Landry nýkominn frá tannlækninum og klárar Clippers-menn

Carl LandryFramherjinn Carl Landry missti fyrir nokkru fimm tennur, en nú er hann kominn aftur á klakann og hjálpaði Houston Rockets að sigra lið LA Clippers.

Hann skoraði 27 stig og tók 5 fráköst, auk þess sem hann varði 2 skot frá liði Clippers. Leikurinn fór 108-99 fyrir Rockets, en 10 leikmenn samanlagt skoraði 10 stig eða meira í leiknum.

Eins og margir vita eru Clippers með einn sterkasta sóknarmiðherjann í öllu vestrinu, en í nótt átti Chris Kaman ekki mjög góðan leik, með 29 stig, sem telst þó gott, 7 fráköst, 13 af 21 skoti, 4 villur og 6 tapaðir boltar, sem gera -2 í framlagsstigi.

Úrslit næturinnar munu birtast innan skamms.


Wafer inn, Jaric út?

Marko JaricSamkvæmt vefsíðu www.espn.com er bakvörðurinn Marko Jaric á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid, og að framherjinn Von Wafer sé á leiðinni til Memphis Grizzlies.

Wafer spilaði með Houston Rockets á síðasta leiktímabili, en leikur nú fyrir gríska félagið Olympiacos. Wafer gæti samið til Grizzlies í nótt, en hann er frábær leikmaður sem kemur með mikla orku inn af bekknum.

Jaric hefur ekki spilað mínútu á þessu tímabili og nú er ekkert eftir hjá Grizzlies-liðinu, sem er liðið hans, að borga upp samning hans og láta hann bara flakka, en hann er á stórum samningi, eða rúmum 7 milljónum dollara.

Talað er um að ef Memphis láta hann lausan, þá fari hann rakleiðis til Spánar, en ACB-deildin sem Real Madrid eru í, liðið sem hann fer líklega í, er sterkasta deild Evrópu.


Úrslit næturinnar - Spurs hafa unnið 13 í röð gegn Clippers

Pacers 81 - 84 Bucks
Magic 104 - 99 Jazz
Bulls 98 - 102 Kings
Spurs 103 - 87 Clippers
Suns 93 - 109 Cavs

Tölurnar

Stig: LeBron James, Cavs, 29 stig.
Fráköst: Andrew Bogut, Bucks, 18 fráköst.
Soðsendingar: Deron Williams, Jazz, 12 stoðsendingar.


Kings slógu liðsmet

Tyreke Evans skoraði 23 stig í nóttAldrei í sögu Sacramento Kings hefur lið þeirra snúið við 35 stiga forskoti og unnið leik, en í nótt gerðu þeir það gegn Chicago Bulls.

Tyreke Evans var svakalegur með 23 stig og 8 fráköst, auk þess sem hann gaf 3 stoðsendingar. Ime Udoka kom sterkur inn af bekknum hjá Kings með 17 stig, en hjá Bulls var Luol Deng stigahæstur með 24 stig.

Tyreke Evans má vera ánægður með leik sinn í nótt, en hann er efstur í tilnefningu um nýliða ársins. Hins vegar eru nýliðar Bulls, Taj Gibson og James Johnson ekki búnir að vera jafn góðir, en Gibson skoraði hins vegar 10 stig og tók 9 fráköst í nótt. Johnson spilaði ekkert í leiknum.

Kings eru nú í 10. sæti vestursins með 13 sigra 14 töp, en Bulls eru í 9. sæti austursins með 10 sigra og 16 töp, sem gæti hugsanlega sýnt það að austurdeildin sé ekki jafn sterk og sú vestanmegin, eða alla vega neðri hlutinn í henni.


Bogut kláraði Pacers

Milwaukee Bucks vann í nótt nauman sigur á Indiana Pacers, 81-84, en Andrew Bogut skoraði 31 stig, sem er "career high" hjá Bogut. Þá reif hann niður 18 fráköst og Michael Redd skoraði 14 stig. Hjá Pacers var það Roy Hibbert með 16 stig og 7 fráköst, en...

Williams kominn aftur - Hvað þýðir það fyrir Iverson?

Bakvörðurinn Lou Williams er snúinn aftur eftir meiðsli og var með 6 stig og 4 stoðsendingar í leik Philadelphia 76ers gegn LA Clippers á laugardaginn. Allen Iverson hins vegar situr á hliðarlínunni um þessar mundir, en hann er meiddur á hné og á öxl....

Úrslit næturinnar

Raptors 98 - 92 Hornets Grizzlies 102 - 96 Nuggets Celtics 122 - 104 Wolves Pistons 81 - 93 Lakers Heat 95 - 102 Blazers Mavs 102 - 95 Cavs Knicks 98 - 94 Bobcats

Aðeins tveir dómarar dæmdu leik Boston og Wolves - NYK unnu Bobcats

Einungis tveir dómarar dæmdu leik Boston Celtics og Minnesota Timberwolves í nótt, en fleiri komust ekki leiðar sinnar vegna illveðurs. Boston unnu viðureignina með 16 stigum, 114-122. Þá unnu New York Knicks tæpan sigur á Charlotte Bobcats, 98-94, en...

Raptors - Hornets (umfjöllun)

Leikur Toronto Raptors og New Orleans Hornets var í þann veginn að klárast, en Raptors unnu þægilegan sex stiga sigur, 98-92. Hornets komust aldrei nema 5 stigum yfir og Chris Bosh var í miklu stuði hjá Raptors. Fáir leikmenn Hornets náðu sér á strik, en...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband