Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Bowen með kennslumyndband fyrir slaka varnarmenn

Njótið þess að verða að varnarmönnum...


Toronto með leikmannaskipti

Tornto Raptosr hafa skipt framherjanum Carlos Delfino, sem hins vegar spilaði í Evrópu á síðasta tímabili, og bakverðinum Roko Ukic. Ukic átti sinn besta leik á síðasta tímabili á móti San Antonio Spurs, en Spurs áttu skelfilegt leiktímabil í fyrra. Fyrir þessa tvo leikmenn fengu þeir stóra framherjann/miðherjann Amir Johnson, en Johnson var skipt frá Detroit Piston í sumar fyrir miðherjann Fabie Oberto til Milwaukee Bucks og mun nú spila fyrir Raptors.
Menn sem Raptrs hafa fengið í sumar:

Hedo Turkoglu
Amir Johnson
Rasho Nesterovic
Marco Belinelli
Jarret Jack
Reggie Evans
Devean George
Antoine Wright.

Hópur Raptors fyrir tímabilið 2009-2010:

Jose Calderon
Jarrett Jack
Quincy Douby
DeMar DeRozan
Marco Belinelli
Antoine Wright
Marcus Banks
Hedo Turkoglu
Chris Bosh
Andrea Bargnani
Reggie Evans
Rasho Nesterovic
Patrick O'Bryant
Amir Johnson

Uppstilling:

PG  Calderon - Jack - Banks

SG  Belinelli - Derozan - Douby

SF  Turkoglu - Wright

PF  Bosh - Evans - Johnson

C  Bargnani - Nesterovic - O'bryant


Vesturdeildarliðin eru alltaf að flytja

Vesturdeildarlið sem hafa fært sig um sess.
Hér eru lið sem voru í "west confrense", en eru nú önnur lið.

Sacramento Kings: Voru Cincinnati Royals fyrst, árið 1972 fluttust þeir svo til Kansas city og gerðust Kings og eru enn. Nú hafa þeir flutt sig til Sacramento og hafa þeir ekki náð sér á strik þar síðustu 3 árin, en voru með bestu liðunum í kringum 2000.

Houston Rockets:Voru San Diego Rockets fyrst, fluttust svo til Texas og eru þar enn í einni af fylkisborgum Texas, Houston.

LA Lakers: Voru Minneapolis Lakers fyrst, en árið 1960 og hafa verið Los Angeles Lakers síðan þá.

Oklahoma city Thunder: Voru Seattle SuperSonics í langan tíma, en  eru nýfluttir til Oklahoma, en töpuðu flestum leikjunum á fyrsta tímabili sínu.

Memphis Grizzlies:  Vancouver Grizzlies, sem voru stofnaðir 1995 fluttust til Memphis og eru þar enn.

 


Garbajosa til Madrid

Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn og spænski landsliðsmaðurinn Jorge Garbajosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við Real Madrid. Garbajosa kemur frá Khimki í Rússlandi en áður en hann kom til þeirra lék hann með Toronto Raptors í NBA-deildinni.

Garbajosa er einn sterkasti leikmaður Evrópu en hann var lykilleikmaður með Benetton Treviso á Ítalíu áður en hann fór í NBA-deildina árið 2006.

Karfan.is


Smith til Atlanta

Atlanta Hawks eru búnir að næla sér í framherjann Joe Smith, en Smith sem er 34 ára gamall skoraði 6,5 stig að meðaltali í leik með Oklahoma City og Cleveland Cavaliers á síðasta leiktímabili. Hann hefur oft þurft að pakka niður og skipt um lið en hann er búinn að eiga heima í skiptabransanum síðan hann fór frá Golden State Warrios tímabilið 1997-1998, en þá var honum skipt til Philadelphia 76ers á miðju tímabili. Smith spilaði svo aftur með Philly tímabilið 2006-2007 og skoraði þá 9,2 stig að meðaltali í leik, en hann spilaði örfá leiki með Denver Nuggets á því tímabili.

 

Smith spilaði með Chigaco Bulls og Cleveland tímabilið 2007-2008 og var skipt frá Cavs til Milwaukee Bucks, en þeir skiptu honum til Oklahoma Thunder án þess að hann spilaði leik þar, en á miðju tímabili fór hann aftur til Cavs.


Carter endurnýjar við Nuggets

Denver Nuggets hafa krækt sér í bakvörðinn Anthony Carter, en Carter var laus undir samningi sínum í sumar. Carter var í byrjunarliði sem bakvörður 2007-2008 tímabilið hjá Denver en þá spilaði Allen Iverson skotbakvörðinn. Eftir að Chauncey Billups kom til félagsins hefur hann ekki fengi að spreyta sig eins mikið og þá.


Richardson skipt í fjórða sinn í sumar

Minnesota Timberwolves skiptu í gær framherjanum/skotbakverðinum Quentin Richardson fyrir miðherjann Marc Blount, sem var hjá Miami Heat á síðasta tímabili.
, ,Við erum mjög spenntir fyrir að vinna með Richardson,`` sagði framkvæmdastjóri Heat, Pat Riley.


Egill aftur í grænt

Egill Jónasson hefur snúið aftur í UMFN án þess að spila hjá  Horsens IC...

,,Ég kom heim úr byggingafræðinámi í Danmörku og hef hafið nám í orkutæknifræði hjá Keili,“ sagði Egill um vistaskiptin en í Danmörku lék hann með Horsens IC en hafði sig lítið í frammi sökum meiðsla.

,,Þetta verður bara skemmtilegur vetur hjá okkur í Njarðvík, við þekkjumst vel og það er gaman að hittast og spila aftur saman og við verðum pottþétt með lið sem verður í toppbaráttunni,“ sagði Egill brattur en hann er nú að verða betri í öðru hnénu.


NBA live 10


NBA live verður svakalegur, 75 þekktustu leikmennirnir með nákvæma húðflúragerð, fullt af retro búningum og fleira. Enn eru þó körfuhringirnir freka óraunverulegir, netið er ekki eins raunverulegt og í 2k og þegar KG og Superman til dæmis troða hrikalega, þá tosast hringurinn ekki eins mikið niður og í 2k.
Betra myndband hér (nánari umfjöllunarmyndband).

Nate Robinson í #2

Nate Robinson gaf það út fyrir  stuttu á Twitter síðunni sinni að treyja hans yrði ekki lengur númer 4 heldur númer 2. Á síðunni segir hann að tvisturinn var hans æskunúmer og uppáhalds leikmaður hans hafi verið í því númeri.

,,Yo twitters iam change n my basketball number next year from #4 to #2.  #2 was the very first # I had, and when I was a young boy deion sanders was my fav player and that the # he had!!!``


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband