Færsluflokkur: NBA

Larry Brown endurnýjar við Bobcats

larry_brown

Larry Borwn sem leiddi lið Charlotte Bobcats til úrslitakeppninnar í NBA í fyrsta skiptið í sögu félagsins en var sópað út af Orlando Magic, 4-0, svo óvíst var hvort Brown myndi standa á hliðarlínu Bobcats að ári.

Philadelphia 76ers voru orðaðir við Brown en hann hefur þjálfað þá áður, frá 1997 til 2002. Hann leiddi svo Detroit Pistons til meistaratitils árið 2004 en hefur ekkert gengið mjög vel með lið sín síðan þá.

Þó hann hafi verið í viðræðum við öll þessi lið hefur Michael Jordan sagt að hann komi endi líklega uppi í Charlotte að ári en ekki er búið að gera samninginn, sem verður líklega gerður á næstu misserum.


Kobe skoraði 30 - Lakers komnir yfir

la_lakersLos Angeles Lakers komust í 1-0 í nótt þegar þeir unnu Boston Celtics, 102-89.

Celics áttu aldrei roð í Lakers en Lakers komust með yfir með 20 stigum en Celtics aðeins 2.

Kobe Bryant skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Lakers en Paul Pierce skoraði 24 stig og tók 9 fráköst fyrir Celtics.

Stigaskor Lakers:

Bryant: 30
Gasol: 23
Artest : 15
Fisher: 9
Brown: 6
Odom: 5
Farmar: 4

Stigaskor Celtics:

Pierce: 24
Garnett: 16
Rondo: 13
R. Allen: 12
Wallace: 9
Perkins: 8
T. Allen: 4
Davis: 3


Úrslit NBA: Lakers-Celtics í kvöld

nba_finals


Los Angeles Lakers taka á móti erkifjendum sínum úr Boston í kvöld en Celtics hafa unnið tvær seríur af þremur í úrslitakeppninni án þess að vera með heimavallarréttinn.

Síðustu þrjú ár hafa þessi lið nú mæst tvisvar í úrslitum NBA en þau eru gömlu stórveldin í deildinni og voru alltaf með eina stórstjörnu hvort, fyrst voru það Kareem og Robert Parish, svo Magic og Bird og nú eru það Bryant og Rondo, þó fleiri frábærir leikmenn hafa alltaf verið í kringum þá.

Leikurinn hefst klukkan 1:00 að íslenskum tíma en í Bandaríkjunum hefst hann klukkan 9:00.


Artest sektaður fyrir að koma seint á æfingu

ron_artestRon Artest var í gær sektaður af Los Angeles Lakers fyrir að koma seint á æfingu hjá liðinu samkvæmt heimildum www.nba.com.

Ekki er gefið upp hversu há sektin var en líklega er hún nokkuð há, þar sem svona sektir eru alltaf nokkuð hár í NBA, eða alla vega miðað við okkur Íslendinga.

Artest var hetja Lakers síðustu tvo leiki seríu þeirra gegn Phoenix Suns en hann skoraði sigurkörfuna í leik 5 og 25 stig í leik 6.


Framtíð Bass hjá Magic

brandon_bassKraftframherji Orlando Magic, Brandon Bass, mun mjög líklega yfirgefa liðið í sumar en hann hann fékk einungis að spila 13,0 mínútur að meðaltali í leik hjá þeim.

Hann skoraði 8,5 stig og tók 4,5 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili á 19,4 mínútum í leik hjá Dallas Mavericks en þetta tímabil var grátlegt fyrir hann þar sem hann fékk nánast ekkert að spila.

Hann hefur tekið sífelldum framförum á síðustu árum en hann byrjaði með 2,3 stig og 2,3 fráköst í leik með New Orleans Hornets tímabilið 2005-06 en svo á síðasta tímabili, 2008-09, var hann með 8,5 stig og 4,5 fráköst í leik sem eru mjög miklar framfarir.

Víti Bass hafa stórlagast með árunum en fyrsta ár hans var hann með 63% vítanýtingu, annað árið 75%, það þriðja 82%, fjórða árið var hann með tæp 87% og í ár var hann með tæp 83%.


Bryant skoraði 37 stig - Lakers mæta Celtics í úrslitum

kobe_bryantKobe Bryant skoraði 37 stig og tók 6 fráköst þegar Los Angeles Lakers komust í úrslit NBA-deildarinnar í nótt en þeir lögðu lið Phoenix Suns að velli, 111-103.

Staðan í seríunni fór 4-2 fyrir Lakers en þeir unnu fyrstu tvö leikina og Suns komu svo frábærlega til baka og jöfnuðu metin, 2-2, en Lakers stálu svo tveimur sigrum í röð og komust áfram.

Ron Artest, sem bjargaði síðasta leik fyrir Lakers, skoraði 25 stig í leiknum en hann hefur ekki verið að gera neitt rosalega góða hluti upp á síðkastið.

Stigaskor Suns:

Stoudemire: 27
Nash: 21
Richardson: 13
Dragic: 12
Barbosa: 7
Hill: 6
Dudley: 3
Amundson: 2

Stigaskor Lakers:

Bryant: 37
Artest: 25
Fisher: 11
Bynum: 10
Gasol: 9
Farmar: 8
Odom: 6
Vujacic: 5


Robinson átti stórleik - Celtics komnir í úrslit

nate_robinsonNate Robinson skoraði 13 stig og gaf 2 stoðsendingar í nótt þegar Boston Celtics komust í úrslit NBA-deildarinnar með sigri á Orlando Magic, 96-84.

Paul Pierce skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendignar í leiknum en hann var klárlega maður leiksins þó Robinson hafi fyllt stórkostlega í skarð Rajon Rondo sem meiddist lítillega í leiknum.

Stigaskor Celtics:

Pierce: 31
Allen: 20
Rondo: 14
Robinson: 13
Garnett: 10
Davis: 6
Perkins: 2

Stigaskor Magic:

Howard: 28
Carter: 17
Nelson: 11
Lewis: 7
Pietrus: 7
Redick: 7
Williams: 5
Gortat: 1
Barnes: 1


Artest með flautukörfu - Lakers komnir í 3-2

la_lakersRon Artest skoraði sigurkörfu Los Angeles Lakers þegar flautan í Staples Center gall í nótt en Lakers unnu Phoenix Suns, 103-101, og eru því aftur komnir með forystu í
einvígi þeirra, 3-2.

Lakers komust mest 18 stigum yfir í leiknum en þegar reyndi á kom hinn skemmtilegi Steve Nash til bjarga fyrir Suns.

Flautukarfan hjá Artest var aðeins önnur karfa hans í leiknum en hann skoraði einungis 4 stig. Hann spilaði þó góða vörn eins og honum einum er lagið og hélt Grant Hill í 10 stigum.

Channing Frye steig hressilega upp í þessum leik en hann hefur ekki verið í sambandi í seríunni og skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot.

Stigaskor Lakers:

Bryant: 30
Fisher: 22
Gasol: 21
Odom: 17
Vujacic: 5
Artest: 4
Bynum: 2
Brown: 2

Stigaskor Suns:

Nash: 29
Stoudemire: 19
Frye: 14
Richardson: 12
Hill: 10
Dudley: 10
Dragic: 3
Amundson: 2
Barbosa: 2


Nelson skoraði 24 stig - Magic að minnka munninn

dwight_howardOrlando Magic unnu annan leik sinn í röð í nótt á Boston Celtics, 113-92.

Jameer Nelson skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 5 fráköst fyrir Magic en hjá Celtics var Rasheed Wallace stigahæstur með 21 stig.

Miðherji Celtics, Kendrick Perkins, fékk tvær ósanngjarnar tæknivillur dæmdar á sig í leiknum og var sendur í sturtu en Rajon Rondo, Marcin Gortat og Matt Barnes fengu allir eina tæknivillu dæmda á sig.

Stigaskor Magic:

Nelson: 24
Howard: 21
Lewis: 14
Redick: 14
Barnes: 9
Bass: 8
Pietrus: 8
Carter: 8
Williams: 5
Gortat: 2

Stigaskor Celtics:

Wallace: 21
Rondo: 19
Pierce: 18
Garnett: 10
R. Allen: 9
Rbinson: 5
Davis: 4
Williams: 2
Perkins: 2


Lykilleikmenn Magic að vakna til lífsins - löguðu stöðuna í nótt

boston_celticsOrlando Magic unnu fyrsta leik sinn í seríu þeirra og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar en leikurinn fór 92-96 í framlengingu.

Staðan í einvíginu er þó enn 1-3 fyrir Celtics en Magic eiga heimaleik á fimmtudaginn næstkomandi og geta því minnkað muninn í einn leik en Cetlics geta klárað seríuna í hverjum einasta leik sem verður spilaður í henni.

Dwight Howard átti frábæran leik með 32 stig og 16 fráköst.

Stigaskor Celtics:

Pierce: 32
R. Allen: 22
Garnett: 14
Rondo: 9
Davis: 6
Wallace: 4
Perkins: 3
T. Allen: 2

Stigaskor Magic:

Howard: 32
Nelson: 23
Lewis: 13
Redick: 12
Barnes: 10
Bass: 3
Carter: 3


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband