Færsluflokkur: NBA
Jefferson endurnýjar við Spurs
22.7.2010 | 12:00
Richard Jefferson hefur endurnýjað samning sinn við San Antonio Spurs til fjögurra ára en hann sagði upp samningnum fyrr í sumar.
Samningurinn er gildir sem fyrr segir til fjögurra ára en hann er upp á 40 milljónir dala sem er launalækkun hjá honum en hann hefði fengið fimmtán milljónir á komandi tímabili sem er meira en hann mun fá.
Launalækkunin gerði Spurs kleift að ná sér í einn besta miðherja Evrópu, Tiago Splitter, og gera nýjan samning við þriggja stiga skyttuna Matt Bonner.
Jefferson átti afleitt tímabil í vetur en hann skoraði 12,3 stig að meðaltali í leik sem er lélegasta skor hans síðan á nýliðatímabili hans en þá skoraði hann 9,4 stig í leik.
NBA | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heat bæta við sig
21.7.2010 | 12:40
Miami Heat hafa náð samningum við miðherjann Juwan Howard en hann spilaði með Portland Trail Blazers á síðasta leiktímabili.
Hjá Blazes skoraði hann 6,0 stig og tók 4,6t fráköst að meðaltali í leik.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brad Miller til Rockets
20.7.2010 | 12:04
Houston Rockets hafa náð samningum við miðherjann Brad Miller en hann spilaði með Chicago Bulls á síðasta leiktímabili.
Miller, sem er góður skotmaður, skoraði 8,8 stig og tók 4,9 fráköst að meðaltali í leik á liðnu tímabili en hann kom til Bulls á miðju 2008-09 tímabilinu.
Meðal annarra frétta hafa Miami Heat endurnýjað samninginn við James Jones og Joel Anthony´.
Þá hafa Boston Celtics náð samningum við Nate Robinson sem komtil þeirra á miðju síðasta tímabili. Einnig hafa LA Clippers gert nýjan eins árs samning við Craig Smith.
NBA | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heat ná sér í Miller - Bell til Jazz
16.7.2010 | 20:43
Miami Heat hafa náð samningum við Mike Miller en Millers spilaði með Washington Wizards á síðasta leiktímabili þar sem hann gerði 10,9 stig og 6,2 fráköst að meðaltali í leik.
Miller ætti að styrkja Heat mikið en hann gerði fimm ára samning sem er upp á um það bil 25 milljónir dollara að sögn ESPN.com en eftir að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade ákváðu að vera saman í Heat vantaði þeim skotmann til þess að fullkomna þríeykið.
Wade mun þá líklega byrja sem bakvörður hjá Heat, Miller í stöðu skotbakvarðar, en hann er 204 cm á hæð og getur spilað skotbakvörð og framherja, LeBron mun þá spila framherja og Bosh og Udonis Haslem munu verða í kraftframherja og miðherja.
Raja Bell hefur gengið til liðs við sitt fyrrum lið, Utah Jazz, en hann spilaði með þeim fjórða og fimmta tímabil sitt í NBA-deildinni.
Bell, sem var skipt frá Charlotte Bobcats til Golden State Warriors fyrr á leiktíðinni, spilaði aðeins einn leik með þeim á tímabilinu og skoraði 11 stig í þeim leik.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Childress og Hedo til Suns
15.7.2010 | 12:39
Framherjinn Josh Childress, sem síðustu tvö ár hefur spilað með Olympiakos, sneri aftur í NBA á dögunum en hann gerði fimm ára samning við Atlanta Hawks og þeir skiptu samningnum til Phoenix Suns fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2012.
Einnig hafa Suns landað Hedo Turkoglu frá Toronto Raptors í skiptum fyrir einn besta sjötta mann deildarinnar, Leandro Barbosa og Dwyane Jones til Raptors.
Þessar breytingar ættu að fylla upp í skarð Amaré Stoudemire en þar sem Childress kemur og Barbosa fer eru Suns að græða, því Barbosa hefur verið mikið meiddur að undanförnu.
NBA | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harrington til Nuggets
15.7.2010 | 12:08
Kraftframherjinn Al Harrington hefur gengið til liðs við Denver Nuggets en Harrington spilaði með New York Knicks á síðasta tímabili.
Hann skoraði 17,7 og tók 5,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en Knicks enduðu í 11. sæti Austurdeildarinnar í vetur.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Udonis Haslem ætlar sér annan titil
14.7.2010 | 13:47
Udonis Haslem hefur gert nýjan fimm ára samning við Miami Heat upp á 20 milljónir dala sem er 14 milljónum minna en peningurinn sem hann gat fengið hjá Dallas Mavericks og Denver Nuggets.
Það þýðir að Haslem, sem vann titil með Heat árið 2006, stefnir víst á að vinna annan titil að ári þar sem þrír af tíu bestu leikmönnum NBA-deildarinnar eru innifaldir.
NBA | Breytt 20.7.2010 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Big Al skipt til Utah - Ilgauskas eltir James og fer til Heat
14.7.2010 | 11:00
Minnesota Timberwolves hafa skipt miðherjanum Al Jefferson til Utah Jazz en Jazz þurftu að ná sér í stóran mann eftir að Carlos Boozer gekk til liðs við Chicago Bulls.
Fyrir Jefferson fá T'Wolves miðherjann Kosta Koufus frá Jazz og rétt í fyrstu umferð á næstu árum sem þeir fengu frá Memphis Grizzlies í Ronniie Brewer skiptunum.
Jefferson var með 17,9 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik á síðasta tímabili en honum var skipt til T'Wolves ásamt nokkrum öðrum leikmönnum þegar Kevin Garnett var skipt til Boston Celtics.
Þá hefur miðherjinn Zydrunas Ilgauskas gengið til liðs við Miami Heat en hann hefur leikið allan sinn feril með Cleveland Cavaliers eða síðan 1997.
Hann mun því elta stjörnuframherjann LeBron James en hann samþykkti tveggja ára samning við Heat upp á 2,8 milljónir dala.
Hann mun nokkurn veginn fylla upp í skarð Michael Beasley sem var á dögunum sendur til Minnesota Timiberwolves fyrir tvo valrétti í annarri umferð nýliðavalsins árið 2011 og 2014.
Meðal Annarra frétta hafa SA Spurs gert nýjan samning við miðherjann Matt Bonner og Washington Wizards haffa gert samning við Hilton Armstrong.
Chicago gerðu samning viði Hakeem Warrick og skiptu síðan samningnum til Phoenix Suns fyrir valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu árið 2011.
Kyle Korver elti svo Carlos Boozer til Chicago Bulls en hann samdi upp á 15 milljónir í þrjú ár. Einnig hafa Bulls gert samning við Ömer Asik sem þeir tóku í nýliðavalinu árið 2008.
Þá hafa Orlando Magic gert þriggja ára samning við Quentin Richardson upp á 7,5 milljónir dala.
Á dögunum gerðu þeir svo fjögurra ára samning við Chris Duhon upp á 15 milljónir dala.
Boston Celtics hafa bætt við sig miðherja en þeir hafa fengið Jermainie O'Neal sem var hjá Miami Heat á liðnu tímabili en þeir þurftu að senda hann frá sér.
Phoenix Suns nálgast samninga við Hedo Turkoglu og Josh Cildress en Childress er samningslaus og Hedo vill komast frá Toronto Raptors, liðinu sem hann spilaði með í vetur.
NBA | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helstu fréttir úr NBA
13.7.2010 | 22:36
NY Knicks gerðu samning við David Lee og skiptu honum svo til Golden State Warriors fyrir Anthony Randolph, Kelzenna Azubuike og Ronny Turiaf en Lee fær 80 milljónir næstu sex árin samkvæmt samingnum.
New Jersey Nets hafa samið við bakvörðinn Jordan Farmar en hann vann tvo meistaratitla með LA Lakers á fjórum tímabilum með þeim.
Tiago Splitter hefur samið við San Antonio Spurs en hann var valinn 27. í nýliðavalinu árið 2007.
Hann fær minni laun en hann hefði getað fengið hjá Caja Laboral (fyrrum liði hans) en hann segir að tími hans sé runnin upp í NBA.
Michael Beasley var á dögunum sendur til Minesota Timberwolves fyrir valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu árið 2011 og 2014.
LA Clippers gerðu samning við bakvörðinn Randy Foye og framherjann Ryan Gomez en þeir voru á lausum samningum.
Dallas Mavericks framlengdu á dögunum samninginn við miðherjann öfluga Brendon Haywood, sem mun fá 55 milljónir á næstu 6 árum.
Charlotte Bobcats framlengdu við framherjann Ty Thomas til fimm ára og hann mun fá 40 milljónir dala á þeim tíma.
Svo skiptu Bobcats miðherjannum Tyson Chandler og Alexis Ajinca til Mavericks fyrir Eric Dampier, Eduardo Najera og Matt Carrol.
New Jersey Nets fengu bakvörðinn Anthony Morrow fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2011.
Oklahoma City Thunder gerðu nýjan samning við Kevin Durant sem gildir til fimm ára og fengu Morris Peterson New Orleans Hornets fyrir rétt á tveimur nýliðum.
NBA | Breytt 14.7.2010 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LeBron James til Miami Heat!!!
9.7.2010 | 11:22
Stjörnuframherjinn LeBron James opinberaði í gærkvöldi ákvörðun sína um félagsskipti.
Hann gekk til liðs við Dwyane Wade og Crish Bosh en þeir gerðu báðir samning við Heat.
Heat verða því líklega á toppnum á komandi tímabili og fróðlegt verður að sjá hvort stjörnurnar nái saman og hvort þeir nái að stilla upp meistaraliði eins og Boston Celtics gerðu árið 2008 með Ray Allen, Kevin Garnett og Paul Pierce.
LeBron olli miklum vonbrigðum stuðningsmanna Cleveland Cavaliers, sem er fyrrum lið hans, en eigendur Cavs voru búnir að gera allt til að halda honum.
Stuðningsmenn brenndu búninga sem merktir eru James og grýttu veggmynd af honum og fl. en eigandi liðsins, Dan Gilbert, skrifaði svokallað "ástarbréf" um LeBron, sem var reyndar ekki til hans, heldur stuðningsmanna.
Í því segir hann meðal annars að LeBrion sé svikari og heigull en hann lofaði stuðningsmönnum að Cavaliers muni vinna titil áður en James gerir það með Heat.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)