Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Jackson vill fara frá Warriors

Golden State Warriors eru nú að hugleiða það að skipta framherjanum Stephen Jackson til annars liðs, en Jackson kostar 7,4 milljónir og það passar inn í launaþakið að skipta Jackson og Acie Law Iv fyrir Emmanuel Ginobili og Dwayne Jones, en þeir fengu hann til sín á dögunum úr Austin Toros sem er svokallað varalið Spurs. Jackson er frábær leikmaður sem er geggjuð þriggja stiga skytta og passar einnig inn í launaþakið að skipta Jackson til Houston Rockets fyrir Shane Battier og Aaron Brooks.

Warriors gætu eins og fyrr segir fengið hæfileikaríka leikmenn fyrir hann en þeir eru ekki pottþéttir með að geta skipt honum því flest lið hafa alveg örugglega heyrt um móralinn hans, og öll húðflúrin, sérstaklega á bringunni.


Deng líður vel - Vujacic kominn úr klippingu

Fram kom á heimasíðu ESPN.com að enski framherjinn Luol Deng sé tilbúinn í að taka stöðu sína að sér aftur og hann mun vinna hana vel segir hann, en Deng spilaði aðeins 49 leiki á liðnu tímabili vegna meiðsla. Hann mun líklega spila um það bil 15-20 mínútur að meðaltali í leik á æfingamótinu en bestu mennirnir eru ekki vanir að spila mikið í því. Hann þarf aftur á móti smá tíma til að venjast leik nýrra leikmanna því að hann hefur ekki æft neitt með þeim og síðan þarf hann að komast í hlaupaform á ný.

 

Sasha Vujacic er samkvæmt ESPN.com búinn að láta klippa hárið á sér og mun koma 400 grömmum léttari inn í komandi tímabil. Kannski missir hann eitthvað úr skotfimni sinni en líklegast verður hann sami maðurinn og í fyrra.


Bosh meiddur

 Miðherjinn Chris Bosh meiddist aftan á vinstra læri á dögunum. Hann mun því ekki æfa með liðinu fyrr en í byrjun október og mun ekki vera mikið með í æfingaleikjum liðs síns, Toronto Raptors. Meiðslin áttu sér stað á æfingu hjá Raptors í gær.

Gæti þetta því haft áhrif á liðið því Hedo Turkoglu sem kom til liðsins í sumar hefur ekki aðlaðast leik liðsins og fær hvíld í nokkra daga. Fleiri nýir menn eru á leikmannalista þeirra og þurfa þeir einnig að venjast leik Raptors með tveim bestu leikmönnum liðsins.


Verður Bosh áfram í Raptors?

Fram kemur á vefsíðunni ESPN.com að miðherjinn Chris Bosh muni líklega halda áfram með liði sínu, Toront Raptors ef liðið kemst í úrslitakeppni komandi tímabils. Leikmaðurinn er samningslaus að ári og getur hann þá farið hvert sem hann vill án þess að Raptors geti jafnað boð annarra liða og fengið hann umsvifalaust til baka.

Þeir eiga hins vegar möguleika á mörgum öðrum hæfileikaríkum kraftframherjum og miðherjum ef Bosh fer, en þá erum við að tala um menn eins og Amaré Stoudemire, Al Harrington, Jermaine O'neal, Chris Wilcox, Kenyon Martin og fleiri.

Liðsfélagar Bosh segja að honum líði vel í Toronto og vilji vera þar eins lengi og hann geti en hann var valinn fjórði af Raptors í nýliðavalinu árið 2003. Hann byrjaði hins vegar feril sinn ekki vel og skoraði aðeins rúm 11 stig að meðaltali í leik, en hefur tekið miklum framförum síðan.


(Bosh í leik með Raptors.)


Lee búinn að endurnýja við Knicks

Framherjinn sterki David Lee hefur endurnýjað samning sinn við lið sitt, New York Knicks en hann var samningslaus í sumar og kemur einmitt aftur fyrir æfingamótið sem hefst í október. Hann fær 8 milljónir dollara á einu tímabili sem er rúmlega tvöfalt meir en Allen Iverson fær á þeim tíma.

Þessi 26 ára framherji var með flestar tvennurnar á síðasta tímabili, en hann var með 65 slíkar. Lee er frábær leikmaður og kemur til með að verða enn betri í framtíðinni, en hann er mjög vanmetinn og hefur alltaf verið það.

Nate nokkur Robinson sem einnig hefur samið við Knicks á ný hefur trú á því að liðið nái alla leið í úrslitakeppnina og má hann því anda léttar því Lee hefur bæst í hópinn og mun því hjálpa liðinu mjög við að komast í úrslitakeppnina.

Lee var með 16,0 stig og 11,7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hann gaf einnig 2,1 stoðsendingu í leik á liðnu leiktímabili. Hann varði hins vegar ekki mikið af skotum, en þau voru aðeins 0,3 að meðaltali í leik.


Dampier gæti byrjað á bekknum

Miðherjinn og frábæri varnarmaðurinn, Erick Dampier gæti verið á bekknum fyrstu mínútur leikja Dallas Mavericks í vetur, en þeir ætla að leita til smærri manna, eins og Drew Gooden og Shawn Marion, en orðrómur hefur borist um að Shawn Marion gæti spilað framherja, kraftframherja og miðherja á komandi tímabili.

Dampier hefur staðið sig vel með Dallas undanfarin ár, en reynslugarpurinn er orðinn 34 ára gamall þó að hann sé með 1,2 varin skot að meðaltali í leik. Dampier sem er frábær varnarmaður er með 11,5 milljónir dollara í laun fyrir sinn samningstíma en það fer að minnka því kappinn fer að eldast.

Drew Gooden kom til Dallas í sumar frá San Antonio Spurs en hann fékk ekki stórt tækifæri það þó að hann hafi nýtt það litla tækifæri hjá þeim en Mavs keyptu hann á 1,4 milljónir dollara og gæti það verið gott fyrir þá því þeir þurfa ekki að borga honum mikið og hann gæti verið á leiðinni í byrjunarlið.

Byrjunarlið Dallas gæti verið þannig skipað að Drew Gooden muni spila miðherja, Dirk Nowitzki kraftframherja, Shawn Marion framherja, Josh Howard í skotbakverðinum og Jason Kidd í bakverðinum. Jason Terry mun þá verða sjötti maður og Erick Dampier mun þá koma sterkur inn af bekknum í um það bil 15-20 mínútur í leik.


Robinson heldur að NYK komist í úrslitakeppnina

Bakvörðurinn knái Nate Robinson hefur gefið það út að hann heldur að lið hans, New York Knicks komist í úrslitakeppnina að ári en hann endurnýjaði samning sinn við félagið á dögunum. Robinson var handtekinn í sumar og gæti það haft áhrif á leik hans, en ef svo er ekki þá er hann sennilega búinn að taka framförum síðan á liðnu leiktímabili.

Robinson hefur verið í viðræðum við Knicks undanfarna daga og kom í ljós fyrir skömmu að hann hafi samið við Knicks aftur. Einnig er David Lee án samnings og hann mun semja á næstu misserum við Knicks, en Knicks hafa ekki gert neinar stórbreytingar á liði sínu í sumar.

Robinson mun líklega skipta bakvarðarstöðunni á milli sín og Chris Duhon en þeir gerðu það í fyrra auk þess sem Robinson spilaði eitthvað sem skotbakvörður. Duhon á eitt ár eftir af samningi sínum en hann gæti vel haldið sig við Knicks að ári.

Robinson átti sitt albesta tímabil í fyrra en hann skoraði 17,2 stig, gaf 4,1 stoðsendingu og hirti 3,9 fráköst að meðaltali í leik, en fráköstin eru mjörg mörg miðað við þetta smáan leikmann.


ESPN.com: Murray to sign $1.99M deal

Free-agent guard Flip Murray has reached an agreement in principle to join the Charlotte Bobcats.

Murray and the Bobcats have a one-year deal at the NBA's bi-annual exception of $1.99 million, with a formal signing forthcoming as early as Friday, according to NBA front-office sources.

Murray's agent, Mark Termini, confirmed when reached Thursday by ESPN.com that his client is Charlotte-bound.

After averaging 12.2 points last season as an off-the-bench spark for the Atlanta Hawks, Murray also received interest earlier this month from the Denver Nuggets. But luxury-tax concerns prompted the Nuggets, who on Wednesday traded for Houston's James White, to limit their offer to the $1.1 million veteran minimum.

ESPN.com


Collins til TrailBlazers

Kevin Pritchard, framkvæmdastjóri Portland TrailBlazers gaf það út fyrir stuttu að liðinu vantaði reynsluríkan leikmann, sem hann hefur nú uppfyllt en hann hefur nú fengið miðherjann Jarron Collins til liðsins og mun hann spila með því á æfingatímabilinu. Hins vegar gæti farið svo að hann muni spila með Blazers eitthvað af venjulega leiktímabilinu líka.

Portland eru með mjög ungt lið og einnig efnilegt og nú er komin ágætis reynsla í liðið en áður en Collins kom var einn 33 ára og tveir 29 ára en nú eru tveir 29 ára, einn 33 ára og nú er einn þrítugur en Collins er að verða 31 árs. Hann gæti einnig hellt aðeins upp á sókn Portland manna en hann er mjög fínn sóknarmaður þó að hann sé ekki sterkasti varnarmaðurinn í deildinni.


Dallas munu spila í nýjum varabúningum á komandi tímabili


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband