Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Thunder unnu Pistons (umfj.)

Detroit Pistons heimsóttu Oklahoma City Thunder í nótt og var spilaður skemmtilegur leikur þar.
Detroit byrjuðu mun betur, en Rodney Stuckey var sjóðandi heitur í fyrsta en Pistons leiddu eftir hann, 24-27.

Kevin Durant aftur á móti fór að taka sig saman í andlitinu í öðrum leikhluta og leiddi lið sitt til eins stig sigur í hálfleik, 62-61.

Jeff Green átti glimrandi þriðja leikhluta, en Russel Westbrook var duglegur við að gefa boltann á hann þar sem Green var sjóðandi heitur alls staðar á vellinum.

Thunder unnu með 11 sigum, 109-98, en stigahæsti maður leiksins var Rodney Stuckey með 31 stig, en hann tók einnig 5 fráköst. Kevin Durant skoraði 27 stig og tók 6 fráköst, en nýliðinn James Harden skoraði 14 stig.

Green og Durant áttu báðir glimrandi leik í nótt


Spennandi leikur í Boston

A.I. spilaði ekki með í leiknumÍ nótt fór fram svakalegur leikur en þar mættust Philadelphia 76ixers og Boston Celtics. Celtics voru yfir allan leikinn og voru komnir 15 stigum yfir í öðrum leikhluta, en í hálfleik gerðist eitthvað með lið Sixers sem minnkuðu jafnt og þétt muninn og í lokin skiptust liðin á að hafa forystuna.

Celtics leiddu með einu stigi þegar Sixers fór í sína síðustu sókn. Marreese Speights átti skot á körfuna sem geigaði, en eftir mikla baráttu undir hringnum náði Elton Brand að blaka boltanum í körfuna og koma Sixers yfir, 98-97. Celtics höfðu 7,7sekúndur en það dugði ekki og gestirnir frá Philadelphiu unnu sætan og óvæntan sigur. Hægt er að sjá tölfræði leiksins hér.

Elton Brand skilaði 23 stigum af bekknum og Mareese Speights skoraði 17 og tók 10 fráköst. Andre Igoudala skoraði 18 stig, en Allen Iverson var ekki með í leiknum vegna meiðsla á hné og öxl. Hjá Boston var Kevin Garnett stigahæstur með 21 stig, en Kendrick Perkins skilaði tröllatvennu, 12 stig og 16 fráköst.


Wizards munu ekki skipta leikmanni fyrr en Miller snýr aftur

Washington WizardsSamkvæmt heimasíðu www.espn.com munu Washington Wizards ekki skipta leikmanni fyrr en framherjinn Mike Miller snýr aftur eftir meiðsli.

Miller er meiddur á kálf en hann mun snúa aftur í kringum jólin eftir mánaðar frí, en hann meiddist í leik gegn San Antonio Spurs, sem fram fór 21. október síðastliðinn.

Hann er með 9,8 stig og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik, auk þess að hann er með 56,5 prósent þriggja stiga nýtingu á þessu leiktímabili.                              

Það gæti hugsanlega þýtt að Wizards vilji ekki hafa Miller og ætli að skipta honum fljótlega, en hann kom til liðsins í sumar.


Úrslit næturinnar - Óvæntur sigur hjá Miami

Dwight Howard tók 14 fráköst í nótt.Miami Heat unnu óvæntan sigur í nótt gegn Orlando Magic, en í nótt fóru fram þrír leikir. Portland Trail Blazers unnu spennusigur gegn Phoenix Suns, 105-102, þar sem Jerryd Bayless skoraði 29 stig  af bekknum, en hann hefur aldrei skorað þetta mikið í einum leik í NBA.

 

Luol Deng kom Chicago Bulls í gegnum leikinn gegn New York Knicks, en hann skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Knicks voru Chris Duhon, Al Harrington og Danilo Gallinari með 18 stig hver.

 

Blazers 105 - 102 Suns
Heat 104 - 86 Magic
Bulls 98 - 89 Knicks


Njarðvík unnu FSu með fimmtíu stigum

Njarðvík völtuðu yfir FSu í Ljónagryfjunni, en staðan var 99-47. Sannkallað rúst sem þarna er á ferð en Guðmundur Jónsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 17 stig. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skoruðu 16 stig hvor. Allir hjá Njarðvík spiluðu vel, en stigahæstur hjá FSu var Kjartan Kárason með 13 stig. Það var mikil stemning í Ljónagryfjunni enda á heimavelli Njarðvíkur.

 Sjá mynd í fullri stærð                           

 

 Sjá mynd í fullri stærð


Iverson missir af leiknum á föstudag

IversonAllen Iverson á að stríða við lítilsháttar meiðsli þessa dagana, en hann mun ekki spila með Philadelphia 76ers á aðfaranótt laugardagsins næstkomandi.

Samkvæmt Twitter-síðu Iverson er hann meiddur á vinstri hné og öxl, en Sixers etja kappi við Boston Celtics á aðfaranótt laugardags og erfitt að sækja sigur þar án hans.

Iverson er með 15,6 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Sixers á tímabilinu, en hann spilaði einnig þrjá leiki með Memphis Grizzlies.


Úrslit næturinnar - Kobe enn og aftur með sigurkörfuna

Kobe Bryant kom LA Lakers á toppinn í allri NBA-deildinni ásamt Boston með flautukörfu gegn Milwaukee Bucks í nótt. Þá unnu Indiana Pacers nauman sigur á Gerald Wallace og félögum í Charlotte, en Pacers eru í 10. sæti austursins.

Hawks 110 - 97 Grizzlies
Pacers 101 - 98 Bobcats
Magic 118 - 99 Raptors
Sixers 101 - 108 Cavs
Nets 92 - 108 Jazz
Bucks 106 - 107 Lakers (OT) 
Wolves 95 - 120 Clippers
Hornets 95 - 87 Pistons
Thunder 86 - 100 Mavs
Nuggets 111 - 101 Rockets
Kings 112 - 109 Wizards
Warriors 91 - 103 Spurs

LeBron James var óstöðvandi í leik Cavaliers gegn 76ers en hann skoraði 36 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 ráköst. Þá sneri Mareese Speights til baka eftir nokkurra vikna fjarveru, en hann skilaði 1 stigum í sjö stiga tapi Sixers-manna.

Tim Duncan leiddi San Antonio Spurs til sigur gegn Golden State Warriors, en hann skoraði 27 stig og reif  15 fráköst. Þá gaf Tony Parker 8 stoðsendingar og skoraði 12 stig.


Milwaukee Bucks - Los Angeles Lakers


Holiday að festa sig við byrjunarliðið?

Jrue Holiday, sem var í byrjunarliði Philadelphia 76ers á mánudaginn gegn Golden State Warriors. Þá skoraði hann 15 stig, gaf 6 stoðsendingar og reif niður 7 fráköst, ásamt því að hafa stolið 3 boltum. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans lengi og fyrsti sigur Sixers eftir að hafa tapað 12 leikjum í röð.

Holiday er með 5,7 stig, 2,3 stoðsendingar og 1,9 fráköst að meðaltali í leik, en hann var valinn sautjándi í nýliðavalinu af Sixers.

Jrue Holiday semur við Sixers


8-liða úrslit í Subway-bikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit Subway-bikars KKÍ í dag en þar mætti enginn annar en Egill "Gillzenegger" Einarsson til þess að draga og komu nokkrir spennandi leikir upp úr skálinni góðu sem fróðlegt verður að sjá, en erkifjendurnir á Suðurnesjunum, Njarðvík og Keflavík eigast við í Toyota-höllinni í karlaboltanum.

Í kvennaboltanum verður skemmtilegt að sjá hvernig leikur Keflavíkur og Hamars fer, en Hamarsstúlkur slógu út taplausar KR-konur.

8-liða úrslit karla:
Snæfell - Fjölnir
Keflavík - Njarðvík
Tindastóll - Grindavík
Breiðablik - ÍR

8-liða úrslit kvenna:
Fjölnir - Laugdælir
Keflavík - Hamar
Njarðvík - Þór Akureyri
Snæfell - Haukar
 
Leikið verður 16.-18. janúar 2010.

mbl.is Keflavík mætir Njarðvík í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bender til NYK

New York Knicks hafa nælt sér í miðherjann Jonathan Bender, en Bender hefur ekki spilað í NBA-deildinni síðan tímabilið 2005-06. Þá spilaði hann fyrir Indiana Pacers, en þar hefur hann spilað öll 4 árin sem hann leikið hefur í deildinni.

Hann er með mjög góðar tölur, en yfir ferilinn er hann búinn að skora 8,4 stig og hirða 3,0 fráköst að meðaltali í leik.

Hann var valinn fimmti af Toronto Raptors í nýliðavalinu árið 1999 á eftir Elton Brand, Steve Francis, Baron Davis og Lamar Odom. Honum var síðan skipt beint til Pacers, en aðrir góðir leikmenn sem voru valdir, voru Jason Terry, Shawn Marion og Andre Kirilenko.

J. Bender


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband