Færsluflokkur: NBA
Felton tryggði Knicks sigur - Úrslit næturinnar
9.12.2010 | 15:34
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Raymond Felton tryggði New York Knicks sigur með ótrúlegum hætti á Toronto Raptors þegar þrjár sekúndur voru eftir og Knicks eru búnir að vinna sex leiki í röð og eru í sjötta sæti Austursins.
Þá skoraði Derek Fisher úr sniðskoti á lokasekúndunum í leik Los Angeles liðanna en Lakers unnu leikinn, 86-87.
Í síðasta spennutrylli næturinnar skoraði Andrew Bogut úr ótrúlegu "Alley-oop" sniðskoti úr innkasti á síðustu sekúndunni í leik Milwaukee Bucks og Indiana Pacers og tryggði Bucks sigurinn, 97-95.
Þá tókst George Karl, þjálfara Denver Nuggets ekki að vinna sinn þúsundasta NBA leik þar sem Boston Celtics unnu öruggan sigur á Karl og félögum, 105-89 en Carmelo Anthony var ekki með í leiknum.
LA Clippers 86-87 LA Lakers
Milwaukee 97-95 Indiana
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iggy til Cavs?
5.12.2010 | 20:29
Cleveland Cavaliers gætu verið að fá aðra stórstjörnu í raðir sínar, en nú hefur þeim orðrómi verið dreift Vestanhafs að Andre Iguodala gæti hugsanlega verið á leiðinni þangað.
Iguodala er 26 ára gamall og er plássfrekur í liði Philadelphia 76ers, þar sem hann spilar sömu stöðu og hinn ungi Evan Turner, og þar fyrir utan er hann ekki að skila neitt rosalegum tölum, með 14,0 stig, 5,4 stoðsendingar og 6,7 fráköst í leik, sem er langt frá hans besta en þó gott.
Svona virka skiptin undir launaþaki og eru nokkuð sanngjörn:
Cavaliers fá:
Andre Iguodala
Jason Kapono
76ers fá:
Christian Eyenga
Antawn Jamison
Daniel Gibson
*Þó er ekki líklegt að skiptin verði í þessari mynd ef þau gerast, þar sem Sixers eru t.d. með tvo góða framherja fyrir.
Gengi 76ers hefur ekki verið nærri því nógu gott hingað til og veitir þeim ekkert af því að hrista aðeins upp í leikmannahópnum og reyna að endurbyggja liðið, til dæmis að fá sér einhvern almennilegan miðherja fyrir Spencer Hawes og einhvern úr þessu fjögurra manna framherjateymi þeirra.
NBA | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Pierce er ennþá lifandi
22.11.2010 | 14:33
Paul Pierce setur eina stóra í "grillið" á Serge Ibaka.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurs á sigurgöngu - Úrslit næturinnar
11.11.2010 | 15:18
Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Utah Jazz hafa nú unnið tvo leiki í röð á geysisterkum liðum en í gærkvöldi unnu þeir Orlando Magic.
Þá eru San Antonio Spurs í sigurgírnum en þeir eru komnir í þriðja sæti Vestursins með sex sigra og eitt tap. Hinum megin í villta vestrinu er reyndar ekkert að gerast en Houston Rockets töpuðu gegn Washington Wizards, 98-91.
Golden State Warriors héldu áfram sigurgöngu sinni í nótt en þeir unnu nauman sigur á New York Knicks í nótt, 117-122 og sitja í fimmta sæti Vesturstrandarinnar með sex sigra og tvö töp.
Nú hafa Atlanta Hawks tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni en þeir töpuðu fyrir Milwaukee Bucks í nótt, 91-108.
Þá réttu New Jersey úr kútnum eftir fimm leikja taphrinu og unnu Cleveland Cavaliers, 87-95, þar sem Devin Harris var sem áður í broddi fylkingar með 31 stig 9 stoðsendingar.
Orlando 94-104 Utah
Toronto 96-101 Charlotte
Cleveland 87-95 New Jersey
New York 117-122 Golden State
Memphis 91-106 Dallas
Oklahoma 109-103 Philadelphia
San Antonio 107- 95 LA Clippers
Við viljum minna á að við verðum ekki mikið lengur hér því við verðum Körfubolti.net eftir örfáa daga.
NBA | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eddie House til Heat
4.8.2010 | 11:14
Bakvörðurinn Eddie House hefur samþykkt tveggja ára samning við Miami Heat en þar spilaði hann fyrstu þrjú tímabil sín í NBA-deildinni.
Samningurinn, sem fyrr segir er til tveggja ára, gildir upp á tæpar þrjár milljónir dala.
House, sem spilaði fyrir Boston Celtics og New York Knicks á liðnu tímabili, skoraði 7,0 stig og tók tæp tvö fráköst að meðaltali í leik, svo hann ætti að vera mikill styrkur fyrir liðið.
Hann var einn af bestu leikmönnunum á bekknum hjá Boston Celtics þegar þeir mynduðu eitt besta þríeyki allra tíma með Garnett, Allen og Pierce, en það tímabil (2007-08) skoraði hann 7,5 stig og tók rúm tvö fráköst að meðaltali í leik.
Meðal annarra frétta má geta þess að tröllið Shaquille O'Neal er nálægt samningum við Boston Celtics. Þá hafa Minnesota T'Wolves látið frá sér vandræðagemlinginn Delonte West, sem þeir fengu í skiptum fyrir Ramon Sessions á dögunum.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ramon Sessions til Cavs
29.7.2010 | 12:45
Minnesota Timberwolves skiptu á dögunum Ramon Sessions og Ryan Hollins til Cleveland Cavaliers auk valrétts í annarri umferð í nýliðavali næstu ára.
Fyrir þá fengu þeir Delonte West og Sebastian Telfair en West hefur verið hjá Cavaliers síðustu tvö leiktímabilin en Telfair kom í vetur.
Sessions skoraði 8,2 stig og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Antoine Wright til Kings
24.7.2010 | 12:04
Sacramento Kings hafa náð samningum við bakvörðinn Antoine Wright en hann spilaði með Toronto Raptors á síðasta tímabili.
Þar skoraði hann 6,5 stig og tók 2,8 fráköst að meðaltali í leik en honum var skipt frá Dallas Mavericks til Raptors í fyrra sumar í Marion-skiptunum.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnes og Ratliff til Lakers
23.7.2010 | 11:09
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa framherjinn Matt Barnes og miðherjinn Theo Ratliff hafa gert samning við meistara Los Angeles Lakers.
Barnes gerði tveggja ára samninig upp á 3,6 milljónir dala en Ratliff gerði samning upp á eitt ár og rúmlega 1,30 milljónir dollara.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tony Battie til Sixers
22.7.2010 | 16:06
Phildelphia 76ers hafa náð samningum við miðherjann Tony Battie en hann samdi við liðið um að spila með því næsta tímabil.
Battie spilaði með New Jersey Nets á síðasta tímabili en áður hafði hann spilað með Denver Nuggets, Boston Celtics, Cleveland Cavs og Orlando Magic.
Með Nets skoraði hann 2,4 stig að meðaltali í leik en hann ætti að hjálpa stóru mönnum Sixers með reynslu og dýpt, þar sem þeir eru ekki með marga miðherja.
Miðherjar þeirra eru Spencer Hawes, Mareese Speights og Jason Smith, sem allir eru einungis rétt rúmlega tvítugir, svo Battie ætti að koma með mikla reynslu til stóru mannanna en hann er 34 ára gamall.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Wes Matthews til Blazers
22.7.2010 | 15:02
Bakvörðurinn Wesley Matthews hefur samið við Portland Trail Blazers en Utah Jazz jöfnuðu ekki tilboði Blazers þar sem hann var með "verndaðan" samning eins og flestir þekkja sem "restricted free agent".
Jazz tóku Raja Bell fram yfir Matthews en Bell hefur verið mikið meiddur upp á síðkastið og er orðinn þó nokkuð gamall (fæddur áriði 1976) svo Matthews hefði líklega verið betri kostur.
Matthews, sem er aðeins að verða 24 ára gamall, skoraði 9,3 stig og tók 2,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Jazz en það var nýliðatímabilið hans.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)