot og auk þess var Dorell Wright góður í leiknum, en hann gerði 9 stig og tók 7 fráköst.

Í leik Denver Nuggets og New Orleans Hornets voru Denver með forystuna allan tímann, en Hornets leiddu mest með 4 stigum, sem var rétt í byrjun leiks.

Carmelo Anthonyu, þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 26 stig og tók 18 fráköst, en hann hefur aldrei á ferli sínum tekið jafn mörg fráköst í einum leik. Nene Hilario skoraði 20 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og varði 3 skot, en auk þess skoraði hann úr 8 af 12 skotum sínum.

Hornets töpuðu samtals 19 boltum, sem er ansi mikið, en Marcus Thornton skoraði 15 stig og tapaði aðeins einum. David West og Darren Collinson töpuðu samanlagt 10 boltum (5 tapaðir hver), sem er meira en 50% af liðinu, og ekki bættu þeir það upp þegar að villum kemur, því West braut 5 sinnum af sér, og Collinson fjórum sinnum.

Fleiri leikir fóru ekki fram í nótt, en margir áhugaverðir fara fram í kvöld, meðal annars þegar Boston Celtics heimsækja Houston Rockets, og svo etja Utah Jazz og Phoenix Suns kappi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband