Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Úrslit næturinnar

New York 87 Miami 93
Orlando 77 Boston 86
LA Lakers 87 Cleveland 102
Phoenix 124 LA Clippers 93
Portland 107 Denver 96

Boston unnu Magic - Cavs yfir í hálfleik

Cavs - LakersBoston Celtics unnu fyrir skömmu þægilegan sigur á Orlando Magic, 77-86. Hvert einasta stig sem Vince Carter skoraði dugði ekki til, en hann skilaði 27 stigum. Þá skoraði Dwight Howard aðeins 5 stig en tók 20 fráköst!

Tony Allen átti klassaleik, með 16 stig og 4 fráköst, en hann byrjaði sem framherji í liði Celtics vegna fjarveru Paul Pierce.

Cleveland Cavaliers eru 9 stigum yfir í hálfleik gegn LA Lakers, 42-51. LeBron James skoraði sætan "buzzer" frá miðju á lokasekúndu fyrri hálfleiks, en hann taldi ekki. James er með 11 stig og 5 stoðsendingar, en Kobe Bryant er búinn að spila mun betur með 18 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

Þá unnu Miami Heat erfiðan útisigur á NY Knicks, 87-93. Dyane Wade var í broddi fylkingar hjá Heat með 30 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Allir leikirnir koma á morgun.


Spennandi leikur í kvöld

Kobe og LeBron eigast við eftir korterÍ kvöld fer fram langþráður leikur körfuboltaaðdáenda, en þar mætast Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. LeBron James og Kobe Bryant verða í eldlínunni og verður hörku fjör þar. Leikurinn hefst 22:00, eða eftir 15 mínútur.

Einnig eigast Boston Celtics og Orlando Magic við, og hörku barátta milli D12 og KG þar.


Úrslit næturinnar

Magic 102 - 87 Rockets
Pistons 64 - 94 Raptors
Heat 80 - 70 Jazz
Nets 99 - 103 Wolves
Bucks 97 - 109 Wizards
Hornets 108 - 102 Warriors
Spurs 94 - 98 Blazers
Nuggets 124 - 104 Hawks
Suns 113 - 117 Thunder
Kings 104 - 117 Cavs


Gleðileg jól!

www.nba.blog.is óskar þér gleðilegra jólaVið á www.nba.blog.is erum í miklu jólaskapi þessa dagana, enda komin Þorláksmessa, og við viljum óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla. Síðan viljum við óska ykkur farsældar á komandi ári og við viljum þakka fyrir það liðna, en mikið er í húfi á nýju ári, Ice-save, NBA-meistarar verða opinberaðir og margt fleira.

Við viljum taka það fram að skortur á fréttum verður um hátíðarnar, en við reynum að skella inn úrslitum og öðru þegar við getum.

Enn og aftur, gleðileg jól og farsælt komandi ár!


Harpring og Maynor til OKC

Peter FehseUtah Jazz hafa sent tvo leikmenn, Matt Harpring og Eric Maynor, til Oklahoma City Thunder fyrir réttinn á nýliðanum sem valinn var árið 2002, Peter Fehse.

Maynor er búinn að vera ágætur á tímabilinu með 5,2 stig og 3,1 stoðsendingu. Hann var valinn í nýliðavalinu af Jazz númer 20, en hann var í Virginia Commonwealth-háskólanum.

Harpring hins vegar er meiddur og var í sumar að spá í því að hætta. Hann hefur ekki spilað leik á tímabilinu, en á síðasta tímabili spilaði hann 63 leiki og skoraði 4,4 stig og tók 2,0 fráköst að meðaltali í leik.

Þýski framherjinn Peter Fehse var valinn nr. 49 í nýliðavalinu árið 2002 af Seattle SuperSonics, en þeir gerðu ekki samning við hann, svo hann hélt áfram í Evrópu og Oklahoma áttu réttinn á honum síðan þeir fluttust þangað. Nú hafa Utah Jazz fengið réttin og gætu tekið hann í liðið hvenær sem er.


Úrslit næturinnar

 

Bobcats 88 - 76 Pistons
Wizards 105 - 98 Sixers
Celtics 103 - 94 Pacers
Knicks 88 - 81 Bulls
Grizzlies 121 - 108 Warriors
Wolves 87 - 112 Hawks
Mavs 81 - 85 Blazers
Rockets 108 - 99 Clippers
Lakers 111 - 108 Thunder


Landry nýkominn frá tannlækninum og klárar Clippers-menn

Carl LandryFramherjinn Carl Landry missti fyrir nokkru fimm tennur, en nú er hann kominn aftur á klakann og hjálpaði Houston Rockets að sigra lið LA Clippers.

Hann skoraði 27 stig og tók 5 fráköst, auk þess sem hann varði 2 skot frá liði Clippers. Leikurinn fór 108-99 fyrir Rockets, en 10 leikmenn samanlagt skoraði 10 stig eða meira í leiknum.

Eins og margir vita eru Clippers með einn sterkasta sóknarmiðherjann í öllu vestrinu, en í nótt átti Chris Kaman ekki mjög góðan leik, með 29 stig, sem telst þó gott, 7 fráköst, 13 af 21 skoti, 4 villur og 6 tapaðir boltar, sem gera -2 í framlagsstigi.

Úrslit næturinnar munu birtast innan skamms.


Wafer inn, Jaric út?

Marko JaricSamkvæmt vefsíðu www.espn.com er bakvörðurinn Marko Jaric á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid, og að framherjinn Von Wafer sé á leiðinni til Memphis Grizzlies.

Wafer spilaði með Houston Rockets á síðasta leiktímabili, en leikur nú fyrir gríska félagið Olympiacos. Wafer gæti samið til Grizzlies í nótt, en hann er frábær leikmaður sem kemur með mikla orku inn af bekknum.

Jaric hefur ekki spilað mínútu á þessu tímabili og nú er ekkert eftir hjá Grizzlies-liðinu, sem er liðið hans, að borga upp samning hans og láta hann bara flakka, en hann er á stórum samningi, eða rúmum 7 milljónum dollara.

Talað er um að ef Memphis láta hann lausan, þá fari hann rakleiðis til Spánar, en ACB-deildin sem Real Madrid eru í, liðið sem hann fer líklega í, er sterkasta deild Evrópu.


Úrslit næturinnar - Spurs hafa unnið 13 í röð gegn Clippers

Pacers 81 - 84 Bucks
Magic 104 - 99 Jazz
Bulls 98 - 102 Kings
Spurs 103 - 87 Clippers
Suns 93 - 109 Cavs

Tölurnar

Stig: LeBron James, Cavs, 29 stig.
Fráköst: Andrew Bogut, Bucks, 18 fráköst.
Soðsendingar: Deron Williams, Jazz, 12 stoðsendingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband