Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Rockets semja við David Andersen
13.8.2009 | 11:49
Houston Rockets hafa samið við ástralska framherjann David Andersen, en Andersen spilaði með ástralska landsliðinu á Ólimpíuleikunum 2008. Undanfarin 7 tímabil hefur hann verið í Evrópu, meðal annars í Barcelona og á Ítalíu. Hann var valinn númer 7 af Atlanta Hawks árið 2002 en hefur aldrei spilað leik í NBA. Þeir áttu réttinn á honum og skiptu réttinum á honum fyrir framtíðarvalrétt og peninga. Houston tóku Andersen til að fylla upp í skarð Yao Ming sem mun ekki spila á næsta tímabili.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Johnson fimmtugur á morgun
13.8.2009 | 09:11
Earrvin "Magic" Johnson er fimmtugur á komandi degi, eða þann 14 ágúst. Magic var einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma undir nafninu "The Showtime" og var hrikalegur mótherja að glíma við. Johnson fékk HIV-veiruna snemma tíunda áratugar og er nú ríkur kaupsíslumaður, eins og draumur hans var er hann var ungur.
Til hamingju með afmælið Magic.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Butler til Clips - Sessions til Knicks, Clippers eða hvað?
12.8.2009 | 20:33
Los Angeles Clippers hafa fengið til sín skotbakvörðinn/framherjann Rasual Butler fyrir nýliðarétt í annarri umferð, en ekki var gefið upp hvaða ár rétturinn væri. Clippers gerðu þessi skipti því að þeim vantaði mann til að koma inn á fyrir Eric Gordon í 10-15 mínútur í leik og koma inn á fyrir Al Thornton í litla framherjanum í smá tíma þar sem Butler er 6'7 eða 201 cm og getur spilað skotbakvörðinn og litla framherjann.
Hornets samþyktu þessi skipti til að leysa upp svigrúm fyrir góða menn sumarið 2010, þegar James Posey og Peja Stojakovic eru farnir að eldast og þeim vantar góða menn, en þá eru Jhons Salmons, Josh Howard og Kelenna Azubuike allir lausir undan samningum sínum og geta þeir allir spilað SG og SF. Fleiri leikmenn eru þó líka í boði fyrir Hornets.
"There were strong indications Thursday night that the New York Knicks were assembling the final details of an offer sheet they believe will ultimately land Milwaukee Bucks restricted free agent Ramon Sessions." Lesa meira...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búið að ganga frá Powe-málinu
12.8.2009 | 16:52
Leon Powe skrifaði í dag undir samning við Mike Brown og lærisveina hans í Cleveland Cavaliers. Hann skrifaði undir tveggja ára samning og fær á þeim tíma 1,77 milljónir dollara. Í úrslitunum 2007-08 (Boston vs. Lakers) niðurlægði Powe hreinlega Lakers menn með svakalegum troðslum. Þétt er nú setið í stóru stöðum Cavs en þeir eru með Darnell Jackson, Zydrunas Ilgauskas, J.J. Hickson, Jawad Williams, Shaquille O'neal, Anderson Varejo og nú hinn rosalega Leon Powe.
Powe með 21 stig á móti Lakers (8/6/08).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2k10 kominn í loftið
12.8.2009 | 16:19
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oberto til Wizards
11.8.2009 | 21:50
The 6-foot-10, 245-pound Oberto averaged 3.6 points and 3.9 rebounds in four seasons with San Antonio. The Spurs traded Oberto to Detroit this summer as part of a five-player deal; the Pistons then waived Oberto.
Mikið að gerast þessa dagana og þar á meðal endurnýjuðu 76ers samning sinn við bakvörðinn Brevin Knight í dag, og Cavs fengu til sín Leon Powe frá boston fyrr í dag.
Oberto með fyrrverandi liði sínu,
SA Spurs.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grizz til sölu
11.8.2009 | 20:07
Fram kom á vefsíðunni espn.com að Memphis Grizzlies væru til sölu, en þeir hafa ekki starfað lengi síðan Vancouver Grizzlies voru uppi. Fróðlegt verður að sjá hver kaupir félagið og hvort sá sem kaupir það muni flytja liðið um sess. Margar borgir er lausar t.d. San Diego, sem fyrr áttu Rockets liðið, Buffalo(Buffalo Braves, sem áttu einn besta leikmann sem uppi hefur verið Bob McAdoo) og svo auðvitað Baltimore, sem voru Bullets, fluttust yfir í D.C. og eru nú Washington Wizards.
Kannski verður þetta Utah Grizzlies.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wally Szczerbiak til Nuggets?
11.8.2009 | 15:50
Wally Szczerbiak, sem nú er samningslaus frá liði Cleveland Cavaliers er í viðræðum við Denver Nuggets. Cleveland hafa fengið til sín þá Anthony Parker og Jamario Moon, og nú hefur Leon Powe bæst í hóp manna sem þeir hafa fengið til sín. Einnig hafa þeir fengið Shaq í skiptum fyrir Big Ben Wallace og Aleksandar Pavlovic. Cleveland ákváðu að taka annað hvort Parker eða Szczerbiak, og varð Parker fyrir valinu svo þeir munu líklega ekki taka Szczerbiak aftur þar sem skotbakvarðarstaða Cavs er fullbókuð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Powe til Cavs - Gasol meiddur á fingri
11.8.2009 | 15:40
Fyrrverandi leikmaður Boston Celtics, Leon Powe hefur komist að samkomulagi við Cleveland Cavaliers um að spila með félaginu, en ekki er búið að skrifa undir neitt né ganga frá neinu.
Hann er búinn að reynast Doc Rivers, þjálfara Boston mjög vel síðustu tvö árin en ekki munu Boston halda Powe, það eru tærar línur því þá væri hver stóri maður að spila 10 mínútur að meðaltali í leik, nema Garnett og Perkins eða Wallace. Powe skoraði 7,7 stig og reif 4,9 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Stjarna LA Lakers, Pau Gasol meiddist á dag á landsliðsæfingu hjá spænska landsliðinu. Hann var að verja skot og fékk þar af leiðandi boltann framan á puttann, sem veldur því að hann mun ekki geta spilað næstu þrjár vikurnar. Hann fer í aðgerð á fingri innan skamms og langar að spila sem mest á mótinu sem nú stendur yfir, en Spánverjar, Frakkar og Ítalir eru nú sigurstranglegastir í mótinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)