Nokkur lið ennþá að undirbúa sín fyrstu leikmannaskipti

Þrátt fyrir að mikið sé búið að gerast hjá leikmönnum í félagaskiptum eru þó nokkur lið enn ekki búnir að bæta við sig leikmönnum fyrir utan að hafa fengið nýliða.

Miami eru ekki enn búnir að skipta leikmönnum né semja við leikmann á markaðnum, en hins vegar eru þeir á höttunum eftir Lamar Odom og Allen Iverson en fleiri lið sækjast hins vegar líka eftir Iverson og Odom var kannski að semja við LA Lakers á dögunum.

Portland Trailblazers hafa misst tvo leikmenn, þá Channing Frye og Sergio Rodruigez en Rodruigez fór í skiptum fyrir framtíðarvalrétt í nýliðavalinu og nýliða. Frye fór af markaðnum til Phoenix Suns. Ekki hafa þeir nú verið hluti af stórum skiptum en eitthvað er í gangi hjá þeim til að næla sér í Carlos Boozer eða Leon Powe. Andre Miller er nú líka í myndinni hjá þeim og hafa þeir nú boðið honum þriggja ára samning.

Philadelphia 76ers hafa enn ekki tapað né bætt við sig leikmanni fyrir utan Jrue Holiday sem þeir fengu í nýliðavalinu. Hins vegar skiptu þeir Reggie Evans til Toronto fyrir Jason Kapono en það var áður en úrslitakeppnin kláraðist. Þeir vilja nú fá til sín bakvörðinn knáa Jamaal Tinsley, en hann var rekinn úr herbúðum Indiana Pacers nú á dögunum. Það sýnir að þeir munu líklega ekki halda Miller ef þeir fá til sín Tinsley.

Oklahoma City hafa aðeins rekið Earl Watson og fengið nýliða, þeir munu líklega ekki skipta mikið af leikmönnum út í sumar en liðið ekki mjög gott sem stendur.

New Orleans Hornets hafa ekkert verið í þessum bransa en þeir duttu út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Denver Nuggets og þurfa því að hræra þessu einhvern veginn saman.

Charlotte Bobcats hafa ekkert látið í sér heyra en þeir misstu Sean May til Sacramento Kings fyrir skömmu. Þeir komust ekki í úrslitakeppnina og þarf Larry Brown, þjálfari þeirra alvarlega að fara að gera eitthvað í málunum en eitthvað hefur heyrst af því að Allen Iverson sé á leið til Bobcats.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband