Færsluflokkur: NBA
Úrslit næturinnar - Lakers unnu Thunder
19.4.2010 | 19:23
Oklahoma City Thunder heimsóttu Los Angeles Lakers í Staple Center í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers-menn áttu leikinn nánast allan tímann, en aldrei komust OKC yfir í leiknum. Þó voru Lakers nánast aldrei yfir með meira en 10 stigum, og unnu leikinn með 8 stigum, 87-79.
Kobe Bryant skoraði einungis 21 stig í leiknum, en stigaskor Lakers var mun dreifðara en vanalega. Derek Fisher skoraði 11 stig, Pau Gasol 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og Andrew Bynum skoraði 13 stig, tók 12 fráköst og varði 4 skot.
Þá unnu Portland Trail Blazers mjög mikilvægan útisigur á Phoenix Suns, 100-105.
Framherji Portland, Nicolas Batum, kom verulegaa óvart í leiknum, þar sem hann skoraði 18 stig og tók 5 fráköst (meðaltal: 10 stig+4 fráköst). Andre Miller átti einnig stórkostlegan leik, en hann skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og reif niður 5 fráköst.
Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 25 stig, auk þess sem hann gaf 9 stoðsendingar. Channing Frye kom sterkur inn af bekknum með 12 stig og 7 fráköst.
Allir leikir næturinnar eru eftirfarandi:
LA Lakers 87 - 79 Oklahoma City
Orlando 98 - 89 Charlotte
Dallas 100 - 94 San Antonio
Phoenix 100 - 105 Portland
NBA | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Úrslitakeppnin hafðist í gærkvöld
18.4.2010 | 19:15
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í nótt, Boston Celtics unnu Miami Heat, 85-76, Cleveland Cavaliers unnu Chicago Bulls, 96-83, Atlanta Hawks unnu Milwaukee Bucks, 102-92 og Denver Nuggets unnu tíu stiga sigur á Utah Jass, 126-113.
Í nótt fara fram fjórir leikir, en svona líta þeir út:
LA Lakers - OKC Thunder Staðan er 10-4 fyrir Lakers
Dallas Mavs - SA Spurs Hefst klukkann 00:00 í nótt
PHX Suns - Portland Blazers Hefst klukkan 02:30 í nótt
Orlando Magic - Charlotte Bobcats Hefst klukkan 22:30 í nótt
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jordan rekinn frá Sixers
16.4.2010 | 21:38
NBA | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslitakeppni NBA er að hefjast - Spáið hér
15.4.2010 | 15:02
Venjulega leiktímabil NBA-deildarinnar er á enda, en öll 30 liðin eru búin að spila sína 82 leiki. Besta árangurinn áttu Cleveland Cavaliers, með 61 sigurleik og 21 tapleik.
Versta árangurinn áttu hins vegar New Jaersey Nets, með 12 sigurleiki og 70 tapleiki, þremur leikjum frá meti í versta árangri, sem Philadelphia 76ers eiga, með 9 sigurleiki.
Los Angeles Lakers voru í fyrsta sæti Vesturdeildarinnar, en eiga þó erfiða rimmu framundan gegn baráttuglöðu liði Oklahoma City Thunder. Í rimmu Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks verður barist hart, en leikir liðanna á tímabilinu voru skemmtilegir.
Ein áhugaverðasta rimman er þegar Dallas Mavericks etja kappi við San Antonio Spurs, en Mavs enduðu í öðru sæti og Spurs í því sjöunda.
Hér er hægt að spá úrslitakeppninni. Ekki er þetta flóknara en svo að maður vistar myndina að neðan, fer með hana í Edit og skrifar inn spá sína.
Sínishorn að neðan.
NBA | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Úrslit næturinnar
14.4.2010 | 20:53
Chicago 101 - 93 Boston
Golden State 94 - 103 Utah
LA Lakers 106 - 100 Sacramento
Phoenix 123 - 101 Denver
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Westphal verður með Kings út 2011-12 tímabilið
14.4.2010 | 20:46
Þjálfari Sacramento Kings, Paul Westphal, tilkynnti nýlega að hann verði með liðið alveg að árinu 2012.
Þá getur hann auðvitað framlengt samninginn, en hann stóð sig með prýði með liðið á tímabilinu, 25 sigurleiki og 57 tapleiki, en það fór mun betur af stað.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
13.4.2010 | 17:06
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Coby Karl og Brian Butch til Nuggets
12.4.2010 | 15:42
Bakvörðurinn Coby Karl og miðherjinn Brian Butch sömdu við Denver Nuggets í gær. Karl ætti að þekkja ágætlega til Nuggets, þar sem hann spilaði fyrir þá í sumardeildinni, og svo er pabbi hans, George Karl, þjálfari liðsins.
Butch spilaði fyrir Bakersfield Jam í "D-league", eða B-deild NBA. Þar skoraði hann 17,7 stig og reif 11,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði svo með Wisconsin-skólanum í háskólabolta.
Karl hefur komið vel á óvart í vetur, en hann hefur verið á svolitlu flakki. Hjá Cleveland Cavaliers, þar sem hann byrjaði leiktíðina, skoraði hann 0,0 stig að meðaltali í þremur leikjum. Hjá Golden State Warriors skoraði hann 7,0 stig, 3,8 stoðsendingar 4,0 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum.
Tímabilið 2007-08 skoraði hann 1,8 stig að meðaltali í leik fyrir Los Angeles Lakers, en hann spilaði einnig fyrir þá í fyrra, þó hann hafi aðeins setið á bekknum.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
12.4.2010 | 15:19
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
11.4.2010 | 15:54
Eftir langa seríu af tvíförum erum við að hefjast handa við fréttirnar aftur, en í nótt fóru fram átta leikir í NBA-deildinni.
San Antonio Spurs unnu Denver Nuggets í fjórðu og síðustu viðureign liðanna á tímabilinu, og jöfnuðu þar með seríuna, 2-2.
Carlotte 99 - 95 Detroit
Indiana 115 - 102 New Jersey
Washington 95 - 105 Atlanta
Memphis 101 - 120 Philadelphia
Milwaukee 90 - 105 Boston
Denver 85 - 104 Spurs
Sacramento 108 - 126 Dallas
LA Clippers 107 - 104 Golden State
Úrslit og tölfræði.
Nuggets - Spurs
Bucks - Celtics
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)