Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Kings slógu liðsmet
22.12.2009 | 12:40
Aldrei í sögu Sacramento Kings hefur lið þeirra snúið við 35 stiga forskoti og unnið leik, en í nótt gerðu þeir það gegn Chicago Bulls.
Tyreke Evans var svakalegur með 23 stig og 8 fráköst, auk þess sem hann gaf 3 stoðsendingar. Ime Udoka kom sterkur inn af bekknum hjá Kings með 17 stig, en hjá Bulls var Luol Deng stigahæstur með 24 stig.
Tyreke Evans má vera ánægður með leik sinn í nótt, en hann er efstur í tilnefningu um nýliða ársins. Hins vegar eru nýliðar Bulls, Taj Gibson og James Johnson ekki búnir að vera jafn góðir, en Gibson skoraði hins vegar 10 stig og tók 9 fráköst í nótt. Johnson spilaði ekkert í leiknum.
Kings eru nú í 10. sæti vestursins með 13 sigra 14 töp, en Bulls eru í 9. sæti austursins með 10 sigra og 16 töp, sem gæti hugsanlega sýnt það að austurdeildin sé ekki jafn sterk og sú vestanmegin, eða alla vega neðri hlutinn í henni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bogut kláraði Pacers
22.12.2009 | 12:21
Milwaukee Bucks vann í nótt nauman sigur á Indiana Pacers, 81-84, en Andrew Bogut skoraði 31 stig, sem er "career high" hjá Bogut. Þá reif hann niður 18 fráköst og Michael Redd skoraði 14 stig. Hjá Pacers var það Roy Hibbert með 16 stig og 7 fráköst, en Troy Murphy skoraði 14 stig og tók 12 fráköst.
16 skot voru varin í leiknum, Pacers vörðu 9 og Bucks 7. Leikurinn var jafn allan tímann, en Bucks voru alltaf um það bil þremur stigum yfir.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Williams kominn aftur - Hvað þýðir það fyrir Iverson?
21.12.2009 | 21:48
Bakvörðurinn Lou Williams er snúinn aftur eftir meiðsli og var með 6 stig og 4 stoðsendingar í leik Philadelphia 76ers gegn LA Clippers á laugardaginn.
Allen Iverson hins vegar situr á hliðarlínunni um þessar mundir, en hann er meiddur á hné og á öxl. Iverson var ráðinn til Sixers til spila bakvörð á meðan Williams væri meiddur, en nú er Williams kominn aftur, svo hvað verður um Iverson?
Bakverðir Sixers eru þrír, nýliðinn Jrue Holiday, Allen Iverson og Louis Williams, en enginn af þessum leikmönnum er neitt lélegir svo það verður erfitt fyrir Eddie Jordan að stilla byrjunarliðinu upp, sérstaklega í litlu stöðunum (bakvörður og skotbakvörður).
Íþróttir | Breytt 22.12.2009 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úrslit næturinnar
21.12.2009 | 11:53
Raptors 98 - 92 Hornets
Grizzlies 102 - 96 Nuggets
Celtics 122 - 104 Wolves
Pistons 81 - 93 Lakers
Heat 95 - 102 Blazers
Mavs 102 - 95 Cavs
Knicks 98 - 94 Bobcats
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins tveir dómarar dæmdu leik Boston og Wolves - NYK unnu Bobcats
21.12.2009 | 11:41
Einungis tveir dómarar dæmdu leik Boston Celtics og Minnesota Timberwolves í nótt, en fleiri komust ekki leiðar sinnar vegna illveðurs. Boston unnu viðureignina með 16 stigum,
114-122.
Þá unnu New York Knicks tæpan sigur á Charlotte Bobcats, 98-94, en Gerald Wallace var ekki með Bobcats-mönnum í þeim leik.
Úrslit næturinnar koma innan skamms.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Raptors - Hornets (umfjöllun)
20.12.2009 | 21:50
Leikur Toronto Raptors og New Orleans Hornets var í þann veginn að klárast, en Raptors unnu þægilegan sex stiga sigur, 98-92. Hornets komust aldrei nema 5 stigum yfir og Chris Bosh var í miklu stuði hjá Raptors.
Fáir leikmenn Hornets náðu sér á strik, en atkvæðamesti maður þeirra var David West með 21 stig og 12 fráköst, en hins vegar gerði hann þrjár villur.
Chris Paul kom sér engan veginn á blað en hann var með 7 stoðsendingar, 8 fráköst, 10 stig og 5 tapaða bolta. Hins vegar var nafni hans, Chris Bosh, í stuði með 25 stig, 11 fráköst og 2 stoðsendingar, en hann tapaði hins vegar 6 boltum, sem er ekki gott.
Raptors hafa unnið báðar viðureignir liðanna á tímabilinu, en þau mættust í byrjun nóvember í New Orleans og þá báru Raptors sigur af hólmi, 90-107. Raptors eru nú komnir í 8. sæti austursins en Hornets-menn sitja fastir í 10. sætinu í vestrinu með 12 sigra og 14 töp.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bonner handleggsbrotinn
20.12.2009 | 14:43
Miðherji San Antonio Spurs, Matt Bonner, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar, en hann brotnaði á hægri handlegg í nótt, gegn Indiana Pacers.
Ekki er vitað hvenær Bonner snýr aftur til leiks, en læknar Spurs munu skoða málið á morgun, að sögn heimasíðu www.nba.com.
Bonner skoraði 7 stig og tók 2 fráköst í nótt á einungis tæpum fimm mínútum. Spurs unnu með einu stigi, 100-99, á AT&T Center.
Mikill missir fyrir Spurs þarna á ferð, en Bonner er með 8,4 stig og 4,5 fráköst, sem komið er alla vega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Duncan kláraði Pacers
20.12.2009 | 10:40
San Antonio Spurs unnu Indiana Pacers með einu stigi á AT&TCenter. Tim Duncan tróð í andlitið á Roy Hibbert þegar 4,9 sekúndur voru eftir, eða svo, og kom Spurs yfir með stigi. Þá átti T.J. Ford erfitt þriggja stiga skot, en það geigaði, og Spurs unnu með einu stigi, 100-99.
Magic 92 - 83 Blazers
Bobcats 102 - 110 Jazz
Sixers 107 - Clippers 112
Bulls 101 - 98 Hawks
Nets 84 - 103 Lakers
Rockets 95 - 90 Thunder
Bucks 95 - 96 Kings
Spurs 100 - 99 Pacers
Suns 121 - 95 Wizards
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Carl Landry tannbrotinn
19.12.2009 | 19:09
Framherji Houston Rockets, Carl Landry, tannbrotnaði í leik gegn Dallas Mavericks í nótt, en hann lenti í samstuði við Þjóðverjann Dirk Nowitzki.
Landry missti fimm tennur, en Nowitzki keyrði að körfunni, dúndraði olnboganum óvart í munn Landry og hann tannbrotnaði. Meðal annars festust tvær tennur Landry í olnboga Nowitzki, en Nowitzki og Landry yfirgáfu báðir leikinn.
Landry skoraði einungis 2 stig í leiknum, en hann spilaði bara 6 og hálfa mínútu í honum. Hann er með 16,0 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu.
Íþróttir | Breytt 20.12.2009 kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
19.12.2009 | 11:42
Raptors 118 - 95 Nets
Hawks 96 - 83 Jazz
Celtics 97 - 98 Sixers
Cavs 85 - 82 Bucks
Grizzlies 107 - 94 Pacers
Wolves 112 - 96 Kings
Hornets 98 - 92 Nuggets
Knicks 95 - 91 Clippers
Thunder 109 - 98 Pistons
Mavs 108 - 116 Rockets
Warriors 109 - 118 Wizards
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)