Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Úrslit næturinnar
26.12.2009 | 12:35
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boston unnu Magic - Cavs yfir í hálfleik
25.12.2009 | 23:48
Boston Celtics unnu fyrir skömmu þægilegan sigur á Orlando Magic, 77-86. Hvert einasta stig sem Vince Carter skoraði dugði ekki til, en hann skilaði 27 stigum. Þá skoraði Dwight Howard aðeins 5 stig en tók 20 fráköst!
Tony Allen átti klassaleik, með 16 stig og 4 fráköst, en hann byrjaði sem framherji í liði Celtics vegna fjarveru Paul Pierce.
Cleveland Cavaliers eru 9 stigum yfir í hálfleik gegn LA Lakers, 42-51. LeBron James skoraði sætan "buzzer" frá miðju á lokasekúndu fyrri hálfleiks, en hann taldi ekki. James er með 11 stig og 5 stoðsendingar, en Kobe Bryant er búinn að spila mun betur með 18 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.
Þá unnu Miami Heat erfiðan útisigur á NY Knicks, 87-93. Dyane Wade var í broddi fylkingar hjá Heat með 30 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
Allir leikirnir koma á morgun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennandi leikur í kvöld
25.12.2009 | 21:47
Í kvöld fer fram langþráður leikur körfuboltaaðdáenda, en þar mætast Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. LeBron James og Kobe Bryant verða í eldlínunni og verður hörku fjör þar. Leikurinn hefst 22:00, eða eftir 15 mínútur.
Einnig eigast Boston Celtics og Orlando Magic við, og hörku barátta milli D12 og KG þar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
24.12.2009 | 10:32
Magic 102 - 87 Rockets
Pistons 64 - 94 Raptors
Heat 80 - 70 Jazz
Nets 99 - 103 Wolves
Bucks 97 - 109 Wizards
Hornets 108 - 102 Warriors
Spurs 94 - 98 Blazers
Nuggets 124 - 104 Hawks
Suns 113 - 117 Thunder
Kings 104 - 117 Cavs
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðileg jól!
23.12.2009 | 17:40
Við á www.nba.blog.is erum í miklu jólaskapi þessa dagana, enda komin Þorláksmessa, og við viljum óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla. Síðan viljum við óska ykkur farsældar á komandi ári og við viljum þakka fyrir það liðna, en mikið er í húfi á nýju ári, Ice-save, NBA-meistarar verða opinberaðir og margt fleira.
Við viljum taka það fram að skortur á fréttum verður um hátíðarnar, en við reynum að skella inn úrslitum og öðru þegar við getum.
Enn og aftur, gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harpring og Maynor til OKC
23.12.2009 | 13:11
Utah Jazz hafa sent tvo leikmenn, Matt Harpring og Eric Maynor, til Oklahoma City Thunder fyrir réttinn á nýliðanum sem valinn var árið 2002, Peter Fehse.
Maynor er búinn að vera ágætur á tímabilinu með 5,2 stig og 3,1 stoðsendingu. Hann var valinn í nýliðavalinu af Jazz númer 20, en hann var í Virginia Commonwealth-háskólanum.
Harpring hins vegar er meiddur og var í sumar að spá í því að hætta. Hann hefur ekki spilað leik á tímabilinu, en á síðasta tímabili spilaði hann 63 leiki og skoraði 4,4 stig og tók 2,0 fráköst að meðaltali í leik.
Þýski framherjinn Peter Fehse var valinn nr. 49 í nýliðavalinu árið 2002 af Seattle SuperSonics, en þeir gerðu ekki samning við hann, svo hann hélt áfram í Evrópu og Oklahoma áttu réttinn á honum síðan þeir fluttust þangað. Nú hafa Utah Jazz fengið réttin og gætu tekið hann í liðið hvenær sem er.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
23.12.2009 | 12:50
Bobcats 88 - 76 Pistons
Wizards 105 - 98 Sixers
Celtics 103 - 94 Pacers
Knicks 88 - 81 Bulls
Grizzlies 121 - 108 Warriors
Wolves 87 - 112 Hawks
Mavs 81 - 85 Blazers
Rockets 108 - 99 Clippers
Lakers 111 - 108 Thunder
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landry nýkominn frá tannlækninum og klárar Clippers-menn
23.12.2009 | 12:40
Framherjinn Carl Landry missti fyrir nokkru fimm tennur, en nú er hann kominn aftur á klakann og hjálpaði Houston Rockets að sigra lið LA Clippers.
Hann skoraði 27 stig og tók 5 fráköst, auk þess sem hann varði 2 skot frá liði Clippers. Leikurinn fór 108-99 fyrir Rockets, en 10 leikmenn samanlagt skoraði 10 stig eða meira í leiknum.
Eins og margir vita eru Clippers með einn sterkasta sóknarmiðherjann í öllu vestrinu, en í nótt átti Chris Kaman ekki mjög góðan leik, með 29 stig, sem telst þó gott, 7 fráköst, 13 af 21 skoti, 4 villur og 6 tapaðir boltar, sem gera -2 í framlagsstigi.
Úrslit næturinnar munu birtast innan skamms.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wafer inn, Jaric út?
22.12.2009 | 22:32
Samkvæmt vefsíðu www.espn.com er bakvörðurinn Marko Jaric á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid, og að framherjinn Von Wafer sé á leiðinni til Memphis Grizzlies.
Wafer spilaði með Houston Rockets á síðasta leiktímabili, en leikur nú fyrir gríska félagið Olympiacos. Wafer gæti samið til Grizzlies í nótt, en hann er frábær leikmaður sem kemur með mikla orku inn af bekknum.
Jaric hefur ekki spilað mínútu á þessu tímabili og nú er ekkert eftir hjá Grizzlies-liðinu, sem er liðið hans, að borga upp samning hans og láta hann bara flakka, en hann er á stórum samningi, eða rúmum 7 milljónum dollara.
Talað er um að ef Memphis láta hann lausan, þá fari hann rakleiðis til Spánar, en ACB-deildin sem Real Madrid eru í, liðið sem hann fer líklega í, er sterkasta deild Evrópu.
Íþróttir | Breytt 23.12.2009 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Spurs hafa unnið 13 í röð gegn Clippers
22.12.2009 | 12:49
Pacers 81 - 84 Bucks
Magic 104 - 99 Jazz
Bulls 98 - 102 Kings
Spurs 103 - 87 Clippers
Suns 93 - 109 Cavs
Tölurnar
Stig: LeBron James, Cavs, 29 stig.
Fráköst: Andrew Bogut, Bucks, 18 fráköst.
Soðsendingar: Deron Williams, Jazz, 12 stoðsendingar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)