Powe til Cavs - Gasol meiddur á fingri
11.8.2009 | 15:40
Fyrrverandi leikmaður Boston Celtics, Leon Powe hefur komist að samkomulagi við Cleveland Cavaliers um að spila með félaginu, en ekki er búið að skrifa undir neitt né ganga frá neinu.
Hann er búinn að reynast Doc Rivers, þjálfara Boston mjög vel síðustu tvö árin en ekki munu Boston halda Powe, það eru tærar línur því þá væri hver stóri maður að spila 10 mínútur að meðaltali í leik, nema Garnett og Perkins eða Wallace. Powe skoraði 7,7 stig og reif 4,9 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Stjarna LA Lakers, Pau Gasol meiddist á dag á landsliðsæfingu hjá spænska landsliðinu. Hann var að verja skot og fékk þar af leiðandi boltann framan á puttann, sem veldur því að hann mun ekki geta spilað næstu þrjár vikurnar. Hann fer í aðgerð á fingri innan skamms og langar að spila sem mest á mótinu sem nú stendur yfir, en Spánverjar, Frakkar og Ítalir eru nú sigurstranglegastir í mótinu.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Evrópuboltinn, NBA | Facebook
Athugasemdir
heimskulegt af b-celt að taka ekki pow í staðinn fyrir td shelden williams
Adam Eiður Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 17:13
hverjir eru b-celt? boston celtics
NBA-Wikipedia, 11.8.2009 kl. 18:17
nei það eru atlanta hawks. nei auðvitað eru það boston celtics
Adam Eiður Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 18:18
okei
NBA-Wikipedia, 11.8.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning