Færsluflokkur: NBA
Spurs og Suns unnu - mætast í annarri umferð
30.4.2010 | 22:38
San Antonio Spurs og Phoenix Suns unnu bæði leiki sína í nótt, og eru bæði komin áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Liðin tvö hafa á síðustu 5-6 árum átt skemmtilegar rimmur í úrslitakeppninni, en nú eru allt önnur andlit komin á liðin.
Bæði liðin unnu seríu sína 4-2, en Phoenix tóku Portland Trail Blazers í skemmtilegri rimmu og San Antonio hefndu sín á Dallas Mavericks síðan í fyrra, en þá slógu þeir Spurs-menn út í fyrstu umferð.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evans nýliði ársins
29.4.2010 | 23:34
Hinn frábæri Tyreke Evans, leikstjórnandi Sacramento Kings, var kosinn besti nýliði ársins fyrir örfáum klukkustundum.
Evans, sem átti þetta svo sannarlega skilið, skoraði 20,1 stig, tók 5,3 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu, en hann er einn örfárra nýliða sem hefur náð 20/5/5 í meðaltali.
Aðrir sem áttu möguleika á að vera nýliði ársins voru Stephen Curry (17,5 stig, 4,5 frák og 5,9 stoð a.m.t. í leik) og Brandon Jennings (20,8 stig, 3,0 frák og 3,8 stoð a.m.t. í leik).
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jennings leiddi Bucks til sigurs - komnir 2-3 yfir
29.4.2010 | 19:01
Brandon Jennings skoraði 25 stig, reif 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks unnu Atlanta Hawks í nótt, 87-91, og komust þar með yfir í seríu liðanna, 2-3.
John Salmons fór mikinn í liði Bucks, með 19 stig og 6 fráköst, en þess má geta að þeir eru án Andrew Bogut og Michael Redd, svo erfitt er fyrir þá að vinna svona seríu.
Hjá Hawks var Al Horford með 25 stig og 11 fráköst, en Joe Johnson skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, en hann braut sex sinnum af sér.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Melo skoraði 26 stig - Nuggets að nálgast Jazz
29.4.2010 | 15:37
Denver Nuggets tóku á móti Utah Jazz í fimmta leik liðanna í úrslitakeppninni, en leikar stóðu 1-3 Utah í vil, svo þeir gátu klárað seríuna.
Carmelo Anthony skoraði 26 stig og tók 11 fráköst í leiknum og Chris Andersen skoraði 10 stig, tók 7 fráköst og varði 3 skot.
Hjá Utah skoraði Carlos Boozer 25 stig og tók 16 fráköst. Paul Millsap skoraði 16 stig og tók 9 fráköst og Deron Williams skoraði 34 stig, gaf 10 stoðsendingar og reif 4 fráköst.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Crawford sjötti maður ársins
28.4.2010 | 17:25
Bakvörður Atlanta Hawks, Jamal Crawford, var í gær útnefndur sjötti maður ársins.
Hann átti mjög gott tímabil í ár með 18,0 stig, 3,0 stoðsendingar og 2,5 fráköst að meðaltali í leik á rúmum 30 mínútum í leik.
Aðrir sem komu til greina voru Jason Terry (Dallas Mavericks), Manu Ginobili (San Antonio Spurs), sem reyndar spilaði nokkuð mikið í byrjunarliði og svo auðvitað Anderson Varejo (Cleveland Cavaliers).
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Channing Frye skoraði 20 stig - Suns geta komist áfram í næsta leik
27.4.2010 | 17:00
Bekkur Phoenix Suns skoraði samanlagt 55 stig í nótt þegar þeir lögðu Portland Trail Blazers, 107-88, í fimmtu viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Channing Frye, sem kom inn af bekknum, skoraði 20 stig og tók 8 fráköst í leiknum, en stigahæstur í byrjunarliðinu var Amaré Stoudemire með 19 stig.
Brandon Roy skoraði aðeins 5 stig á aðeins 19 mínútum en stigahæstur hjá Portland var Andre Miller með 21 stig. Marcus Camby var einnig góður í leiknum, en hann skoraði 7 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 2 skot.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jennings með 23 stig - Bucks jöfnuðu metin
27.4.2010 | 15:39
Án Andrew Bogut og Michael Redd náðu Milwaukee Bucks að jafna seríuna gegn Atlanta Hawks í nótt, en leikar standa 2-2.
Í nótt unnu þeir sjö stiga sigur á Hawks, 111-104, en Brandon Jennings skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar.
Þá skoraði Carlos Delfino 22 stig og átti eina svakalega troðslu á Josh Smith, sem er nú frægur fyrir að verja svona skot.
Hjá Hawks skoraði Joe Johnson 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Josh Smith var einnig góður með 20 stig og 9 fráköst.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bobcats í frí - Magic komnir áfram
27.4.2010 | 15:14
Vince Carter skoraði 21 stig og af 4 stoðsendingar í nótt þegar Orlando Magic sendu Charlotte Bobcats í sumarfrí.
Orlando settu niður 13 þriggja stiga körfur á móti einungis 5 hjá Charlotte. Charlotte settu hins vegar fleiri tveggja stiga körfur, eða 28 á móti 15.
Dwight Howard skoraði aðeins 6 stig og tók 13 fráköst, en enn og aftur lenti hann í villuvandræðum (5,5 villur a.m.t. í leik í seríunni).
Hjá Charlotte var Tyrus Thomas stigahæstur með 21 stig, auk þess sem hann reif niður 9 fráköst. Auk þess var Gerald Wallace nokkuð góður með 17 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wade með 46 stig - Heat minnkuðu muninn
25.4.2010 | 21:23
Dwyane Wade skoraði 46 stig í leik Miami Heat gegn Boston Celtics, sem kláraðist nú fyrir stuttu.
Miami unnu fyrsta leik sinn í seríunni en hann fór 101-92 og standa því leikar 3-1, Boston í vil.
Quentin Richardson skoraði 20 stig og reif niður 7 fráköst fyrir Heat, og Rajon Rondo skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 4 fráköst fyrir Celtics.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Thunder héldu Kobe í 12 stigum - jöfnuðu seríuna
25.4.2010 | 13:43
Oklahoma City Thunder tóku á móti Los Angeles Lakers í nótt í fjórðu viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en Thunder jöfnuðu seríuna í nótt, með 110-89 sigurleik.
Með frábærri vörn náðu Thunder-menn að halda Kobe Bryant í einungis 12 stigum og 4 stoðsendingum.
Kevin Durant skoraði 22 stig og tók 4 fráköst, en Serge Ibaka kom sterkur inn af bekknum hjá þeim með 8 stig, 6 fráköst og 2 varin skot. Samanlagt skoraði bekkur Thunder 44 stig, en sex leikmenn komu inn af honum.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)