Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Daniel Green - tær snilld
9.8.2009 | 19:58
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tommy Johnson í vesturbæinn
9.8.2009 | 15:42
Tommy Johnson hefur samið við KR-inga og mun spila þar næsta vetur. Johnson var í Íslandsmeistarahópi Keflavíkur 2008 og spilaði síðasta vetur með Jamtland í Svíþjóð, en lauk tímabilinu með enska liðinu Worchester Wolves.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Parker heill - Frakkasigur í fyrsta leik
9.8.2009 | 12:43
Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio Spurs er orðinn heill eftir ökklameiðsli. Hann spilaði með franska landsliðinu í gær og unnu þeir sannfærandi sigur á Finnum 82-72. NBA lið hans vildi fá hann aftur til Texas, því að þeir voru ekki sannfærðir um frönsku læknana, hvort þeir væru að gera gott eða slæmt. Parker spilaði ekki með franska landsliðinu gegn Ítölum, vegna meiðsla en þeir unnu þann leik í framlengingu,
80-77.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wolves búnir að semja við þjálfara
9.8.2009 | 12:22
Minnesota Timberwolves hafa fengið til sín fyrrverandi aðstoðarþjálfarann hjá Lakers Kurt Rambis, en nú mun hann gegna hlutverki yfirþjálfara. Ekki hefur gegnt því hlutverki í NBA en Rambis spilaði lengi vel með Earvin Johnson í Los Angeles Lakers. Hann byrjaði hjá Lakers, fór þaðan til Charlotte Hornets, gekk til liðs við Phoenix Suns eftir tveggja ára dvala hjá Hornets, fór til Sacramento Kings í eitt tímabil og endaði svo feril sinn með tveimur tímabilum hjá LA Lakers. Eftir það gerðist hann aðstoðarþjálfari Lakers og nú yfirþjálfari hjá T'Wolves.
Kurt Rambis hjá LA Lakers
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davis endunýjar við Boston
9.8.2009 | 12:09
Glen"Big baby"Davis hefur endurnýjað samning sinn við Boston Celtics, en Boston eru nú með nóg af stórum mönnum og flest allir þeirra mjög góðir. Nú eru þeir með þá Kevin Garnett, Glen Davis, Brian Scalabrine og Rasheed Wallace, og svo tvo stóra sem eru ekki á samningi, þeir Leon Powe og Mikki Moore. Samningur þessi er upp á tvö ár og rúmar 6 milljónir dollara, en Davis samdi í gærkvöld.
Davis vann titilinn með Celtics 2008 og en ekki stóðu þeir sig eins vel síðasta tímabil en þeir vor slegnir út af Orlando Magic í undanúrslitum austursins, en Davis hins vegar stóð sig betur en þegar þeir unnu titilinn. Hann skoraði 7,0 stig og hirti 4,0 fráköst að meðaltali í leik á nýliðnu tímabili.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallegt atvik úr stjörnuleiknum 2006
8.8.2009 | 22:11
Íþróttir | Breytt 11.2.2010 kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Markaðurinn: Stack back?
8.8.2009 | 18:34
Jerry Stackhouse er nú á æfingum með NY Knicks sem munu líklega fá hann til liðs við sig fyrir veturinn. Stackhouse spilaði með Dallas Mavericks síðasta tímabil og skoraði 4,2 stig að meðaltali í leik. Í sumar var honum skipt til Memphis Grizzlies, í Marion-Turkoglu skiptunum þar sem hann dvaldi stutt en hann var rekinn þaðan og er nú staddur í New York.
Hinn 34 ára gamli Stackhouse hefur verið mjög góður yfir ferilinn en náði sér ekki á strik þetta tímabil. Hann verður 35 ára í nóvember og líklegt er að hann muni spila sitt síðasta tímabil núna ef hann spilar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hunter til Grizzlies
8.8.2009 | 11:09
Denver Nuggets skiptu í gærkvöld miðherjanum Steven Hunter, valrétti í fyrstu umferð núna 2010 og reiðufé til Memphis Grizzlies. Denver fengu til sín framtíðar nýliðarétt í annarri umferð en ekki er gefið upp hvaða ár það er.
Teljast þessi skipti mun betri fyrir Grizz, en þeir eru að fá Hunter, sem hins vegar oft er meiddur, nýliðarétt í fyrstu umferð eftir þetta tímabil og pening en Grizzlies eru ekki með þessum ríkustu liðum í NBA.
Nýliðarétturinn sem Denvereru að senda frá sér er númer 26 og Tyler Smith mun líklega ver valinn þar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Wallace aftur til Piss
7.8.2009 | 19:54
Ben Wallace hefur samþykkt boð Detroit Pistons um að spila þar af minnsta kosti á komandi leiktímabili og mun hann ekki klæðast treyju númer 3 eins og hann gerði fyrir fimm árum hjá Pistons því að Rodney Stuckey hefur yfirtekið þristinn.
Wallace hefur nánast ekkert gott gert í deildinni síðan hann fór frá Pistons en síðustu fínu stundir hans voru hjá Chicago Bulls, eitt og hálft tímabil en þar skoraði hann mest rúm 6 stig og reif mest tæp 11 fráköst, en á síðasta tímabili hjá Cleveland Cavaliers skoraði hann aðeins 2,9 stig og hirti 6,4 fráköst að meðaltali í leik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)