Úrslit næturinnar - Spurs unnu Celtics
29.3.2010 | 09:51
Í nótt fóru fram margir spennandi leikir. San Antonio Spurs, sem nýlega höfðu unnið Cleveland Cavaliers, heimsóttu Boston Celtics í spennandi leik framan af, en að lokum gáfust Celtics-menn upp og Spurs unnu sannfærandi sigur, 73-94.
Þá unnu Orlando Magic nauman sigur á Denver Nuggets, 103-97, en mikill hiti var í leiknum, þar sem Vince Carter meiddist illa, tvær tæknivillur voru dæmdar og seint í fjórða leikhluta munaði litlu að syði upp úr myndi hjá leikmönnum liðanna.
Í leik Portland Trail Blazers og Oklahoma City Thunder komust Portland yfir með tíu stigum í fyrri hálfleik ,en OKC náðu fljótt að minnka þann mun, því að eftir þriðja leikhluta voru þeir undir með þremur stigum.
Hins vegar töpuðu þeir leiknum með fimm stigum, 89-92 eftir að Kevin Durant klikkaði úr jöfnunarþrist, Andre Miller náði valdi á boltanum, OKC-menn brutu af honum og hann skoraði úr tveimur vítaskotum, og leikurinn búinn.
Í öðrum leikjum næturinnar, sem einnig voru spennandi, unnu Cleveland Cavaliers sjö stiga sigur á Sacramento Kins, 97-90, Milwaukee Bucks unnu Memphis Grizzlies, 108-103, Atlanta Hawks unnu Indiana Pacers, 94-84, Detroit Pistons féllu fyrir Chicago Bulls, 103-110, Miami Heat unnu nauman sigur á Toronto Raptors, 97-94, Phoenix Suns unnu sex stiga sigur á Minnesota Timberwolves, 105-111 og Golden State Warriors unnu öruggan sigur á LA Clippers, 103-121.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
28.3.2010 | 21:52
Washington 87 - 103 Utah
Chicago 106 - 83 New Jersey
New Orleans 101 - 112 Portland
Houston 101 - 109 Los Angeles Lakers
Golden State 90 - 111 Dallas
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar (Umfjöllun að neðan)
27.3.2010 | 14:28
Charlotte 107 - 96 Washington
Indiana 122 - 96 Utah
Orlando 106 - 97 Minnesota
Philadelphia 105 - 98 Atlanta
Toronto 96 - 97 Denver
Boston 94 - 86 Sacramento
New Jersey 118 - 110 Detroit
Oklahoma City 91 - 75 LA Lakers
Milwaukee 74 - 87 Miami
San Antonio 102 - 97 Cleveland
Phoenix 132 - 96 New York
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Spurs stöðvuðu átta leikja sigurgöngu Cavs
27.3.2010 | 10:06
Cleveland Cavaliers heimsóttu San Antonio Spurs í nótt. LeBron James setti upp litla sýningu í byrjun, en Spurs náðu þó að verjast henni síðar. Spurs unnu með fimm stigum, 102-97.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og fór munurinn aldrei yfir tíu stig. Manu Ginobili, sem sést hér til hliðar, var rosalegur í nótt og skoraði 30 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Hjá Cavaliers voru LeBron James (27 stig) og Antawn Jamison (24 stig) atkvæðamestir. Mo Williams var ekki að finna taktinn í leiknum en hann skoraði 6 stig og gaf 4 stoðsendingar.
Í öðrum leikjum næturinnar unnu til dæmis Denver Nuggets nauman sigur á Toronto Raptors, 96-97 og Oklahoma City Thunder unnu Los Angeles Lakers stórt, 91-75.
Spurs - Cavs
Raptors - Nuggets
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arenas ekki í steininn
27.3.2010 | 09:44
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Blazers unnu Mavs
26.3.2010 | 17:12
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keflavík 46 Tindastóll 43 í hálfleik
25.3.2010 | 20:13
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslitakeppni KKÍ - Spáin þín
25.3.2010 | 12:55
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Úrslit næturinnar
25.3.2010 | 12:23
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)