Artest með flautukörfu - Lakers komnir í 3-2

la_lakersRon Artest skoraði sigurkörfu Los Angeles Lakers þegar flautan í Staples Center gall í nótt en Lakers unnu Phoenix Suns, 103-101, og eru því aftur komnir með forystu í
einvígi þeirra, 3-2.

Lakers komust mest 18 stigum yfir í leiknum en þegar reyndi á kom hinn skemmtilegi Steve Nash til bjarga fyrir Suns.

Flautukarfan hjá Artest var aðeins önnur karfa hans í leiknum en hann skoraði einungis 4 stig. Hann spilaði þó góða vörn eins og honum einum er lagið og hélt Grant Hill í 10 stigum.

Channing Frye steig hressilega upp í þessum leik en hann hefur ekki verið í sambandi í seríunni og skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og varði eitt skot.

Stigaskor Lakers:

Bryant: 30
Fisher: 22
Gasol: 21
Odom: 17
Vujacic: 5
Artest: 4
Bynum: 2
Brown: 2

Stigaskor Suns:

Nash: 29
Stoudemire: 19
Frye: 14
Richardson: 12
Hill: 10
Dudley: 10
Dragic: 3
Amundson: 2
Barbosa: 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband