Bonner handleggsbrotinn

Matt Bonner er handleggsbrotinnMiðherji San Antonio Spurs, Matt Bonner, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar, en hann brotnaði á hægri handlegg í nótt, gegn Indiana Pacers.

Ekki er vitað hvenær Bonner snýr aftur til leiks, en læknar Spurs munu skoða málið á morgun, að sögn heimasíðu www.nba.com.

Bonner skoraði 7 stig og tók 2 fráköst í nótt á einungis tæpum fimm mínútum. Spurs unnu með einu stigi, 100-99, á AT&T Center.

Mikill missir fyrir Spurs þarna á ferð, en Bonner er með 8,4 stig og 4,5 fráköst, sem komið er alla vega.


Úrslit næturinnar - Duncan kláraði Pacers

San Antonio Spurs unnu Indiana Pacers með einu stigi á AT&TCenter. Tim Duncan tróð í andlitið á Roy Hibbert þegar 4,9 sekúndur voru eftir, eða svo, og kom Spurs yfir með stigi. Þá átti T.J. Ford erfitt þriggja stiga skot, en það geigaði, og Spurs unnu með einu stigi, 100-99.

Magic 92 - 83 Blazers
Bobcats 102 - 110 Jazz
Sixers 107 - Clippers 112
Bulls 101 - 98 Hawks
Nets 84 - 103 Lakers
Rockets 95 - 90 Thunder
Bucks 95 - 96 Kings
Spurs 100 - 99 Pacers
Suns 121 - 95 Wizards


Carl Landry tannbrotinn

Carl Landry er fimm tönnum fátækari en í gærFramherji Houston Rockets, Carl Landry, tannbrotnaði í leik gegn Dallas Mavericks í nótt, en hann lenti í samstuði við Þjóðverjann Dirk Nowitzki.

Landry missti fimm tennur, en Nowitzki keyrði að körfunni, dúndraði olnboganum óvart í munn Landry og hann tannbrotnaði. Meðal annars festust tvær tennur Landry í olnboga Nowitzki, en Nowitzki og Landry yfirgáfu báðir leikinn.

Landry skoraði einungis 2 stig í leiknum, en hann spilaði bara 6 og hálfa mínútu í honum. Hann er með 16,0 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu.


Úrslit næturinnar

Raptors 118 - 95 Nets
Hawks 96 - 83 Jazz
Celtics 97 - 98 Sixers
Cavs 85 - 82 Bucks
Grizzlies 107 - 94 Pacers
Wolves 112 - 96 Kings
Hornets 98 - 92 Nuggets
Knicks 95 - 91 Clippers
Thunder 109 - 98 Pistons
Mavs 108 - 116 Rockets
Warriors 109 - 118 Wizards


Thunder unnu Pistons (umfj.)

Detroit Pistons heimsóttu Oklahoma City Thunder í nótt og var spilaður skemmtilegur leikur þar. Detroit byrjuðu mun betur, en Rodney Stuckey var sjóðandi heitur í fyrsta en Pistons leiddu eftir hann, 24-27. Kevin Durant aftur á móti fór að taka sig saman...

Spennandi leikur í Boston

Í nótt fór fram svakalegur leikur en þar mættust Philadelphia 76ixers og Boston Celtics. Celtics voru yfir allan leikinn og voru komnir 15 stigum yfir í öðrum leikhluta, en í hálfleik gerðist eitthvað með lið Sixers sem minnkuðu jafnt og þétt muninn og í...

Wizards munu ekki skipta leikmanni fyrr en Miller snýr aftur

Samkvæmt heimasíðu www.espn.com munu Washington Wizards ekki skipta leikmanni fyrr en framherjinn Mike Miller snýr aftur eftir meiðsli. Miller er meiddur á kálf en hann mun snúa aftur í kringum jólin eftir mánaðar frí, en hann meiddist í leik gegn San...

Úrslit næturinnar - Óvæntur sigur hjá Miami

Miami Heat unnu óvæntan sigur í nótt gegn Orlando Magic, en í nótt fóru fram þrír leikir. Portland Trail Blazers unnu spennusigur gegn Phoenix Suns, 105-102, þar sem Jerryd Bayless skoraði 29 stig af bekknum, en hann hefur aldrei skorað þetta mikið í...

Njarðvík unnu FSu með fimmtíu stigum

Njarðvík völtuðu yfir FSu í Ljónagryfjunni, en staðan var 99-47. Sannkallað rúst sem þarna er á ferð en Guðmundur Jónsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 17 stig. Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skoruðu 16 stig hvor. Allir hjá Njarðvík spiluðu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband