Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Odom líklegast aftur til Miami

Lamar Odom er líklega að snúa aftur til Miami Heat en hann spilaði þar tímabilið 2003-2004 og skoraði 17,1 stig og hirti 9,7 fráköst að meðaltali í leik þar. Hjá LA Lakers skoraði hann 11,3 stig og reif 8,2 fráköst að meðaltali í leik en hann hefur leikið þar síðustu fimm leiktímabilin.

Odom var hluti af Shaq skiptunum þegar hann fór til Heat en nú er hann staddur í Cleveland, með LeBron James og Mo Williams með sér í liði.


Tvífarar: Terry Crew og Jumaine Jones


Nesterovic aftur í Tronto

Miðherjinn Radoslav Nesterovic hefur ákveðið að snúa aftur til Toronto Raptors, en hann samdi um 1,9 milljónir dollara og mun spila í Toronto að minnsta kosti næsta vetur.

Þessi 33 ára gamli 7 feta Slóveni skoraði 6,8 stig og tók 3,4 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Indiana Pacers. Hann var hluti af Jermaine O'neal skiptunum er hann fór til Toronto, en O'neal er nú staddur í Miami Heat.


SA Spurs að fá enn annan leikmanninn

San Atonio Spurs hafa bætt við sig örðum leikmanni, en ekki ungum ein og R.C. Buford eigandi Spurs lofaði að gera. Þeir hafa nælt sér í Theo Ratliff sem er 36 ára að aldri, en þeir munu líklega ekki nota hann sem mest en þeir eru nú með 6 stóra menn á samningi, þá Tim Duncan Matt Bonner, Marcus Haislip, Antonio McDyess, DeJuan Blair sem er hins vegar 6'6 en spilar PF-SF og nú Theo Ratliff.

,, Ratliff hefur alltaf verið góður varnarmaður á blokkari", sagði Buford um Ratliff. Ratliff var með 1,9 stig, 2,8 fráköst og 1,0 varið skot á 12,6 mínútum að meðaltali í leik með Philadelphia 76ers í vetur.
Ratliff samdi til eins árs og mun fá 1,365 milljónir dollara í laun.

Theophilus Curtis Ratliff hefur ekki spilað hjá Spurs en hann hefur samt spilað með mörgum liðum, Detroit Pistons tvisvar, Philadelphia 76ers tvisvar, Atlanta Hawks, Portland Trailblazers, Boston Celtics og Minnesota Timberwolves.


Portland Trailblazers hafa nú loks bætt við sig leikmanni

Portland Trailblazers hafa nú verið á höttunum eftir Andre Miller en nú hafa þeir fengið hann. Miller hefur spilað með Philadelphia 76ers undanfarin ár en hann var partur af AI skiptunum þegar Allen Iverson var skipt yfir í Denver Nuggets.

Hann samdi til þriggja ára og á þeim tíma mun hann fá 22 milljónir dollara. Hann hefur ekki spilað með Portland áður og er því að prófa eitthvað glænýtt. 

Miller skoraði 16,3 stig og gaf 6,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Philadelphia 76ers.


Malik Allen til Denver-Hermann semur við Tau Ceramica

Malik Allen var skipt frá Milwaukee Bucks til Denver Nuggets fyrir Walter Sharpe og Sonny Weems, en sögusagnir hafa lengi verið í lofti um að Allen væri á leiðinni til Denver. Allen skoraði 3,2 stig og reif 2,1 frákast að meðaltali í leik á tímabilinu 2008-2009.

Walter Hermann hefur samið við spænska liðið Tau Ceramica til tveggja ára. Hann hefur spilað Charlotte Bobcats og Detroit Pistons í NBA og hefur skorað 5,4 stig að meðaltali í leik á þeim tíma.
Nú mun hann spila körfubolta í sterkustu deild Evrópu.


Nokkur lið ennþá að undirbúa sín fyrstu leikmannaskipti

Þrátt fyrir að mikið sé búið að gerast hjá leikmönnum í félagaskiptum eru þó nokkur lið enn ekki búnir að bæta við sig leikmönnum fyrir utan að hafa fengið nýliða.

Miami eru ekki enn búnir að skipta leikmönnum né semja við leikmann á markaðnum, en hins vegar eru þeir á höttunum eftir Lamar Odom og Allen Iverson en fleiri lið sækjast hins vegar líka eftir Iverson og Odom var kannski að semja við LA Lakers á dögunum.

Portland Trailblazers hafa misst tvo leikmenn, þá Channing Frye og Sergio Rodruigez en Rodruigez fór í skiptum fyrir framtíðarvalrétt í nýliðavalinu og nýliða. Frye fór af markaðnum til Phoenix Suns. Ekki hafa þeir nú verið hluti af stórum skiptum en eitthvað er í gangi hjá þeim til að næla sér í Carlos Boozer eða Leon Powe. Andre Miller er nú líka í myndinni hjá þeim og hafa þeir nú boðið honum þriggja ára samning.

