Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Robinson semur við Knicks

Bakvörðurinn Nate Robinson hefur ákveðið að framlengja samning sinn við New York Knicks, en hann hefur gengið í gegnum margt í sumar, meðal annars að hafa verið handtekinn. Hann mun í kvöld eða snemma á morgun semja til eins árs við Knicks en mikill léttir fyrir Knicks að vera búnir að ná samkomulagi við leikmanninn. Robinson vann troðslukeppnina á síðasta tímabili með stæl!

Nú er spurning hvert David Lee fari en hann mun líklegast snúa aftur til Knicks eins og Robinson. Lee var stór partur í liði Knicks á liðnu tímabili sem og Nate Robinson og munu líklega gera það aftur.


James White til Nuggets

Houston Rockets hafa skipt framherjanum James White til Denver Nuggets fyrir Axel Hervelle, en Hervelle hefur spilað í Evrópu, þar á meðal með Real Madrid. Hervelle var valinn af Denver í nýliðavalinu árið 2005, þá númer 52 en það er í annarri umferð valsins.

White er fínasti leikmaður en hann er kannski ekki sá hæfileikaríkasti. Það sem gerir hann ágætisleikmann er stökkkraftur og troðslur, en hann skoraði tæp 9 stig að meðaltali í leik á meistaratímabili San Antonio Spurs árið 2007.


(Axel Hervelle.)


Felton loksins aftur til Bobcats

Charlotte Bobcats hafa samið við bakvörðinn knáa Raymond Felton til eins árs. Felotn hefur verið leiðtogi Bobcats undanfarin tvö ár með Gerald Wallace og síðast en ekki síst Emeka Okafor, en honum var skipt til New Orleans Hornets í sumar fyrir miðherjann Tyson Chandler.

Felton hefur nú upplifað ævilangt sumar eins og Allen Iverson, en hann fór á dögunum til Memphis Grizzlies. Samningur þessi er upp á 5,5 milljónir dollara en það er meira en Allen Iverson fær á sama tíma og Felton.

Felton skoraði 14,2 stig, gaf 6,7 stoðsendingar og tók 3,8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en það telst mjög góður árangur og gæti vel verið að hann mundi komast í stjörnuleikinn ef það væru ekki svona margir geggjaðir leikmenn.


Skjótið á leikina!

27. október
Celtics - Cavs
Wizards - Mavs
Rockets - Blazers
Clips - Lakers

28. október
Pacers - Hawks
Sixers - Magic
Cavs - Raptors
Bobcats - Celtics
Knicks - Heat
Pistons - Grizz
Nets - Wolves
Kings - Thunder
Hornets - Spurs
Jazz - Nuggets
Rockets - Warriors
Suns - Clips

29. október
Spurs - Bulls
Nuggets - Blazers

30 október
Knicks - Bobcats
Bucks - Sixers
Wisards - Hawks
Bulls - Celtics
Thunder - Pistons
Heat - Pacers
Raptors - Grizz
Cavs - Wolves
Magic - Nets
Kings - Hornets
Clips - Jazz
Warriors - Suns
Mavs - Lakers

Viljum endilega fá athugasemdir, skjótum á leikina......


Mavericks með nýja búninga

ept_sports_nba_experts-26574417-1253554096
ept_sports_nba_experts-62737516-1253549975


Skjótið á leikina!

Nýr tengiliður er kominn á nba.blog.is að nafni "Tippað á nba.blog.is!" og er hægt að sjá þann tengilið og skjóta á leikina í "Tenglar" og einnig kemur hé á síðunni, kannski mánaðarlega :)


Bogans til SA Spurs

Keith Bogans hefur verið fenginn til San Antonio Spurs til að fylla í skarð Bruce Bowen en Bowen lagði keppnisskóna á hilluna fyrir stuttu. Bogans sem var valinn nr. 64 í nýliðavalinu árið 2003 er fínn varnarmaður og mun gera eins árs samning við liðið nú á næstu dögum eða klukkustundum.

Bogans stóð sig með ágætum hjá Milwaukee Bucks í vetur, en þangað var honum skipt eftir hálft tímabil frá Orlando Magic fyrir Tyronn Lue, hann skoraði 5,6 stig og gaf 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili en það var hjá báðum liðum.

Aðeins hjá Bucks skoraði hann 6,0 stig, hirti 3,2 fráköst og gaf 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik, auk þess sem hann var með 93,9% vítanýtingu á síðasta tímabili.

Hann kemur til með að spila 13 mínútur í leik á móti Richard Jefferson en hann mun þá taka um 35 mínútur ef þeir eru einu sem munu deila framherjastöðunni, ef Marcus Williams fer aftur í "D-League" sem hann gerir líklega munu þeir örugglega deila henni.


Diaw meiddur á ökkla

Leikmaður Charlotte Bobcats, Boris Diaw meiddist á ökkla með franska landsliðinu á EM og mun því líklega missa eitthvað úr æfingamótinu sem hefst í október, en þar fá þeir bestu ekki mikið að spila, því það er verið að þjálfa lakari leikmenn upp en annars er bara verið að gera byrjunarliðsmennina tilbúna og koma þeim í hlaupaform.

Diaw hefur staðið sig vel með Bobcats og skoraði 15,1 stig og reif 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann var heldur síðri hjá Phoenix Suns, en hann hóf tímabilið með því liði.


(Diaw í leik með PHX.)


Spánverjar burstuðu Serba

Pau Gasol og félagar unnu í gærkvöld Serba og urðu þar með Evrópumeistarar. Pau Gasol var hrikalegur og setti 18 stig og tók 11 fráköst í leiknum, auk þess sem hann varði 3 skot. Hjá Serbunum var Krstic bestur með 12 stig og 4 fráköst, en þó ekki stigahæstur þeirra, en það voru þeir Uros Tripkovic og Novica Velickovic með sín hvor 15 stigin.

Spánverjar hafa ekki unnið EM áður en hafa þó hafnað í öðru sæti nokkrum sinnum. Spánverjar eru nú sterkasta þjóð heimsins, en þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og nú Evrópumeistarar, en LBJ og félagar eia hins vegar ekki kost á að vinna EM, en þeir eru ekki frá Evrópu.


Spánverjar að vinna í hálfleik

Fyrri hálfleikur úrslitaleiks EM er nú liðinn og eru Spánverjar að mala keppinauta sína, en þeir eru Serbar. Staðan er 52-29 og Pau Gasol er búinn að vera í stuði og er búinn að troða tveimur "alleyooptroðslum" niður, en hann er með 14 stig og 8 fráköst og er stigahæstur Spánverja og auk þess er hann stigahæsti leikmaður leiksins.

Serbar hafa ekki náð sér á strik en þeir pressuðu hins vegar vel á Spánverjana í lok fyrsta fjórðungs. Stigahæsti leikmaður þeirra er Uros Tripkovic með 10 stig.


(Uros Tripkovic hefur staðið
sig með ágætum í leiknum
sem og á mótinu.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband