Kings slógu liðsmet

Tyreke Evans skoraði 23 stig í nóttAldrei í sögu Sacramento Kings hefur lið þeirra snúið við 35 stiga forskoti og unnið leik, en í nótt gerðu þeir það gegn Chicago Bulls.

Tyreke Evans var svakalegur með 23 stig og 8 fráköst, auk þess sem hann gaf 3 stoðsendingar. Ime Udoka kom sterkur inn af bekknum hjá Kings með 17 stig, en hjá Bulls var Luol Deng stigahæstur með 24 stig.

Tyreke Evans má vera ánægður með leik sinn í nótt, en hann er efstur í tilnefningu um nýliða ársins. Hins vegar eru nýliðar Bulls, Taj Gibson og James Johnson ekki búnir að vera jafn góðir, en Gibson skoraði hins vegar 10 stig og tók 9 fráköst í nótt. Johnson spilaði ekkert í leiknum.

Kings eru nú í 10. sæti vestursins með 13 sigra 14 töp, en Bulls eru í 9. sæti austursins með 10 sigra og 16 töp, sem gæti hugsanlega sýnt það að austurdeildin sé ekki jafn sterk og sú vestanmegin, eða alla vega neðri hlutinn í henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Gibson skoraði ekki 110 stig!!!! 

Kalli 22.12.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: NBA-Wikipedia

Sorrý, laga það, hann skoraði 10 stig...

NBA-Wikipedia, 22.12.2009 kl. 22:07

3 identicon

Já hélt það líka var nú bara svona að pæla

Kalli 22.12.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband