Iverson missir af leiknum á föstudag

IversonAllen Iverson á að stríða við lítilsháttar meiðsli þessa dagana, en hann mun ekki spila með Philadelphia 76ers á aðfaranótt laugardagsins næstkomandi.

Samkvæmt Twitter-síðu Iverson er hann meiddur á vinstri hné og öxl, en Sixers etja kappi við Boston Celtics á aðfaranótt laugardags og erfitt að sækja sigur þar án hans.

Iverson er með 15,6 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Sixers á tímabilinu, en hann spilaði einnig þrjá leiki með Memphis Grizzlies.


Úrslit næturinnar - Kobe enn og aftur með sigurkörfuna

Kobe Bryant kom LA Lakers á toppinn í allri NBA-deildinni ásamt Boston með flautukörfu gegn Milwaukee Bucks í nótt. Þá unnu Indiana Pacers nauman sigur á Gerald Wallace og félögum í Charlotte, en Pacers eru í 10. sæti austursins.

Hawks 110 - 97 Grizzlies
Pacers 101 - 98 Bobcats
Magic 118 - 99 Raptors
Sixers 101 - 108 Cavs
Nets 92 - 108 Jazz
Bucks 106 - 107 Lakers (OT) 
Wolves 95 - 120 Clippers
Hornets 95 - 87 Pistons
Thunder 86 - 100 Mavs
Nuggets 111 - 101 Rockets
Kings 112 - 109 Wizards
Warriors 91 - 103 Spurs

LeBron James var óstöðvandi í leik Cavaliers gegn 76ers en hann skoraði 36 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 ráköst. Þá sneri Mareese Speights til baka eftir nokkurra vikna fjarveru, en hann skilaði 1 stigum í sjö stiga tapi Sixers-manna.

Tim Duncan leiddi San Antonio Spurs til sigur gegn Golden State Warriors, en hann skoraði 27 stig og reif  15 fráköst. Þá gaf Tony Parker 8 stoðsendingar og skoraði 12 stig.


Milwaukee Bucks - Los Angeles Lakers


Holiday að festa sig við byrjunarliðið?

Jrue Holiday, sem var í byrjunarliði Philadelphia 76ers á mánudaginn gegn Golden State Warriors. Þá skoraði hann 15 stig, gaf 6 stoðsendingar og reif niður 7 fráköst, ásamt því að hafa stolið 3 boltum. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans lengi og fyrsti sigur Sixers eftir að hafa tapað 12 leikjum í röð.

Holiday er með 5,7 stig, 2,3 stoðsendingar og 1,9 fráköst að meðaltali í leik, en hann var valinn sautjándi í nýliðavalinu af Sixers.

Jrue Holiday semur við Sixers


8-liða úrslit í Subway-bikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit Subway-bikars KKÍ í dag en þar mætti enginn annar en Egill "Gillzenegger" Einarsson til þess að draga og komu nokkrir spennandi leikir upp úr skálinni góðu sem fróðlegt verður að sjá, en erkifjendurnir á Suðurnesjunum, Njarðvík og Keflavík eigast við í Toyota-höllinni í karlaboltanum.

Í kvennaboltanum verður skemmtilegt að sjá hvernig leikur Keflavíkur og Hamars fer, en Hamarsstúlkur slógu út taplausar KR-konur.

8-liða úrslit karla:
Snæfell - Fjölnir
Keflavík - Njarðvík
Tindastóll - Grindavík
Breiðablik - ÍR

8-liða úrslit kvenna:
Fjölnir - Laugdælir
Keflavík - Hamar
Njarðvík - Þór Akureyri
Snæfell - Haukar
 
Leikið verður 16.-18. janúar 2010.

mbl.is Keflavík mætir Njarðvík í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bender til NYK

New York Knicks hafa nælt sér í miðherjann Jonathan Bender, en Bender hefur ekki spilað í NBA-deildinni síðan tímabilið 2005-06. Þá spilaði hann fyrir Indiana Pacers, en þar hefur hann spilað öll 4 árin sem hann leikið hefur í deildinni. Hann er með mjög...

Úrslit næturinnar - Boston með 11 í röð

Sex leikir voru spilaðir í NBA-deildinni í nótt, en Boston Celtics hafa jafnað met tímabilsins með því að vinna ellefu leiki í röð, en LA Lakers gerðu það fyrir skömmu en töpuðu síðan gegn Utah um helgina. Þeir unnu Memphis Grizzlies, 105-110. Paul...

Top 30 Power rankings

2009-10 Power Rankings: Week 7 RANK (LAST WK) TEAM REC. COMMENT 1 (3) Celtics 19-4 It's true that the list of victims during Boston's 10-game win streak won't blow you away. Yet it's also true that seven of the 10 wins were roadies, which always says...

Gæti Hill komist í frægðarhöllinna?

Grant Hill, leikmaður Phoenix Suns, finnst hann eiga það skilið að komast í frægðarhöll NBA, en þangað fara aðeins þeir bestu. Hill hefur verið fínn hjá Suns en hann er með 12,0 stig, er að hirða 6,2 fráköst og er að gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í...

Úrslit næturinnar - LeBron með 44 stig í sigri Cavs

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en Chris Bosh og félagar hjá Raptors unnu góðan digur á Houston Rockets, 101-88. Þá unnu Memphis Grizzlies stórsigur á Miami Heat, þar sem Rudy Gay skoraði mesta á ferli sínum í einum leik, en Heat hafa tapað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband