Mikið að gerast þessa dagana

Undanfarna daga hafa leikmenn skipt mikið um lið, þar á meðal Quinten Richardson en hann hefur skipt þrisvar um lið í sumar. Fyrst var honum skipt frá New York Knicks til Memphis Grizzlies fyrir Darko Milicic, síðan var honum skipt þaðan til LA Clippers fyrir Zack Randolph og frá LA til Minnestota Timberwolves fyrir Sebastian Telfair, Craig Smith og Mark Madsen.

Sem kunnugt er samþykkti Jarret Jack tilboð Toronto Raptors en þá mátti Indiana Pacers, fyrrverandi lið hans jafna tilboðið til að fá hann aftur. Þeir gerðu það hins vegar ekki svo Jack er orðinn risaeðla.

Oklahoma Thunder ráku bakvörð sinn Earl Watson á dögunum en hann hefur staðið sig frekar vel undanfarin ár en þá sérstaklega með Seattle Supersonics á leiktímabilinu 2007-2008 en hann hefur skorað 7,3 stig að meðaltali í leik yfir ferilinn.

Utah Jazz jöfnuðu fjögurra ára samning Portland Trailblazers og Paul Millsap en hann mun því halda áfram hjá liðinu.

Eins og kunnugt er fengu Denver Nuggets til sín Arron Afflalo pg Walter Sharp fyrir reiðufé og framtíðarvalrétt í annarri umferð.

Kínverjinn litli Yao Ming mun ekki spila með Houston Rockets á næsta tímabili en hann hefur verið meiddur stóran hluta af ferli sínum. Ming er búinn að kaupa liðið sem hann spilaði með úti í Kína en það heitir Sanghay Sharks.

Chris Wilcox hefur nú samþykkt boð Detroit Pistons en hann spilaði með Oklahoma og New York á síðasta tímabili.

Matt Barnes samdi við Orlando Magic til tveggja ára en hann spilaði með Phoenix á síðasta leiktímabili.

Jamario Moon hefur samþykkt boð Cleveland Cavaliers en hann er "restricted" svo að Miami Heat, fyrrverandi lið hans geta jafnað tilboðið og fengið hann aftur.

Marqis Daniels mun spila með Boston Celtics á næsta tímabili af minnsta kosti og mun því líklega bakka upp Ray Allen sem er byrjunarliðsskotbakvörður hjá liðinu.

Sacramento fengu svo til liðs viðsig kraftframherjann Sean May, en hann hefur skorað 8,5 stig að meðaltali í leik á ferli sínum.

Aðrar breytingar má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband