Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Úrslit næturinnar - Gaines heldur áfram að koma á óvart

Sundiata GainesUtah Jazz tóku á móti Cleveland Cavaliers í nótt. Nýliðinn úr D-League, Sundiata Gaines, skoraði 9 stig í leiknum og gaf 1 stoðsendingu, en Deron Williams meiddist á rist í leiknum.

Jazz áttu innkast og voru tveimur stigum undir (94-96) þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Kyle Korver fékk boltann, gaf á Ronnie Price, Ronnie gaf á Gaines og hann setti "buzzerinn" niður og þeir unnu leikinn, 97-96.

Þá mættust liðin tvö sem mættust í fyrra í æsispennandi seríu í úrslitakeppninni, Boston Celltics og Chicago Bulls.

Bulls voru mun betri allan leikinn, nema á einum kafla sem Boston voru komnir nálægt þeim í fjórða leikhluta, en annars voru þeir betri allan leikinn.

Leikurinn fór 83-96 fyrir Bulls, en þeir voru með fleiri stig í teignum en Boston, en leikurinn fór 42-48 í teignum fyrir Bulls-mönnum. Stigahæsti leikmaður Boston var Paul Pierce, með 20 stig, en hjá Bulls var Luol Deng stigahæstur með 25 stig.


Fær Gaines nýjan samning hjá Jazz?

Sundiata GainesBakvörðurinn Sundiata Gaines fékk nýverið tíu daga samning hjá Utah Jazz, og hefur nýtt sér alla fjóra leikina og allar 37 mínúturnar (9,3 mín a.m.t. í leik) sem hann hefur spilað til að gera góða hluti og sanna sig.

Hann er með 3,0 stig að meðaltali í leik og er með 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann er frá Georgia háskólanum og stóð sig með prýði þar. Í neðandeild NBA (NBA D-League) var hann með um það bil 27 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar.

Nú er spurning hvort hann komist á samning hjá Utah um að leika fyrir þá út tímabilið, eða annan tíu daga samning. Annars mun hann líklega fara til neðandeildarliðsins Utah Flash, en Jazz-menn eiga það lið.


Úrslit næturinnar - Big Al átti stórleik í tapi T'Wolves

DeJuan átti stórleik í nótt.Miðherjinn Al Jefferson spilaði tæpar 50 mínútur í þríframlengdum leik Minnesota Timberwolves og Houston Rockets í nótt, og hann nýtti hverja einustu mínútu, en hann skoraði 26 stig og reif 26 fráköst í nótt. 

Corey Brewer, leikmaður Wolves jafnaði leikinn með flautukörfu frá miðju og setti hann í framlengingu. Eftir það voru Rockets betri, en Wolves-menn náðu einhvern veginn alltaf að jafna í lokin. Í þriðju framlengingu voru Rockets miklu betri og unnu sex stiga sigur, 120-114.

Fleiri miðherjar áttu frábæran leik, til dæmis nýliði SA Spurs, DeJuan Blair, sem  skoraði 28 sig og tók 21 frákast, Dirk Nowitzki, sem skoraði 30 stig og tók 16 fráköst (hann er hins vegar ekki miðherji) og Samuel Dalembert, leikmaður Philadelphia 76ers, en hann tók 21 frákast g skoraði 12 stig.

New Yrk og San Antonio unnu bbæði nauma sigra, en Greg Popovich hvíldi Tim Duncan í leik Spurs gegn Oklahma Thunder, sem þeir unnu í framlengingu, 108-109. Knicks unnu 92-93 útisigur á Philadelphia 76ers, en David Lee var maður leiksins með 24 stig og 9 fráköst.

Dirk Nowitzki var fyrsti evrópski leikmaðurinn til að rjúfa 20.000 stiga múrinn, en sá 34. í sögu NBA-deildarinnar. Lakers unnu leik þeirra í nótt gegn Dallas, 95-100. Kobe Bryant skoraði aðeins 10 stig á 35 mínútum, en hann var lítils háttar meiddur.

Úrslitin eru eftirfarandi:

Atlanta 94-82 Washington
Indiana 122-114 Phoenix
Philadelphia 92-93 New York
New Jersey 87-111 Boston
New Orleans 108-94 LA Clippers
Oklahoma 108-109 San Antonio
Houston 120-114 Minnesota
Denver 115-97 Orlando
Portland 120-108 Milwaukee
Golden State 102-115 Miami
Dallas 95 - 100 Los Angeles Lakers

Blake Griffin mun ekki spila á tímabilinu

Blake GriffinFram kom á vefsíðu www.nba.com fyrir örfáum mínútum að nýliðinn Blake Griffin muni ekki spila á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann er á leiðinni í.

Vonir Griffin um að rita nafn sitt í sögubækurnar sem nýliði ársins eru þá úti og verður Tyreke Evans líklegast viðtakandi nýliðabikarsins.

Griffin mun þá koma sterkur inn á næsta tímabili, en ef Clippers-menn komast í úrslitakeppnina, þá gæti hann hugsanlega komist í liðið þá ef hann verður tilbúinn.

Blake átti a koma aftur í janúar, en nú mun hann gangast undir þessa hnéaðgerð og mun ekki spila meira.


