Færsluflokkur: NBA
Úrslit næturinnar - Wade tryggði Heat sigur
5.3.2010 | 18:19
Miami Heat jöfnuðu LA Lakers í nótt þegar þeir unnu þriggja stiga sigur á meisturunum í framlengdum leik, en Kobe Bryant skoraði flautukörfu sem dugði Lakers til sigur í síðustu viðureign liðanna á leiktíðinni.
Leikurinn fór 114-111 fyrir Heat, en Kobe Bryant skoraði 39 stig, en ekki dugðu þau því Dwyane Wade skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en næst honum kom Quentin Richardson, sem átti blómstrandi leik fyrir utan þriggja stiga línuna (7/11), með 25 stig.
Memphis Grizzlies unnu Chicago Bulls nokkuð sannfærandi með 9 stigum, 96-105, en Utah Jazz unnu Phoenix Suns, 108-116, þar sem C.J. Miles kom inn af bekknum með hörkuleik fyrir Jazz, skoraði 15 stig og tók 5 fráköst.
NBA | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
4.3.2010 | 15:59
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iverson hættur
4.3.2010 | 15:47
Bakvörðurinn Allen Iverson lagði skóna á hilluna núna fyrir skömmu, en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö ár.
Iverson var með 26,7 stig, 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á NBA-ferli sínum, auk þess sem hann stal 2,2 boltum í leik.
Ein af ástæðum þess að Iverson skildi við Sixers var að dóttir hans liggur veik á spítala og A.I. þarf vegna þess að sinna henni.
NBA | Breytt 5.3.2010 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
2.3.2010 | 17:44
Fráköst: Josh Smith (ATL) með 18 fráköst.
Stoðsendingar: Darren Collinson (NOH) með 15 stoðsendingar.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
1.3.2010 | 21:30
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt, en meðal annars fór fram toppslagur vestursins, þar sem LA Lakers og Denver Nuggets mættust í Staple Center. Denver voru yfir í hálfleik og voru komnir með 13 stiga forystu á tímapunkti en Lakers-menn börðust að síðasta blóðdropa og unnu leikinn.
Þá unnu San Antonio Spurs þriggja stiga sigur á Phoenix Suns þar sem Jason Richardson klúðraði troðslu til að jafna leikinn er um 40 sekúndur voru til leiksloka.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
28.2.2010 | 12:39
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jordan kaupir Charlotte Bobcats
27.2.2010 | 19:51
Michael Jordan, besti leikmaður í sögu körfuboltans, keypti í dag lið Charlotte Bobcats, en Bobcats unnu í nótt æsispennandi leik gegn Memphis Grizzlies.
Bob Johnson, fyrrum eigandi liðins samþykkti kaupin í dag. Hins vegar á stjórn NBA á eftir að samþykkja þau, en líklegt er að þeir muni samþykkja þau á næstunni.
Jordan hefur svo sem ekki verið að skipta sér mikið af liðinu, en hann átti hlut í því að velja Adam Morrison með þriðja valrétt árið 2006, en það val er talið eitt það versta í langan tíma.
Bob Johnson, sem var fyrsti svarti eigandi stórliðs í bandarískum íþróttum, borgaði 300 milljónir til að koma liðinu inn í NBA, en hefur tapað 150 milljónum til viðbótar síðan þá, þar sem erfitt hefur reynst að fá áhorfendur á leiki. Þar átti Jordan að hjálpa til, en hann er í guðatölu í Norður Karólínuríki þar sem hann fæddist og ólst upp áður en hann leiddi University of North Carolina til meistaratitils árið 1982.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Fjórir leikir unnust í framlengingu
27.2.2010 | 18:33
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt, en fjórir þeirra voru framlengdir.
Charlotte Bobcats unnu fjögurra stiga útisigur á Memphis Grizzlies eftir æsispennandi leik, en þess má geta að sá leikur var ekki framlengdur svo nóttin var mjög áhugaverð.
Í leik Cleveland Cavaliers og Toronto Raptors var mikill hiti, en þar sem LeBron James skoraði 35 stig eða meira í öðrum leik sínum í röð unnu Cavs átta stiga sigur, 118-126. Þess má geta að Antawn Jamison er eitthvað að smella inn í lið Cavs en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í nótt.
Úrslit næturinnar eru eftirfarandi:
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Powe spilaði gegn sínum gömlu félögum
26.2.2010 | 17:16
Leon Powe spilaði í nótt sinn fyrsta leik á tímabilinu með Cleveland og sinn fyrsta leik gegn Boston Celtics. Hann lék í tæpar 4 mínútur og skoraði 4 stig og tók 2 fráköst.
Cleveland unnu leikinn auðveldlega, 88-108, en LeBron James skoraði 36 stig, tók 7 fráköst og gaf 9 stoð-sendingar.
Í spennutrylli næturinnar unnu Milwaukee Bucks nauman sigur á Indiana Pacers, 108-112, þar sem Brandon Jennings skoraði 18 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst.
Í leik númer þrjú unnu Denver Nuggets svokallaðan "Billups-sigur" á Golden State Warriors en Chauncey Billups skoraði 37 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Boston 88 -108 Clevaland
Indiana 110 - 112 Milwaukee
Golden State 112 - 127 Denver
Tólf leikir fara fram á morgun sem þýðir að sex lið sitja hjá. Skemmtilegir leikir verða á dagskrá eins og til dæmis Washington-New York, Houston-San Antonio og Atlanta-Dallas.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
25.2.2010 | 15:15
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)