Philadelphia 76ers hafa enn ekki tapað né bætt við sig leikmanni fyrir utan Jrue Holiday sem þeir fengu í nýliðavalinu. Hins vegar skiptu þeir Reggie Evans til Toronto fyrir Jason Kapono en það var áður en úrslitakeppnin kláraðist. Þeir vilja nú fá til sín bakvörðinn knáa Jamaal Tinsley, en hann var rekinn úr herbúðum Indiana Pacers nú á dögunum. Það sýnir að þeir munu líklega ekki halda Miller ef þeir fá til sín Tinsley.

Oklahoma City hafa aðeins rekið Earl Watson og fengið nýliða, þeir munu líklega ekki skipta mikið af leikmönnum út í sumar en liðið ekki mjög gott sem stendur.

New Orleans Hornets hafa ekkert verið í þessum bransa en þeir duttu út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Denver Nuggets og þurfa því að hræra þessu einhvern veginn saman.

Charlotte Bobcats hafa ekkert látið í sér heyra en þeir misstu Sean May til Sacramento Kings fyrir skömmu. Þeir komust ekki í úrslitakeppnina og þarf Larry Brown, þjálfari þeirra alvarlega að fara að gera eitthvað í málunum en eitthvað hefur heyrst af því að Allen Iverson sé á leið til Bobcats.


Tinsley spilar ekki með Pacers næsta tímabil

Indiana Pacers hafa rekið bakvörðinn sinn Jamaal Tinsley, en hann var meiddur allt síðasta tímabil og hefur því ekki spilað leik í NBA síðan tímabilið 2007-2008. Hann mun líklega redda sér einhvern veginn en ef hann kemst ekki í NBA lið þá mun hann mjög líklega láta reyna á Evrópuna, en nokkuð líklegt er að hann finni sér lið í NBA.

Tinsley er 31 árs að aldri en hann náði þeim aldri þann 28. febrúar nýliðnum. Hann var 23 ára þegar hann spilaði fyrsta leik sinn í NBA og þá með Indiana Pacers. Indiana er nú með T.J. Ford til að spila bakvarðarstöðuna og svo nýliðan A.J. Price til að koma inn á fyrir Ford og spila 10-15 mínútur í leik en Price var valinn númer 52 í nýliðavalinu af Pacers. Hins vegar eru þeir líka með bakvörðinn Travis Diener en Price kemur frekar til með að spila meira.

"Depth Chart" Pacers gæti orðið svona:

  C - Roy Hibbert - Jeff Foster  

 PF - Troy Murphy - Tyler Hansbrough

 SF - Danny Granger - Mike Dunlevy

 SG - Dahntay Jones - Brandon Rush

 PG - T.J. Ford - A.J. Price

 11 -  Travis Diener

 12 - Stephen Graham-ef hann verður áfram

*Mjög líklegt er að þeir fái Stephen Graham aftur til sín.

 


Tvífarar: Thierry Henry og Tony Parker


Mikið að gerast þessa dagana

Undanfarna daga hafa leikmenn skipt mikið um lið, þar á meðal Quinten Richardson en hann hefur skipt þrisvar um lið í sumar. Fyrst var honum skipt frá New York Knicks til Memphis Grizzlies fyrir Darko Milicic, síðan var honum skipt þaðan til LA Clippers fyrir Zack Randolph og frá LA til Minnestota Timberwolves fyrir Sebastian Telfair, Craig Smith og Mark Madsen.

Sem kunnugt er samþykkti Jarret Jack tilboð Toronto Raptors en þá mátti Indiana Pacers, fyrrverandi lið hans jafna tilboðið til að fá hann aftur. Þeir gerðu það hins vegar ekki svo Jack er orðinn risaeðla.

Oklahoma Thunder ráku bakvörð sinn Earl Watson á dögunum en hann hefur staðið sig frekar vel undanfarin ár en þá sérstaklega með Seattle Supersonics á leiktímabilinu 2007-2008 en hann hefur skorað 7,3 stig að meðaltali í leik yfir ferilinn.

Utah Jazz jöfnuðu fjögurra ára samning Portland Trailblazers og Paul Millsap en hann mun því halda áfram hjá liðinu.

Eins og kunnugt er fengu Denver Nuggets til sín Arron Afflalo pg Walter Sharp fyrir reiðufé og framtíðarvalrétt í annarri umferð.

Kínverjinn litli Yao Ming mun ekki spila með Houston Rockets á næsta tímabili en hann hefur verið meiddur stóran hluta af ferli sínum. Ming er búinn að kaupa liðið sem hann spilaði með úti í Kína en það heitir Sanghay Sharks.

Chris Wilcox hefur nú samþykkt boð Detroit Pistons en hann spilaði með Oklahoma og New York á síðasta tímabili.

Matt Barnes samdi við Orlando Magic til tveggja ára en hann spilaði með Phoenix á síðasta leiktímabili.

Jamario Moon hefur samþykkt boð Cleveland Cavaliers en hann er "restricted" svo að Miami Heat, fyrrverandi lið hans geta jafnað tilboðið og fengið hann aftur.

Marqis Daniels mun spila með Boston Celtics á næsta tímabili af minnsta kosti og mun því líklega bakka upp Ray Allen sem er byrjunarliðsskotbakvörður hjá liðinu.

Sacramento fengu svo til liðs viðsig kraftframherjann Sean May, en hann hefur skorað 8,5 stig að meðaltali í leik á ferli sínum.

Aðrar breytingar má sjá hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband