Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Celtics unnu Magic - Wallace er mættur aftur!

kevin_garnettBoston Celtics heimsóttu Orlando Magic í gærkvöldi og það voru Boston-menn sem höfðu betur, 88-92.

Kendrick Perkins, Rasheed Wallace og Glen Davis héldu Dwight Howard í gólfinu í leiknum, en Wallace sýndi og sannaði að hann væri ennþá frábær leikmaður, en hann skilaði 13 stigum, 2 fráköstum og góðri vörn á Howard af bekknum.

Boston tvídekkuðu Howard ekki í leiknum en þegar hann nálgaðist körfuna var brotið, þar sem hann er afar slök vítaskytta. Howard skoraði einungis 13 stig og tók 12 fráköst í leiknum.

Hjá Boston var Ray Allen stigahæstur með 25 stig, auk þess sem hann tók 7 fráköst en hjá Orlando var Vince Carter stigahæstur með 23 stig.

Stigaskor Magic:

Carter: 23
Nelson: 20
Howard: 13
Redick: 9
Lewis: 6
Gortat: 6
Williams: 5
Pietrus: 4
Barnes: 2

Stigaskor Celtics:

Allen: 25
Pierce: 22
Wallace: 13
Garnett: 8
Davis: 6
Allen: 6
Perkins: 4 


Celtics komnir í úrslit austursins - búnir að sanna sig sem frábært lið

paul_pierceÞað verða því Boston Celtics sem munu takast á við Orlando Magic í úrslitum austurdeildarinnar þetta árið.

Þeir unnu Cleveland Cavaliers í nótt, 94-85, á heimavelli sínum en serían fór 2-4 fyrir Boston.

Kevin Garnett var frábær í leiknum með 22 stig og 12 fráköst, en Rajon Rondo skoraði 21 stig og gaf 12 stoðsendingar. Ray Allen var ekki að finna sig í nótt þar sem hann skoraði aðeins 8 stig, en var með 0/5 í þristum.

Paul Pierce skoraði 13 stig og tók 5 fráköst og svo var það baráttujaxlinn Tony Allen sem kom inn af bekknum með 10 stig, en hann fær verðskuldaðan leiktíma hjá Doc Rivers.

LeBron James skilaði sínu í liði Cavs, en hann skoraði 27 stig, tók 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann og Mo Williams voru einu sem gerðu gagn hjá Cavaliers en Williams skoraði 22 stig og tók 7 fráköst.

 


Boston slátruðu Cavs - komnir í þægilega stöðu

ray_allenBoston Celtics komu, sáu og sigruðu í nótt þegar þeir gersamlega slógu Cleveland Cavaliers út af laginu með 88-120 sigri.

Með sigrinum eru Boston komnir í þægilega stöðu í einvígi liðanna, eða 2-3, og eiga svo heimaleik á morgun þar sem þeir geta klárað seríuna, eða að Cleveland nái að gera oddaleik úr seríunni.

Þetta er stærsta tap Cleveland í úrslitakeppninni frá upphafi, og LeBron James hefur einungis þrisvar sinnum skorað minna í úrslitakeppni, en hann var með 15 stig í nótt.

Ray Allen skoraði 25 stig, og þar á meðal setti hann sex þriggja stiga skot, Paul Pierce átti manaðan leik með 21 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar og Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar.


Lakers, Suns og Magic komin áfram

lakers-vs-magic

Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Orlando Magic eru öll komin í úrslit sínum megin í úrslitakeppninni í NBA-körfuboltanum. Öll unnu þau seríu sína 4-0 (Lakers unnu Jazz, Suns unnu Spurs og Magic unnu Atlanta).

Þá er aðeins ein sería eftir í undanúrslitum Austurdeildarinnar, en ljóst er að Lakers og Suns munu mætast í úrslitum Vestursins. Cleveland Cavalers eru nú jafnir Boston Celtics, 2-2, en næsti leikur í þeirri seríu fer fram í kvöld klukkan 00:00 að íslenskum tíma.


Lakers og Magic komnir í 3-0

dwight_howard_kobe_bryantTveir leikir fóru fram í nótt, Atlanta Hawks gegn Orlando Magic, sem fór 75-105 fyrir Orlando, og Utah Jazz gegn LA Lakers, sem fór 110-111 fyrir Lakers.

Dwight Howard skoraði 21 stig og tók 16 fráköst, en fimm leikmenn Magic skoruðu 10 stig eða meira, Howard, Rashard Lewis (22), Nelson (14), Pietrus (13) og Barnes (11).

Derek Fisher var hetja LA Lakers í leik þeirra gegn Utah Jazz, en hann fékk opið skot þegar 28 sekúndur voru eftir og skoraði þriggja stiga körfu, og hún reyndist ráða úrslitum. Nú eru þeir þeir í þægilegri stöðu, 3-0.


Meistaradeildin í körfubolta: Barcelona - CSKA Moskva

Leikur Barcelona og CSKA Moskva í Meistaradeild Evrópu í körfubolta er nú í gangi. Þriðji leikhluti er rúmlega hálfnaður og Barcelona eru yfir með sjö stigum, 45-38.

Smelltu hér að neðan til að sjá leikinn og þulir leiksins eru auðvitað íslenskir.

http://www.mbl.is/mm/sport/sporttv.html?game_id=66


Tvífarar: Brent Barry og Sverrir Þór Sverrisson

brent_barrysverrir þor sverrisson

Allir tvífarar...


Lið ársins

lebron_james_og_dwight_howardValnefnd íþróttafréttamanna hefur kjörið lið ársins í NBA. LeBron James og Dwight Howard fengu langflestu atkvæðin, og voru nánast fyrirfram komnir í liðið.


 

Lið eitt:

Dwight Howard
Kevin Durant
LeBron James
Kobe Bryant
Dwyane Wade

Lið tvö:

Amare Stoudemire
Dirk Nowitzki
Carmelo Anthony
Deron Williams
Steve Nash

Lið þrjú:

Andrew Bogut
Tim Duncan
Pau Gasol
Brandon Roy
Joe Johnson


Superman leiddi Magic til sigurs - komnir 2-0 yfir

dwight_howardDwight Hward skoraði 29 stig og reif 17 fráköst í nótt þegar Orlando Magic tóku 2-0 forystu í einvígi þeirra gegn Atlanta Hawks, en leikurinn fór 112-98fyrir Magic.

Fjórir leikmenn hjá Magic skoruðu 20 stig eða meira, en það voru þeir Howard, Vince Carter (24 stig), Rashard Lewis (20 stig) og Jameer Nelson (20 stig).

Mike Bibby fann sig engan veginn í leiknum en hann skoraði 3 stig og gaf eina stoðsendingu á 13 mínútum.

Al Horford var stigahæstur hjá Hawks með 24 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst. Jamal Crawford kom næstur á eftir honum með 24 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.


Varnarlið ársins

dwight_howardÞjálfarar NBA-deildarinnar eru búnir að velja varnarlið ársins.

Sá sem hlaut mesta fjölda atkvæða var Dwight Howard, sem kemur ekki á óvart. Rajon Rondo kom svo næstur á eftir honum.

Kobe Bryant, sem valinn var í ár, hefur verið í liðinu síðustu fimm árin, sem er mikill heiður fyrir leikmanninn.

 

 



Svona er liðið:

Dwight Howard - Orlando Magic
Gerald Wallace - Charlotte Bobcats
LeBron James - Cleveland Cavaliers
Kobe Bryant - Los Angeles Lakers
Rajon Rondo - Boston Celtics

Lið númer tvö:

Anderson Varejo - Cleveland Cavaliers
Tim Duncan - San Antonio Spurs
Josh Smith - Atlanta Hawks
Thabo Sefolosha - Oklahoma City Thunder
Dwyane Wade - Miami Heat


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband