Landry nýkominn frá tannlækninum og klárar Clippers-menn
23.12.2009 | 12:40
Framherjinn Carl Landry missti fyrir nokkru fimm tennur, en nú er hann kominn aftur á klakann og hjálpaði Houston Rockets að sigra lið LA Clippers.
Hann skoraði 27 stig og tók 5 fráköst, auk þess sem hann varði 2 skot frá liði Clippers. Leikurinn fór 108-99 fyrir Rockets, en 10 leikmenn samanlagt skoraði 10 stig eða meira í leiknum.
Eins og margir vita eru Clippers með einn sterkasta sóknarmiðherjann í öllu vestrinu, en í nótt átti Chris Kaman ekki mjög góðan leik, með 29 stig, sem telst þó gott, 7 fráköst, 13 af 21 skoti, 4 villur og 6 tapaðir boltar, sem gera -2 í framlagsstigi.
Úrslit næturinnar munu birtast innan skamms.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wafer inn, Jaric út?
22.12.2009 | 22:32
Samkvæmt vefsíðu www.espn.com er bakvörðurinn Marko Jaric á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid, og að framherjinn Von Wafer sé á leiðinni til Memphis Grizzlies.
Wafer spilaði með Houston Rockets á síðasta leiktímabili, en leikur nú fyrir gríska félagið Olympiacos. Wafer gæti samið til Grizzlies í nótt, en hann er frábær leikmaður sem kemur með mikla orku inn af bekknum.
Jaric hefur ekki spilað mínútu á þessu tímabili og nú er ekkert eftir hjá Grizzlies-liðinu, sem er liðið hans, að borga upp samning hans og láta hann bara flakka, en hann er á stórum samningi, eða rúmum 7 milljónum dollara.
Talað er um að ef Memphis láta hann lausan, þá fari hann rakleiðis til Spánar, en ACB-deildin sem Real Madrid eru í, liðið sem hann fer líklega í, er sterkasta deild Evrópu.
Íþróttir | Breytt 23.12.2009 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Spurs hafa unnið 13 í röð gegn Clippers
22.12.2009 | 12:49
Pacers 81 - 84 Bucks
Magic 104 - 99 Jazz
Bulls 98 - 102 Kings
Spurs 103 - 87 Clippers
Suns 93 - 109 Cavs
Tölurnar
Stig: LeBron James, Cavs, 29 stig.
Fráköst: Andrew Bogut, Bucks, 18 fráköst.
Soðsendingar: Deron Williams, Jazz, 12 stoðsendingar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kings slógu liðsmet
22.12.2009 | 12:40
Aldrei í sögu Sacramento Kings hefur lið þeirra snúið við 35 stiga forskoti og unnið leik, en í nótt gerðu þeir það gegn Chicago Bulls.
Tyreke Evans var svakalegur með 23 stig og 8 fráköst, auk þess sem hann gaf 3 stoðsendingar. Ime Udoka kom sterkur inn af bekknum hjá Kings með 17 stig, en hjá Bulls var Luol Deng stigahæstur með 24 stig.
Tyreke Evans má vera ánægður með leik sinn í nótt, en hann er efstur í tilnefningu um nýliða ársins. Hins vegar eru nýliðar Bulls, Taj Gibson og James Johnson ekki búnir að vera jafn góðir, en Gibson skoraði hins vegar 10 stig og tók 9 fráköst í nótt. Johnson spilaði ekkert í leiknum.
Kings eru nú í 10. sæti vestursins með 13 sigra 14 töp, en Bulls eru í 9. sæti austursins með 10 sigra og 16 töp, sem gæti hugsanlega sýnt það að austurdeildin sé ekki jafn sterk og sú vestanmegin, eða alla vega neðri hlutinn í henni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bogut kláraði Pacers
22.12.2009 | 12:21
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Williams kominn aftur - Hvað þýðir það fyrir Iverson?
21.12.2009 | 21:48
Íþróttir | Breytt 22.12.2009 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úrslit næturinnar
21.12.2009 | 11:53
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins tveir dómarar dæmdu leik Boston og Wolves - NYK unnu Bobcats
21.12.2009 | 11:41
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Raptors - Hornets (umfjöllun)
20.12.2009 | 21:50
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)