Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Enn einn Williams-inn í fréttum

Marcus Williams, sem lék með Golden State Warriors í fyrra hefur samið við Memphis Grizzlies til eins árs en ekki hefur verið gefið upp peningana. Þetta er nú þriðji Williams-inn sem er nú í fréttum, en hinir tveir voru Marvin Williams og Jason Williams sem fór til Knicks.

Marcus Willliams byrjaði hjá NewJersey Nets og dvaldi þar í tvö ár og var að spila um 16 mínútur og skora um 6,3 stig að meðaltali í leik á þeim tveimur tímabilum en hjá Warriors spilaði hann aðeins 6,0 mínútur og skoraði 1,3 stig a meðaltali í leik.

Memphis eru ekki með mikið af góðum bakvörðum en þeir eru með O.J. Mayo, sem er hins vegar skotbakvörður en getur spilað PG og Mike Conley Jr. sem er nú mjög fínn. Williams mun líklega koma inn á fyrir Conley í svona 15-20 mínútur að meðalali í leik ef allt fer vel. Hann bætti leik sinn mjög mikið þegar hann fór í Summer League í Las Vegas en nú sjáum við hvernig fer hjá honum.


............Barnes flottur í Magic?

 


Okafor flottur í Hornets............

                              

Williams búinn að framlengja við Hawks

Framherjinn Marvin Williams framlengdi í gær samning sinn við Atlanta Hawks til margra ára. Hann fékk boð upp á rúmar 37 milljónir dollara á fimm árum og vissu því flestallir að hann myndi framlengja. Williams er nú að fara að spila sjötta ár sitt í NBA-deildinni en alltaf hefur hann spilað með núverandi liði sínu,Atlanta Hawks.

Williams var í einu af aðalhlutverkum Atlanta í vetur en hann var byrjunarliðsframherji og mun líklega gegna því hlutverki á ný. Hann skoraði 13,9 stig og hirti 6,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.


Lewis fær tíu leikja bann

Stjörnuleikmaður Orlando Magic, Rashard Lewis féll í dag á lyfjaprófi og fær ekki að spila fyrstu tíu leiki tímabilsins með Orlando. Ekki góðar fréttir þar á ferð en alltaf vonbrigði fyrir áhugamenn íþróttarinnar að heyra fregnir um að leikmaður sé á fæðubótaefnum sem eru á bannlista NBA-deildarinnar á sumrin og svo bara skammarlegt fyrir leikmanninn sem gerir þennan hlut af sér.

Lewis var að hitta hroðalega mikið af þriggja stiga körfum á tímabilinu og hitti úr 220 af 554 þriggja stiga skotum sínum eða 397% nýting í þriggja stiga skotum.


Tvífarar: Ben Osborne og Donyell Marshall

Nýjir tvífarar komnir í hús, nú eru það Ben Osborne og Donyell Marshall.


Philly fá nýjan aðstoðarþjálfara

Philadelphia 76ers hafa fengið til sín aðstoðarþjálfarann Randy Ayers, en hann hefur þjálfað mörg lið sem hægri hönd nokkurra manna og þjálfað Sixers sem aðalþjálfari rúmlega hálft tímabilið 2003-2004 en hann var rekinn þaðan eftir 52 leiki.

Hann var aðstoðarþjálfari hjá Orlando Magic fyrir ekki svo löngu en annars var hann aðstoðarþjálfari Washington Wizards er MJ spilaði í D.C., en hann hefur ekki þjálfað NBA lið í smá tíma.

Hann hefur verið að þjálfa háskólalið Ohio Sate en hann var yfirþjálfari þar en ekki aðstoðarþjálfari. Nú mun hann setjast í stól við hægri hönd Eddie Jordan, sem var ráðinn sem yfirþjálfari Sixers fyrir skömmu.


Roy semur til fimm ára

*Guard Brandon Roy, the face of the Portland Trail Blazers franchise, has agreed to a five-year contract extension worth between $78 million and $82 million, a league source told Yahoo! Sports.

*The Blazers have planned a news conference with Roy on Thursday to announce the deal, according to Yahoo! Sports.

Þetta kom á vefsíðu espn.com núna í gærkvöld.


Brezec snýr aftur

Primoz Brezec sem spilaði í Evrópu á síðasta tímabili, en nú mun hann leika fyrir Philadelpha 76ers en ekki Charlotte Bobcats, en með þeim hefur hann spilað mest allan feril sinn. Hann byrjaði 2007-2008 tímabilið með Bobcats, fór þaðan til Detroit Pistons og spilaði rest tímabilsins með Tornto Raptors.

Brezec hefur skorað 7,6 stig að meðaltali í leik yfir ferilinn og hirt 4,1 frákast að meðaltali. Hann er 7'1 á hæð og kemur til með að bakka Samuel Dalembert upp en Brezec á ekki að eiga erfitt með nokkur troð á þeim tíma ssem hann er inni á vellinum miðað við hæð sína.


John Wall er spáð #1 í nýliðavalinu 2010

Sacramento eiga valrétt númer eitt árið 2010 og ef spáin er rétt munu þeir velja bakvörðinn John Wall. Wall er 6'4 á hæð og er líkt við Derrick Rose og Rajon Rondo en þeir eru svipaðir leikmenn nema að Rondo skorar minna. Hann leikur nú fyrir háskólalið Kentucky.

Washington Wizards eiga valrétt tvö og munu þeir líklega taka kraftframherjann Ed Davis frá North Carolina. Davis er 6'9 og getur einnig spilað litla framherjann eða SF. Hann getur spilað miðherjann en er ekkert svakalegur í þeirri stöðu.

LA Clippers eiga rétt framarlega á ný og er þeim spáð Litháenánum Donats Montiejunas en hann er aðeins að verða 18 ára í október. Hann spilar með litháenska liðinu Zalgiris og skoraði þar 1,3 stig að meðaltali í leik á 2007-2008 tímabilinu og vann litháenska titilinn með þeim þá en hann spilaði ekkert síðasta tímabil með þeim.

Alla spánna má sjá hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband