Færsluflokkur: Evrópuboltinn

Barcelona og Caja Laboral mætast í úrslitunum á Spáni

carloz_juan_navarroBarcelona og Caja Laboral munu mætast í úrslitum spænska körfuboltans í ár.

Evrópumeistarar Barcelona eiga heimavallaréttinn en þeir hafa farið nokkuð auðvelt í gegnum úrslitakeppnina en Caja þurftu oddaleik gegn Real Madrid til þess að komast í úrslitin.

Þann 10. júní (á morgun) verður fyrsti úrslitaleikurinn en það lið sem vinnur þrjá leiki fyrst verður spænskur meistari.


Meistaradeildin í körfubolta: Barcelona - CSKA Moskva

Leikur Barcelona og CSKA Moskva í Meistaradeild Evrópu í körfubolta er nú í gangi. Þriðji leikhluti er rúmlega hálfnaður og Barcelona eru yfir með sjö stigum, 45-38.

Smelltu hér að neðan til að sjá leikinn og þulir leiksins eru auðvitað íslenskir.

http://www.mbl.is/mm/sport/sporttv.html?game_id=66


Wafer inn, Jaric út?

Marko JaricSamkvæmt vefsíðu www.espn.com er bakvörðurinn Marko Jaric á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid, og að framherjinn Von Wafer sé á leiðinni til Memphis Grizzlies.

Wafer spilaði með Houston Rockets á síðasta leiktímabili, en leikur nú fyrir gríska félagið Olympiacos. Wafer gæti samið til Grizzlies í nótt, en hann er frábær leikmaður sem kemur með mikla orku inn af bekknum.

Jaric hefur ekki spilað mínútu á þessu tímabili og nú er ekkert eftir hjá Grizzlies-liðinu, sem er liðið hans, að borga upp samning hans og láta hann bara flakka, en hann er á stórum samningi, eða rúmum 7 milljónum dollara.

Talað er um að ef Memphis láta hann lausan, þá fari hann rakleiðis til Spánar, en ACB-deildin sem Real Madrid eru í, liðið sem hann fer líklega í, er sterkasta deild Evrópu.


Diaw meiddur á ökkla

Leikmaður Charlotte Bobcats, Boris Diaw meiddist á ökkla með franska landsliðinu á EM og mun því líklega missa eitthvað úr æfingamótinu sem hefst í október, en þar fá þeir bestu ekki mikið að spila, því það er verið að þjálfa lakari leikmenn upp en annars er bara verið að gera byrjunarliðsmennina tilbúna og koma þeim í hlaupaform.

Diaw hefur staðið sig vel með Bobcats og skoraði 15,1 stig og reif 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann var heldur síðri hjá Phoenix Suns, en hann hóf tímabilið með því liði.


(Diaw í leik með PHX.)


Spánverjar burstuðu Serba

Pau Gasol og félagar unnu í gærkvöld Serba og urðu þar með Evrópumeistarar. Pau Gasol var hrikalegur og setti 18 stig og tók 11 fráköst í leiknum, auk þess sem hann varði 3 skot. Hjá Serbunum var Krstic bestur með 12 stig og 4 fráköst, en þó ekki stigahæstur þeirra, en það voru þeir Uros Tripkovic og Novica Velickovic með sín hvor 15 stigin.

Spánverjar hafa ekki unnið EM áður en hafa þó hafnað í öðru sæti nokkrum sinnum. Spánverjar eru nú sterkasta þjóð heimsins, en þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og nú Evrópumeistarar, en LBJ og félagar eia hins vegar ekki kost á að vinna EM, en þeir eru ekki frá Evrópu.


Spánverjar að vinna í hálfleik

Fyrri hálfleikur úrslitaleiks EM er nú liðinn og eru Spánverjar að mala keppinauta sína, en þeir eru Serbar. Staðan er 52-29 og Pau Gasol er búinn að vera í stuði og er búinn að troða tveimur "alleyooptroðslum" niður, en hann er með 14 stig og 8 fráköst og er stigahæstur Spánverja og auk þess er hann stigahæsti leikmaður leiksins.

Serbar hafa ekki náð sér á strik en þeir pressuðu hins vegar vel á Spánverjana í lok fyrsta fjórðungs. Stigahæsti leikmaður þeirra er Uros Tripkovic með 10 stig.


(Uros Tripkovic hefur staðið
sig með ágætum í leiknum
sem og á mótinu.)


Spánn vs. Serbía í kvöld

 Spánverjar mæta Serbum í kvöld en þess má geta að leiknum verður ekki lýst í beinni hér á nba.blog.is, en þið getið keypt leikinn hér á fimm dollara, en annars getið þið farið á fibaeurope.com og séð leikinn í beinni lýsingu, þið smellið þarna hægra megin og sjáið hann. En í gær unnu Serbarnir Slóvena og komust þar með í úrslit mótsins, og keppa þar á móti Spánverjum. Serbar eru með gríðarlega sterkt lið en þeir eru með einn sterkan NBA leikmann og einn fyrr verandi NBA leikmann, Nenad Krstic er NBA leikmaðurinn og sá fyrrverandi er Kosta Perovic. Einnig eru þeir með fleiri sterka menn eins og Milos Teodosic en hann spilar með Olympiakos í Grikklandi og hefur staðið sig frábærlega á mótinu. Novica Velickovic hefur einnig verið að koma sterkur inn í lið Serba með 10,6 stig og 4,9 fráköst að meðaltali í leik á mótinu.
Þess má geta að enginn leikmaður er minni en 190 cm í liði Serba.


(Novica Velickovic.)


Króatar unnu Rússa

Við byrjum á því að biðjast velvirðingar á því að við gátum ekki lýst seinni hálfleik Króata og Rússa í beinni lýsingu en þar voru við verk tæknileg vandræði. En Króatar unnu, 69-76.
Sigurvegararnir byrjuðu betur en í öðrum fjórðungi voru Rússarnir komnir með þægilegt forskot.
Snemma í seinni hálfleik var engin spenna í húsinu en seint í þriðja leikhluta náðu Króatar loks að komast aftur inn í leikinn. Spennan var rafmögnuð í lok leiks en það var svo Roko Leni Ukic sem var hetja Króata með 18 stig og 8 stoðsendingar en hann tapaði aðeins 2 boltum.


(Þjálfari Króata, Jasmin Repeša)


33-41 í hálfleik

Króatar og Rússar etja nú kappi en í morgun áttust við Frakkar og Tyrkir þar sem Tony Parker og félagar unnu Turk og félaga í Tyrklandi, 80-68. Rússar eru yfir sem stendur og höfum við verið að lýsa leiknum beint í textalýsingu sem mun halda áfram handan við hornið.

Stigahæstur Króata er Roko Leno Ukic með 9 stig en hjá Rússum er það Sergei Monia með 15 stig á réttrúmum 11 mínútum sem er ótrúlegt.

Rússland vs. Króatía - Bein lýsing

7:24
Tæknivilla á Rússa fyrir kjaft.
5:41
Króatinn Mario Kasun skorar og fær eitt skot en meiðist á auga og
Nikola Vujcic skorar úr vítinu.
3:25
Skipting hjá Rússum.
2:21
Villa á Rússa og Króatar komast yfir,
16-14.
0:22 
Zoran Planninic skorar úr stökkskoti,
staðan 18-14 fyrir Króötum.
00:00
Fyrsta leikhluta lokið og Króatar yfir 18-14.
10:00
Annar leikhluti hafinn.
9:21
Skref dæmt á Króata.
8:50
Villa dæmd á Rússa og Nikola Vujcic kemur
Króötum 4 stigum yfir, 20-16.
8:43
Rússar skora "3-point play" og staðan er 20-19.
8:19
Mario Kasun skorar sína fyrstu körfu síðan hann kom
aftur inn á.
7:28
Staðan er 24-23 Króötum í vil.
7:07
Skref dæmt á Króata.
6:44
Mario Kasun brýtur harkalega af Rússum.
5:52
Króatar taka leikhlé.
5:14
Króatar jafna í 26-26.
4:06
Skref dæmt á Rússa.
2:59
Króatar brjóta.
2:59
Króatar taka leikhlé.
2:20
Marco Popovic brýtur og Rússar komnir yfir
með 8 stigum 26-34.
1:26
Staðan er 29-36.
0:27
31-41.
00:00
Staðan í hálfleik er 33-41.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband