Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Stoudemire skoraði 42 - Suns unnu Lakers
24.5.2010 | 12:38
Amaré Stoudemire skoraði 42 stig og tók 11 fráköst fyrir Phoenix Suns í nótt þegar liðið vann sinn fyrsta leik í seríu þeirra og Los Angeles Lakers, 118-109.
Kobe Bryant átti frábæran leik (36 stig, 11 stoð og 9 frák) en ekki dugði hann til þess að vinna leikinn því Suns voru að spila frábæran bolta.
Andrew Bynum skoraði aðeins 2 stig en hann spilaði ekki meira en 7 og 1/2 mínútu.
Stigaskor Suns:
Stoudemire: 42
Lopez: 20
Richardson: 19
Nash: 17
Dragic: 6
Hill: 5
Dudley: 4
Barbosa: 2
Amundson: 2
Frye: 1
Stigaskor Lakers:
Bryant: 36
Gasol: 23
Fisher: 18
Artest: 12
Odom: 10
Brown: 5
Farmar: 3
Bynum: 2
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Celtics "sussuðu" á Howard - komnir með annan fótinn í úrslitin
23.5.2010 | 17:51
Boston Celtics gersamlega tóku Orlando Magic í bakaríið með 94-71 sigri á heimavelli en staðan í seríunni er 3-0 fyrir Celtics.
Glen Davis var stigahæstur hjá Celtics með 17 stig en sex leikmenn í hjá þeim voru með 10 stig eða meira.
Hjá Orlando voru Jameer Nelson og Vince Carter stigahæstir með 15 stig.
Heimamenn í Boston gersamlega niðurlægðu Dwight Howard og miðherjar Celtics fórnuðu öllu til að þagga niður í honum.
Stigaskor Celtics:
Davis: 17
Pierce: 15
R. Allen: 14
Rondo: 11
Garnett: 10
Wallace: 10
Perkins: 6
Finley: 6
T. Allen: 4
Robinson: 1
Stigaskor Magic:
Carter: 15
Nelson: 15
Pietrus: 12
Redick: 9
Howard: 7
Williams: 5
Lewis: 4
Bass: 2
Barnes: 2
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sixers komnir með þjálfara
22.5.2010 | 19:39
Doug Collins samdi í gær við Philadelphia 76ers um að þjálfa liðið næstu fjögur árin að sögn Turner Sports.
Collins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1973 af 76ers og spilaði þar í átta ár.
Hann hefur þjálfafð þrjú lið, Detroit Pistons, Chicao Bulls og Washington Wizards, en hann þjálfaði Michael Jordan í bæði Bulls og Wizards.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kobe með tvöfalda tvennu - Lakers komnir í 2-0
20.5.2010 | 17:05
Kobe Bryant skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar þegar hann og félagar hans hjá LA Lakers unnu 12 stiga sigur á Phoenix Suns 124-112.
Suns náðu aldrei nema tveggja stiga forskoti í leiknum og voru lykilleikmenn þeirra ekki að spila vel. Besti leikmaður Suns var mjög líklega Jared Dudley sem kom með15 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og frábæra vörn af bekknum.
Stigaskor Lakers:
Gasol: 29
Bryant: 21
Artest: 18
Odom: 17
Bynum: 13
Farmar: 11
Brown: 8
Fisher: 7
Stigaskor Suns:
Richardson: 27
Hill: 23
Stoudemire: 18
Dudley: 15
Nash: 11
Lopez: 7
Amundson: 5
Dragic: 3
Barbosa: 3
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá besti sem hefur spilað leikinn?
20.5.2010 | 16:01
Leonard Kevin "Len" Bias (Nóvember 18, 1963 Júní 19, 1986) var einn af bestu leikmönnum sem sést hafa fyrr og síðar í ameríska háskólaboltanum. Í raun einn sá allra besti sem heimurinn hefur séð telja margir körfuboltasérfræðingar.
Hann var valinn annar í nýliðavali NBA deildarinnar árið 1986 þann 17. júní af stórveldinu Boston Celtics, annar á eftir miðherjanum öfluga, Brad Dougherty og á undan hinum magnaða Dražen Petrovic.
Len Bias lést með hræðilegum hætti eftir ofneyslu eiturlyfja einungis tveimur dögum eftir nýliðavalið. Hann er talinn af flestum sérfræðingum besti leikmaðurinn sem hefur aldrei spilað í NBA deildinni.
Bias var ótrúlegur íþróttamaður, gríðarlegur styrkur, snerpa og stökkkraftur (203cm 95kg) með hreint út sagt magnað stökkskot og mjög skapandi leikmaður. Kappinn var oftar en ekki borinn saman við goðsögnina Michael Jordan og það ekki að ástæðulausu. Pilturinn var einnig dagfarsprúður og góður drengur sem hafði þó ótrúlegt drápseðli á vellinum.
Ótímabær dauðdagi hans var mikið reiðarslag fyrir körfuknattleiksheiminn enda var það deginum ljósara að þessi hæfileikaríki leikmaður hefði orðið ein allra mesta stjarna NBA deildarinnar frá upphafi, ef ekki sú mesta.
Til marks um það þá lét Red Auerbach sem þá var framkvæmdastjóri Boston Celtics þau orð falla að Boston borgin hafi ekki orðið fyrir meira áfalli síðan Kennedy forseti var skotinn fyrr en þann dag sem Bias lést. Auerbach fylgdist með leikmanninum í 3 ár og undirbjó það gaumgæfilega að tryggja Boston krafta þessa frábæra leikmanns.Sorgarsaga þessa frábæra íþróttamanns er þörf áminning fyrir okkur öll að hætturnar og freistingarnar leynast við hvert horn. Bias ákvað þarna að prófa hættuleg eiturlyf, lét undan þrýstingi og það kostaði hann lífið. Saga hans er sorgleg en víti til varnaðar, ekki síst fyrir unga íþróttamenn sem eru að halda út í lífið af fullum krafti.ESPN gerði hreint út sagt magnaða heimildarmynd um Bias Whitout Bias sem ég hvet alla körfuboltaáhugamenn til þess að horfa á, algjör skylda! Hér er slóð á þá ágætu síðu www.youtube.com á myndina.
Fyrst tveir partar myndarinnar:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýliðalottóið: Wizards fá fyrsta valrétt
19.5.2010 | 20:12
Washington Wizards unnu nýliðalottóið óvænt í NBA-deildinni í gær en þeir lentu í fjórtánda sæti Austurdeildarinnar í vetur.
Búist var við að New Jersey Nets myndu vinna fyrsta réttinn en þeir lentu í allra síðasta sæti deildarinnar með vinningstöluna 12/70.
Wizards munu því líklega velja bakvörðinn John Wall en hann spilaði fyrir Kentucky-háskólann og skoraði 16,5 stig, gaf 6,5 stoðsendingar og tók 4,3 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu.
Spá um fyrstu 14 völin (www.nbadraft.net):
1. Wizards: John Wall
2. 76ers: Evan Turner
3. Nets: Derrick Favors
4. Timberwolves: Wes Johnson
5. Kings: DeMarcus Cousins
6. Warriors: Al-Faroug Aminu
7. Pistons: Greg Monroe
8. Clippers: Patrick Patterson
9. Jazz: Cole Aldrich
10. Pacers: Xavier Henry
11. Hornets: Donatas Motiejunas
12. Grizzlies: Avery Bradley
13. Raptors: Ed Davis
14. Rockets: Hassan Whiteside
Öll spáin
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pierce setti 28 - Celtics komnir í 0-2
19.5.2010 | 16:43
Boston Celtics eru komnir í þægilega stöðu í einvígi þeirra gegn Orlando Magic eftir annan sigurinn í röð á heimavelli Magic.
Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Celtics og var stigahæstur hjá þeim en Dwight Howard átti góðan sóknarleik í nótt þar sem hann skoraði 30 stig og tók 8 fráköst.
Stigaskor Magic:
Howard: 30
Carter: 16
Redick: 16
Nelson: 9
Barnes: 6
Lewis: 5
Pietrus: 5
Williams: 3
Gortat: 2
Stigaskor Celtics:
Pierce: 28
Rondo: 25
Garnett: 10
Perkins: 10
Davis: 8
Wallace: 6
Allen: 4
Allen: 4
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikjadagskrá í undanúrslitum NBA-deildarinnar
18.5.2010 | 16:58
Los Angeles Lakers-Phoenix Suns
1. Mánudagur, 17. maí 2010, Staples Center
2. Miðvikudagur, 19. maí 2010, Staples Center
3. Sunnudagur, 23. maí 2010, U.S. Airways Center
4. Þriðjudagur, 25. maí 2010, U.S. Airways Center
5. Fimmtudagur, 27. maí 2010, Staple Center - Ef til þarf
6. Laugardagur, 29. maí 2010, U.S. Airways Center - Ef til þarf
7. Mánudagur, 31. maí 2010, Staple Center - Ef til þarf
Orlando Magic-Boston Celtics
1. Sunnudagur, 16. maí 2010, Amway Arena
2. Þriðjudagur, 18. maí 2010, Amway Arena
3. Laugardagur, 22. maí 2010, Boston Garden
4. Mánudagur, 24. maí 2010, Boston Garden
5. Miðvikudagur, 26. maí 2010, Amway Arena
6. Föstudagur, 28. maí 2010, Boston Garden
7. Sunnudagur, 30. maí 2010, Amway Arena
Heimavellir
Los Angeles Lakers:Staples Center
Phoenix Suns: U.S. Airway Center
Orlando Magic: Amway Arena
Boston Celtics: Boston Garden
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvífarar: Steve Nash og Graham Alexander
18.5.2010 | 16:26
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kobe setti 40 - Lakers komnir í 1-0
18.5.2010 | 16:15
Kobe Bryant skoraði 40 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í nótt þegar Los Angeles Lakers unnu fyrsta leikinn í seríu Lakers og Phoenix Suns, 128-107.
Lakers eru því komnir í 1-0 forystu í seríunni og þurfa að vinna þrjá leiki í viðbót til þess að fara í lokaúrslit deildarinnar en næsti leikur er í Los Angeles, eins og þessi, svo fara tveir leikir fram í Phoenix og svo er einn og einn heimaleikur ef til þarf.
Eins og fyrr segir var Kobe Bryant með 40 stig, en bekkur Lakers var hörku góður, en Lamar Odom skilaði 19 stigum, Jordan Farmar 10 og Shannon Brown 9.
Phoenix-liðið var frekar dauft í dálkinn en Amare Stoudemire var stigahæstur hjá þeim. Hann skoraði 23 stig en tók einungis þrjú fráköst.
Stigaskor Lakers:
Bryant: 40
Gasol: 21
Odom: 19
Artest: 14
Farmar: 10
Brown: 9
Fisher: 5
Bynum: 4
Powell: 2
Walton: 2
Stigaskor Suns:
Stoudemire: 23
Richardson: 15
Lopez: 14
Nash: 13
Dragic: 13
Barbosa: 11
Hill: 7
Dudley: 5
Frye: 3
Amundson: 3
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)