Úrslit næturinnar - Bulls unnu Cavs

rose+williamsLítið var um að vera í NBA-körfuboltanum í nótt, en þó spennandi og skemmtilegir leikir.

Chicago Bulls eru nú jafnir Toronto Raptors í áttunda sæti Austurstrandarinnar eftir eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, 109-108.

LeBron James tók sér frí frá leiknum og var það mikill missir fyrir liðið, en auðvitað áttu Bulls áttu svo sannarlega skilið að vinna leikinn.

Þrír leikmenn í liði Bulls voru með tvöfalda tvennu (Deng: 22/10Rose: 24/10 Noah 17/15) og auk þess var Brad Miller nálægt tvennu með 12 stig og 6 fráköst.

Þá unnu Denver Nuggets unnu tveggja stiga sigur á Los Angeles Lakers en Carmelo Anthony bjargaði deginum fyrir þá.

Kobe Bryant tók sér frí eins og LeBron, auk þess sem Andrew Bynum var ekki með Lakers-liðinu. Frakkinn Johan Petro hefur stimplað sig ágætlega inn í byrjunarlið Nuggets eftir að Kenyon Martin meiddist, en hann var með 2 stig og7 fráköst á 18 mínútum í nótt.

Carmelo var með 31 stig hjá Nuggets og á eftir honum kom stórskyttan J.R. Smith með 27 stig. Stigahæstur hjá Lakers var Pau Gasol með 26 stig.

Þess má geta að einn leikur í viðbót fór fram í nótt, Sacramento Kings-Los Angeles Clippers, en hann fór 116-94 fyrir Kings. Tölfræði leiksins má sjá hér.


NBA í nótt: Lakers heimsækja Nuggets

Nuggets og Lakers etja kappi í nóttMeistarar Los Angeles Lakers mæta í nótt Denver Nuggets, en Nuggets hafa unnið þrjá leiki í röð.

Lakers hafa einungis unnið einn leik af þeim þremur sem liðin hafa keppt, og var það sá eini sem var eitthvað spennandi, en hann fór 95-89 fyrir Lakers.

Lakers eru í fyrsta sæti Vestursins þrátt fyrir slappt gengi að undanförnu, 6 sigrar og 4 töp í síðustu 10 leikjum, en Nuggets eru í þriðja sæti Vestursins þrátt fyrir enn verra gengi upp á síðkastið, eða 5 sigrar og 5 töp í síðustu 10 leikjum.

Þá taka Sacramento Kings á móti Los Angeles Clippers, ognocioni+davisbæði liðin eru í baráttu um 10-12 sætið svo mikil stemning verður á leiknum, en sem stendur eru Kings í 14. sæti og Clippers í 12. sæti, en bæði liðin eru í Vestrinu.

Tyreke Evans er stigahæstur í liði Kings, með 20,0 stig að meðaltali í leik, auk þess sem hann skilar 5,3 fráköstum og 5,8 stoðsendinum í leik.

Hjá Clippers er Chris Kaman stiga- og frákastahæstur, auk þess sem hann er með flest varin skot að meðaltali í leik hjá þeim, eða 1,2. Hann er með 18,3 stig og 9,4 fráköst í leik.

 james+hinrich
Í þriðja og síðasta leik næturinnar mætast Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls.

Cavaliers eru langefstir á NBA-listanum með 61 sigur g 17 töp, en eru í 9. sæti Austursins með 37 sigra og 40 töp. Hins vegar eru Toronto, í því áttunda aðeins einum leik á undan Bulls, svo Cavs og Bulls gætu mæst í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Bulls hafa unnið einn af þeim þremur leikjum sem liðin hafa keppt á tímabilinu, og hann unnu þeir með einu stigi, 85-86.


Úrslit næturinnar

Utah Jazz unnu nauman sigur á Oklahoma City Thunder í nótt. Deron Williams var maður leiksins þar sem hann setti skotið sem vann leikinn, og var einnig með góðar tölur (42 stig og 10 stoðsendingar) 
Cleveland 113 Toronto 101
Washington 112 Golden State 94
Philadelphia 103 Detroit 124
Charlotte 109 Atlanta 100
New York 104 Boston 101
Chicago 74 Milwaukee 79
Memphis 103 Houston 113
Utah 140 Oklahoma City 139
Sacramento 86 San Antonio 95

Duke meistarar í háskólaboltanum (NCAA)

Duke meistarar í NCAAÖskubuskuævintýrið hjá Butler-háskólanum er á enda, en March Madness lauk í nótt með hörkuspennandi úrslitaleik Duke og Butler.

Bryan Zoubek, miðherji Duke náði frákasti undir körfu liðs síns þegar 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum, eftir geigað skot frá leikmanni Butler, Gordon Hayward.

Brotið var af Zoubek og hann fór á vítalínuna. Hann hitti úr fyrra vítinu, en reyndi síðan augljóslega að brenna af því síðara. Staðan var 61-59, Duke í vil.

Hayward, sem var ný búinn að brenna af skoti, náði frákastinu, fékk hindrun frá samherja sínum, svo hann næði fríu skoti, skaut frá miðju fyrir leiknum og skotið fór í spjaldið, hringinn og af.

Sem sagt eru Duke meistarar í háskólaboltanum árið 2010, og í fjórða sinn í sögu skólans.


Tvífarar: Scottie Pippen og Urule Igbavboa (Keflavík)

Alllir tvífarar...

Úrslit næturinnar - Spurs unnu Lakers

Los Angeles Lakers töpuðu í nótt sínum fjórða leik af síðustu sex. Nú voru það San Antonio Spurs sem lögðu meistarana af velli, og það í Staple Center, heimavelli Lakers. Eins og að undanförnu átti Manu Ginobili frábæran leik, auk þess sem Tim Duncan...

Páskafrí

Ástæðan fyrir því að engar fréttir hafa borist til lesenda á síðustu dögum er sú að ritstjórn NBA-Wikipedia hefur tekið sér smá frí, sem nokkuð margir gera um páskana. Allt hefur verið á ferð og flugi, ritarar síðunnar í sumarbústað og fleira, en nú...

Úrslit næturinnar - Átta í röð hjá Suns

Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð í nótt, en þeir unnu nauman sigur á Chicao Bulls, 105-111 . Jason Richardson skoraði 27 stig í leiknum, Steve Nash skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar og Amaré Stoudemire skoraði 21, auk þess sem hann hirti...

Martin til Wiz - Gee látinn fara

Framherjinn Cartier Martin, sem hefur verið að gera góða hluti hjá Golden State Warriors samdi í gær við Washington Wizards. Hann vildi ekki nýjan tíu daga samning hjá Warriors. Martin er með 9,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í leik, auk þess sem hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband