Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Besta breytta NBA myndin


Larry Bird

George Hill: ,,Pop og Buford eru að brillera á skrifstofunni``

George Hill, sem tók að sér stórt hlutverk í bakvarðarstöðu San Antonio Spurs í vetur sagði við fjölmiðla í dag að hann sé stoltur af Greg Popovich og R.C. Buford sem er framkvæmdastjóri Spurs vegna hlutanna sem þeir hafa gert til að yngja liðið upp. Spursarar voru við það að þurfa að fara að framleið göngugrindur en þeim tókst að krækja í marga unga leikmenn en hins vegar tvö gamla sem verða líklega reknir áður en maður veit að.

,,Pop og Buford eru að brillera á skrifstofunni. Þeir eru að fá hæfileikaríka og unga leikmenn, ég get varla beðið eftir að komast inn á völlinn og spila með þessum frábæru leikmönnum og fá meistarahringinn`` sagði Hill við fjölmiðla fyrr í dag.


Parker og Hill hafa deildu bakvarðastöðu Spurs í vetur.
Parker spilaði hins vegar meira en Hill.

 


10 bestu...

10 bestu leikmenn og frákastarar eru hér á ferð og við viljum deila þeim með ykkur.


Kleiza til Olympiakos? Iverson líka?

Framherjinn Linas Kleiza hefur fengið boð frá gríska félaginu Olympiakos, en Kleiza er fæddur í Litháen og kann því vel við sig í Grikklandi þar sem Litháen og Grikkland eru bæði Evrópulönd.
Þá hefur Allen Iverson hefur þá einnig fengið samning frá félaginu upp á 10 milljónir dollara í tvö ár og mun því líklega samþykkja það boð þar sem hann á erfitt með að finna lið sem hann getur verið byrjunarliðsmaður í.

Iverson og Kleiza eru fyrrverandi liðsfélagar en þeir hafa spilað um tvö tímabil sem liðsfélagar. Kleiza skoraði 9,9 stig og hirti 4,0 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili en Iverson 17,5 stig og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Linas KleizaAllen Iverson


Dallas munu ekki jafna boð T'Wolves

Minnesota Timberwolves eru nú 95% öruggir með að fá miðherjann Ryan Hollins til liðs við sig en hann samþykkti boð frá þeim. Hann er hins vegar "restricted og geta Dallas þó jafnað boðið og fengið hann fyrirvaralaust aftur til sín en ekki ætla þeir að gera það.
Ryan Hollins mun því spila sem úlfur á næsta tímabil.


Hollins til T'Wolves-Dallas geta jafnað

Ryan Hollins hefur samþykkt boð Minnesota Timberwolves en Holllins spilaði með Dallas Mavericks mest allt síðasta tímabil en honum var skipt þangað frá Charlotte Bobcats. Hann er "restricted" svo Dallas geta jafnað boðið og fengið hann aftur en eftir viku rennur það út og Minnesota fá hann.


27. október verður skemmtilegur leikdagur

Fyrsta umferð NBA-deildarinnar þetta árið mun verða þann 27. október en stórleikur næturinnar er þegar Cleveland Cavaliers taka á móti Kevin Garnett og félögum í Boston Celtics.

Þá mætast LA Clippers og LA Lakers en bæði lið eru á heimavelli þar. Kobe Bryant mun nú hefja titilvörnina á Staple Center þar sem hann var í minningarathöfn Michael Jackson's og mun því verða MJ andi á vellinum.

New Orleans Hornets taka á móti varnarstórveldinu San Antonio Spurs og munu nú beita nýjum leikmanni, Emeka Okafor til að krækja sér í sigur en Spurs þó mun líklegri til sigurs í þessari viðureign.

Utah Jazz munu fá Denver Nuggets í heimsókn en bæði mjög góð lið sem mætast þarna en Utah áttu ekki alveg sitt besta tímabil á síðasta tímabili.


Orlando að kaupa nýja höll

Orlando Magic eru að fá nýja höll til að spila í en ekki besti tíminn til að kaupa hana núna. Hún mun kosta þá 480 milljónir dollara en þeir gerðu samning til að spila í henni í tíu ár.


Gamla höll Magic.


Williams á leið til NY

Bakvörðurinn knái Jason Williams hefur ákveðið að snúa aftur til NBA-deildarinnar eftir eins árs fjarveru, en nú mun hann ganga til liðs við New York Knicks. Williams var valinn sjöundi af Sacramento Kings árið 1998 og spilaði þar í þrjú tímabil, fór þaðan til Memphis Grizzlies þar sem hann stoppaði 4 ár og seinast lék hann með Miami Heat en hann spilaði þar í þrjú tímabil. Hann samdi í fyrra sumar við LA Clippers en spilaði ekki leik þar því hann hætti rétt fyrir síðasta tímabil.

"Hvíta súkkulaðið", eins og hann er kallaður hefur skorað 8,8 stig og gefið 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik yfir ferilinn.


Williams til Celtics-Stoudemire rekinn frá Bucks

Shelden Williams sem hefur spilað með Minnesota Timberwolves í hálft tímabil hefur gengið til liðs við Boston Celtics. Hann var valinn númer fimm af Atlanta awks árið 2006 og fólk bjóst við leikmanni eins og Vlade Divas en aldrei hefur orðið neitt mikið úr þessum leikmanni.

Williams skoraði 4,1 stig og hirti 3,4 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili með Sacramento Kings og Minnesta Timberwolves.

Salim Stoudemire var nýlega rekinn frá liði Milwaukee Bucks en Stoudemire er í hópi 20 bestu þriggja stiga skyttna í deildinni nú til dags. Hann hefur hins vegar aldrei fengið að spila mikið og hefur ekki enn fengið tækifæri til að sanna sig sem góður leikmaður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband