Williams kominn aftur - Hvað þýðir það fyrir Iverson?

Hvað verður um Iverson?Bakvörðurinn Lou Williams er snúinn aftur eftir meiðsli og var með 6 stig og 4 stoðsendingar í leik Philadelphia 76ers gegn LA Clippers á laugardaginn.

Allen Iverson hins vegar situr á hliðarlínunni um þessar mundir, en hann er meiddur á hné og á öxl. Iverson var ráðinn til Sixers til spila bakvörð á meðan Williams væri meiddur, en nú er Williams kominn aftur, svo hvað verður um Iverson?

Bakverðir Sixers eru þrír, nýliðinn Jrue Holiday, Allen Iverson og Louis Williams, en enginn af þessum leikmönnum er neitt lélegir svo það verður erfitt fyrir Eddie Jordan að stilla byrjunarliðinu upp, sérstaklega í litlu stöðunum (bakvörður og skotbakvörður).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú þurfir ekkert að gera COPY PASTE!!!

Jason Orri 21.12.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: NBA-Wikipedia

Ég gerði ekkert copy-paste

NBA-Wikipedia, 21.12.2009 kl. 22:32

3 identicon

Það vill svo vel til að Sixers er mitt lið og eðlilega spái ég í það hvað gerist hjá liðinu þegar allir leikmenn liðsins koma til baka úr meiðslum. Það er hins vegar alveg ljóst að Iverson verður áfram hjá liðinu, hann hefði aldrei samið við félagið með það fyrir augum að hverfa á burt þegar Williams kæmi aftur. Þrátt fyrir að hlutir hafi ekki gengið upp hjá Detroit og Memphis þá er ólíklegt að það sama gerist hjá Sixers. Ætli kappinn vilji ekki enda ferilinn sinn hjá liðinu sem hann hóf leik hjá, það væri góður endir á annars ágætum ferli leikmannsins. Ef hann kýs hins vegar að fara þá gerist það bara.

Eddie Jordan finnur vonandi leið til að láta liðið smella saman. Eitt af því sem hann gæti gert er að láta Elton Brand og Marreese Speights leika meira saman sem 4 og 5 og þá á kostnað Dalembert. Það sýndi sig gegn Boston og La Clippers að Brand og Speights passa vel saman og gefa liðinu meiri sóknarþunga.

Sigurjón Gauti Friðriksson 22.12.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband