Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Warrick til Bucks

Hakim Warrick hefur tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Milwaukee Bucks , en það er mjög mikilvægt fyrir Bucks þar sem þeir hafa misst kraftframherjann sinn Charlie Villanueva sem reyndist þeim mjög svo mikilvægur á síðasta tímabili. Warrick er frábær skytta innan þriggja stigalínunnar en etur nú vel skotið þriggja.

Hann skoraði 11,6 stig og hirti 5,0 fráköst að meðaltali í leik en hann spilaði sem sjötti maður þetta ár eins og hann hefur gert allan sinn feril.

Warrick gerði eins árs samning og mun því spila næsta leiktímabil að minnsta kosti með Milwaukee Bucks en umræður voru um að hann myndi fara til Cleveland Cavaliers en ekki fór þetta þannig. Þá er stóra spurningin hvort hann fari þangað næsta sumar.


Lakers reka Yue-Boston reka Pruitt

Meistarar LA Lakers ráku nýlega kínverska bakvörðinn sinn Sun Yue. Hann hefur ekki mikið fengið að spreyta sig fyrir Lakers en hefur þó verið að spila með kínverska landsliðinu í körfubolta.

Gabe Pruitt hefur verið rekinn frá Boston Celtics. Hann vann titil með þeim tímabilið 2007-2008 en spilaði hins vegar ekki mikið þá. Nú fékk hann að spila meir en tapaði hins vega fleiri boltum og skoraði minna en hann skoraði 2,0 stig að meðaltali í leik.


Taylor rekinn frá Clippers

LA Clippers hafa rekið bakvörðinn Mike Taylor sem var nýliði í fyrra, en hann mun mjög líklega finna sér lið einhvers staðar. Hann skoraði 5,7 stig að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili og gaf 2,1 stoðsendingu að meðaltali.


Ollie til OKC

Oklahoma City hafa fengið til sín bakvörðinn Kevin Ollie en Ollie spilaði með Minnesota á síðasta tímabili og skoraði þar 4,0 stig og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur ekki sýnt og sannað yfir ferilinn að hann sé góður leikmaður en hann hefur aldrei spilað neitt rosalega mikið í leik yfir ferilinn.

Ferill Ollie's má sjá hér.


Bowen rekinn frá Milwaukee

Bruce Bowen sem var skipt frá San antonio Spurs í Jefferson skiptunum til Milwaukee Bucks hefur verið rekinn frá liðinu en hann náði sér ekki á strik á næsta ári. Bowen er einn besti varnarmaður deildarinnar en er nú farinn að eldast og er ekki eins góður og áður fyrr.

Bowen skoraði aðeins 2,7 stig og reif 1,8 frákast að meðaltali í leik á 18,9 mínútum að meðaltali í leik. Hátindur ferils hans var 2004-2005 en þá skoraði hann 8,2 stig og hirti 3,5 fráköst að meðaltali í leik.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband