Færsluflokkur: NBA
Carloz Boozer til bulls
8.7.2010 | 12:57
Chicago Bulls hafa gert samning við einn besta kraftframherja í NBA-deildinni, Carloz Boozer, en Boozer hefur spilað með Utah Jazz æstum allan sinn feril en hann lék fyrstu tvö ár sín með Cleveland Cavaliers.
Samningurinn gildir í fimm ár upp á 80 milljónir dollara.
Boozer var með 19,7 stig og 13,2 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni í vor en á tímabilinu skoraði hann 19,2 stig og tók 11,5 fráköst í leik.
NBA | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Wade endurnýjar við Heat - Bosh kemur líklega með honum
7.7.2010 | 20:24
Dwyane Wade og Chris Bosh munu líklega báðir spila fyrir Miami Heat á komandi tímabili.
Wade hefur þegar ákveðið að endurnýja við Heat en Bosh á enn eftir að ákveða sig þó það sé lang líklegast að hann verði liðsfélagi Wade á komandi tímabili.
"Ég er feginn að þessu sé lokið," sagði Wade í viðtali við The Associated Press. "Ég varð að gera það sem er best fyrir mig sjálfan og það er klárlega þetta" bætti hann við.
Heat eiga þá þessa tvo stjörnuleikmenn, Quentin Richardson, Carloz Arroyo, Mario Chalmers, Mike Beasley Dorell, Wright, Chris Quinn og Jermaine O'Neal (sem gæti yfirgefið liðið) sem eru mjög fínir leikmenn þannig að þeir munu líklega vera í toppbaráttunni næsta tímabil.
NBA | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Könnun: James fer til Bulls
7.7.2010 | 12:35
Þá er skoðanakönnun okkar á enda en svona lítur hún út:
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eru farnir? Hverjir eru lausir?
7.7.2010 | 12:11
Eins og sést hér á myndinni hér að ofan eru þrír leikmenn af átta bestu samningslausu leikmönnunum búnir að semja við lið.
Aðeins fimm eru eftir og mikil og hörð samkeppni milli liðanna sem geta boðið leikmönnum mest og eru með forskot á þeim.
LeBron James mun tilkynna ákvörðun sína hvert hann fer annað kvöld en þá mun annar kross bætast við á myndina.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinny Del Negro tekur við LA Clippers
7.7.2010 | 11:20
Vinny Del Negro verður næsti þjálfari Los Angeles Clippers en Del Negro hefur þjálfað Chicago Bulls og náði ágætis árangri með það lið.
Clippers hafa ekki staðið sig vel síðustu ár en þeir áttu fína rispu á þessu tímabili þar sem þeir unnu meðal annars Boston Celtics.
Del Negro vann 82 leiki með Bulls á þessum tveimur árum og tapaði 82 sem er mjög fínt á fyrstu tveimur árunum sem þjálfari en hann kom Bulls í úrsliitakeppnina í bæði skiptin en tapaði í oddaleik gegn Celtics í fyrra skiptið og svo gegn Cleveland Cavs.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amaré til Knicks - snýr aftur til D'Antoni
6.7.2010 | 12:04
Amaré Stoudemire gerði fyrr í dag fimm ára samning upp á 100 milljónir dala við New York Knicks en Stoudemire hefur spilað með Phoenix Suns öll átta tímabilin sem hann hefur leikið í NBA-deildinni.
Stoudemire mun nú leika fyrir sinn gamla þjálfara, Mike D'Antoni, sem hefur stjórnað Knicks síðustu tvö tímabilin.
Stoudemire skoraði 23,1 stig og reif 8,9 fráköst að meðaltali í leik á liðnu tímabili og komst í stjörnulið Vesturisins í febrúar síðastliðinn.
Ef Stoudemire nær sér á strik með Knicks, þeir ná sér í góðan bakvörð (þá gætu þeir skipt Tracy McGrady fyrir Kirk Hinrich ef það passar undir launaþaki) geta þeir vel verið í toppbaráttunni í Austrinu.
NBA | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pierce heldur áfram með Celtics
5.7.2010 | 13:35
Framherji Boston Celtics, Paul Pierce, hefur ákveðið að halda áfram með liðinu næstu fjögur árin en hann gerði samning upp á 61 milljón dala í gær.
Pierce hefur unnið einn titil á tólf ára ferli með Celtics en þann titil vann hann árið 2008. Celtics komust svo í úrslit fyrr í sumar þar sem þeir töpuðu í oddaleik gegn LA Lakers.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Markaðurinn: Helstu fréttir
4.7.2010 | 20:43
- Joe Johnson hefur gert nýjan 6 ára samning við Atlanta Hawks og fær 119 milljónir dala á þeim tíma en umboðsmaður hans staðfesti það í dag.
- Rudy Gay mun líklega snúa aftur til Memphis Grizzlies að ári en Grizzlies buðu honum fimm ára samning upp á 80 milljónir dollara.
- Drew Gooden hefur samið við Milwaukee Bucks til fimm ára og mun fá 32 milljónir dala á þeim tíma en hann hefur spilað fyrir átta lið á níu ára ferli sínum og eru Bucks það tíunda.
- Darko Milicic hefur gert nýjan samning upp á fjórar milljónir dollara við Minnesota Timberwolves og mun verða þar næstu fjögur ár ef honum verður ekki skipt.
- Framherjinn Amir Johnson mun leika með Toronto Raptors næstu fimm árin og mun fá 32 milljónir dala á þeim tíma en hann lék með Raptors á síðasta tímabili.
- Utah Jazz hafa samið við skotbakvörðinn Gordon Hayward en hann var valinn níundi í nýliðavali NBA fyrr í sumar.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dirk áfram með Mavs
4.7.2010 | 20:19
Dirk Nowitzki mun gera nýjan fjögurra ára samning á næstu dögum en hann hefur þegið 80 milljóna dala samning að sögn fjölmiðla sem er launalækkun.
Nowitzki hefur spilað allan sinn feril með Dallas Mavericks en var valinn af Milwaukee í nýliðavalinu árið 1998.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bulls? Nets? Knicks? Hvert fer hann?
1.7.2010 | 21:34
Eins og kom fram á síðunni fyrr í dag er búið að opna fyrir markaðinn í NBA-deildinni og strax hafa fullt af liðum rætt við kónginn LeBron James.
James er á teikniborðinu hjá flest öllum liðum deildarinnar og þar á meðal þessum á myndinni hér að ofan en hann er stranglega orðaður við þau lið.
New York Knicks eru með mesta plássið undan launaþakinu eða rúmar 34 milljónir dala og á eftir þeim koma Bulls en svona er taflan yfir þau fimm lið sem mest geta boðið:
Sæti | Lið | Pláss (í dölum) |
1. | Knicks | $34,528,223 |
2. | Bulls | $29,933,796 |
3. | Nets | $28,634,603 |
4. | Heat | $27,365,632 |
5. | Clippers | $16,155,311 |
Eins og þið sjáið hér að ofan geta Kniicks boðið James mestan pening og eru þar með líklegastir peningalega séð þó Bulls og Nets séu einnig mjög líklegir til þess að fá hann peningalega séð og frá öðrum hliðum séð.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)