Úrslit næturinnar - Spurs fóru illa með Lakers

Spurs tóku á móti Lakers í nótt.San Antonio Spurs tóku á móti Kobe Bryant og félögum úr Los Angeles. Lakers-menn voru án Pau Gasol, en aftur á móti voru þeir Michael Finley og Matt Bonner.

Leikurinn var allan tímann í höndum Spurs-manna, en bakvörðurinn George Hill stal eitt sinn boltanum af Kobe og Kobe þóttist vera meiddur á meðan Hill tróð boltanum í körfuna.

Heimamenn unnu verðskuldaðan 20 stig sigur, 105-85. Kobe Bryant yfirgaf völlinn í fjórða leikhluta vegna ekki neins.

Stigahæsti leikmaðurinn í nótt var framherjinn Stephen Jackson, leikmaður Charlotte Bobcats, með 43 stig. Tröllið Dwight Howard tók flestu fráköstin, eða 16 stykki og snillingurinn í LA Clippers, Baron Davis, gaf 12 stoðsendingar, en hann var stoðsendingahæstur í nótt.

 

Úrslitin eru eftirfarandi:

Charlotte 102-94 Houston
Washington 90-99 Detroit
Sacramento 88-109 Orlando
San Antonio 105 - 85 Los Aneles Lakers
Memphis 104 - 102 Los Angeles Clippers

Dallas fá Najera

Shawne WilliamsNew Jersey Nets sendu Eduardo Najera til Dallas Mavericks í dag fyrir skotbakvörðinn Shawne Williams og kraftframherjann Kris Humphries.

Humpries er með 5,2 stig og 3,8 fráköst, en Williams var með 2,8 stig og 3,1 frákast að meðaltali í leik á síðasta tímabili, en hann hefur ekkert spilað á þessu leiktímabili.

Najera er með 3,8 stig og 2,9 fráköst a meðaltali í leik á þessu tímabili, á 15,7 mínútum í leik.


Hilton Armstrong til Kings

Hilton ArmstrongMiðherjinn Hilton Armstrong var í gær sendur frá New Orleans Hornets til Sacramento Kings fyrir nýliðavalrétt í annarri umferð árið 2016. Einnig sendu Kings reiðufé til Hornets-manna.

Hornets eru væntanlega að losa um launaþak sitt fyrir sumarið sem er í vændum en margir eru í boði þá, Richard Jefferson, LaBron James, Chris Bosh, David Lee og Kobe Bryant, svo fáir séu nefndir.

Armstrong er með 2,4 stig og 3,4 fráköst að meðaltali í leik á þessu leiktímabili.


Úrslit næturinnar

Rajon Rondo skoraði 26 stig í nótt.Með Joe Johnson í broddi fylkingar unnu Atkanta Hwks mikilvægan útisigur á Boston Celtics. Boston voru án þriggja mmikilvægra leikmanna, Marquis Daniels, Kevin Garnett og Rasheed Wallace. Þá hvíldi Doc Rives skotbakverðina B.J. Walker og og J.R. Giddens og Bill Walker.

Boston voru yfir nánast allan tímann, en þeir komust mest 14 stigum yfir, en með 36 stig frá Joe Johnson og 17 stigum og 6 stoðsendingum frá Jamal Crawford náðu þeir að snúa hlutunum við og vinna sex stig sigur, 96-102.
 
Indiana 105-101 Toronto
Philadelphia 96-92 New Orleans
Chicago 120-87 Detroit
Oklahoma 106-88 New York
Denver 105-94 Minnesota
Phoenix 105-101 Milwaukee
Utah 118-89 Miami
Cleveland 117-114 Golden State
Boston 96 - 102 Atlanta

Njarðvíkingar unnu ÍR stórt

Nick BradfordNick Bradford lék sinn fyrsta leik með liði Njarðvíkur í gærkvöldi og var heldur betur að standa sig því hann var með 16 stig og 4 fráköst. Stigahæstir Njarðvíkinga voru þeir Guðmundur Jónsson og Kristján Rúnar Sigurðsson sem skoruðu 19 stig, auk þess sem Kristján gaf 4 stoðsendingar.

Leikurinn fór 113-93 fyrir heimamönnum í Njarðvík, en nokkrir ÍR-ingar náðu sér á strik í leiknum. Nýi kanninn þeirra, Michael Jefferson, skoraði 18 stig en stigahæstur og bestur í liði ÍR-inga var Nemanja Sovic.

Úrslit úr öðrum leikjum er hægt að sjá hér.


Úrslit næturinnar - Brown skoraði frá miðju

 Shannon Brown skoraði ótrúlega lokakörfu í þriðja leikhluta gegn Milwaukee Bucks, en LA Lakers unnu leikinn, 95-77.

Toronto 107-114 Boston
Washington 110-115 New Orleans
LA Clippers 94-84 Miami
San Antonio 97-85 New Jersey
LA Lakers 95-77 Milwaukee
Cleveland 94 - 106 Portland
Stig: LeBron James, Cavs, 41 stig.
Fráköst: Andrew Bynum, Lakers, 18 fráköst.
Stoðsendingar: Chris Paul, Hornets og Baron Davis, Clippers, báðir 14 stoðsendingar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband