Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Orðrómaheimurinn: Lakers bjóða 27 milljónir dollara í Odom
15.7.2009 | 21:33
LA Lakers hafa boðið 27 milljónir dollara í framherjann Lamar Odom, en hann er samningslaus í sumar. Hann er ekki "restricted". Tökum sem dæmi ef Clippers bjóða 30 milljónir dollara og hann samþykkir það boð geta Lakers ekki jafnað það og fengið hann aftur.
Þá gæti Allen Iverson verið á leiðinni til LA Clippers, nágranna Lakers sem vilja halda Odom en Iverson hefur líka komið til greina hjá Charlotte Bobcats, Miami Heat og Memphis Grizzlies. Hann gæti hugsanlega farið til Clippers þar sem þeim vantar svona stjörnuskotbakvörð en Eric Gordon hefur verið í byrjunarliðinu. Því er nánast eini kosturinn fyrir A.I. að fara til Memphis eða Clippers. Einu staðirnir sem hann gæti fengið að spila á.
Hugsanlegt er að Stephon Marbury fari til Evrópu en hann er samningslaus frá Boston Celtics og ekki hefur neinn aðili haft samband við hann.
Talið er að fyrrum liðsfélagi Marbury's, Nate Robinson sé á leiðinni til Grikklands þar sem hann hefur fengið boð frá Olympiakos. Hins vegar er hann "restricted" og Knicks geta fengið hann til baka með því að jafna tilboð annarra liða.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stærstu leikmannabreytingarnar hingað til
15.7.2009 | 19:34
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Summer League: Spennandi leikir í nótt
15.7.2009 | 11:33
Sex leikir fóru fram í Sumardeildinni í nótt og allir voru þeir spennandi á sinn hátt. Enginn leikur vannst með 10 stigum eða meira nema einn en það var viðureign Golden State Warriors og Chicago Bulls. Leikir næturinnar:
New York 86 - 90 Memphis
Washington 96 - 93 Cleveland
Golden State 95 - 83 Chicago
LA Lakers 74 - 68 Oklahoma
Denver 76 - 78 San Antonio
LA Clippers 88 - 86 New Orleans
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
T-Mac: ,,I'm number 3''
14.7.2009 | 13:29
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frye til Suns
14.7.2009 | 13:05
Phoenix Suns hafa fengið til sín miðherjann/kraftframherjann Canning Frye til tveggja ára og á þeim tíma mun hann græða um 4 milljónir dollara.
Frye skoraði 4,2 stig og reif 2,2 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hann spilaði með Portland Trailblzers. Hins vegar átti hann sitt besta tímabil í New York sem nýliði en þar skoraði hann 12,3 stig og tók 5,7 fráköst að meðaltali í leik. Mikill missir fyrir Portland þar á ferð en loksins kominn maður til að vera alvöru miðherji hjá Suns, en Frye 6-11 eða sirka 2,12 á hæð.
Líkleg uppstilling á liði Suns á næsta leiktímabili:
C - Channing Frye
PF - Amaré Stoudemire
SF - Earl Clark
SG - Jason Richardson
PG - Steve Nash
6 - Leandro Barbosa
7 - Grant Hill
8 - Ben Wallace
9 - Louis Amundson
10 - Alexandar Pavlovic
11 - Goran Dragic
12 - Robin Lopez
Res. Alando Tucker
Res. Danny Green
Res. Taylor Griffin
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðrir tilnefndir slagir:
14.7.2009 | 12:30
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slagur aldarinnar
14.7.2009 | 12:02
Við á nba.blog.is höfum ákveðið að velja þennan margséða slag sem besta slag 21. aldar en slagurinn var á milli Detroit Pistons og Indiana Pacers og meðal annars nefbraut Ron Artest áhorfenda.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Summer League: Fjölmargir leikir fóru fram í nótt
14.7.2009 | 11:25
Fjölmargir leikir fóru fram í Sumardeildinni í nótt en mest spennandi leikurinn var Portland-Toronto en eitthvað lið þurfti að vinna á endanum og það gerðu Toronto.
D-League 96 - 91 Minnesota
Phoenix 95 - 90 Dallas
Portland 87 - 92 Toronto
LA Lakers 82 - 93 LA Clippers
Detroit 69 - 97 Golden State
Milwaukee 91 - 86 Sacramento
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Parker til Cavs-Detroit skiptu út tveimur leikmönnum
14.7.2009 | 11:06
Cleveland Cavaliers hafa gert samning við fyrrverandi risaeðluna Anthony Parker en hann spilaði með Toronto Raptors síðastliðið tímabil. Þar skilaði hann 10,4 stigum, 4,0 fráköstum og 3,4 stoðsendingum.
Detroit Pistons skiptu út leikmönnunum Aron Afflalo, Walter Sharpe og eitthvað af reiðufé til Denver Nuggets fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Hins vegar er sá valréttur einhvern tíma í framtíðinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pargo til Bulls
13.7.2009 | 22:32
Jannero Pargo, sem kemur af NBA-markaðnum hefur samið við Chicago Bulls en hann spilaði með New Orleans Hornets á sínum tíma. Hann átti sitt besta tímabil með Chicago Bulls einmitt en þaðan fór hann til Hornets. Bakvörður upp á 185 og 79,4 kíló.
Eins og áður kom fram átti Pargo sitt besta tímabil með Bulls en skoraði þar 13,5 stig og gaf 3,6 stoðsendingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)