Færsluflokkur: Íþróttir

Nýr tenigliður: Söguhornið

Magic, Michael og Larry

Söguhörnið er nýr tengiliður hjá okkur á NBA-Wikipedia. Við ætlum að grafa djúpt í söguna og segja frá ferli ýmissa leikmanna í sögu NBA-deildarinnar.


Tvífarar: Kobe Bryant og Tupac

kobe bryantTupac

Cedric Jackson til Spurs

Cedric JacksonBakvörðurinn Cedric Jackson samdi fyrir stuttu við San Antonio Spurs, en hann var hjá Cleveland Cavaliers síðast, og spilaði þar fimm leiki og skoraði 0,2 stig og gaf 0,4 stoðsendingar.

Spurs vantaði þrettánda manninn í lið sitt, og Cedric varð fyrir valinu og samþykkti beiðni þeirra um að koma í liðið.

Hann skoraði 15,8 stig, reif 5,1 fráköst og gaf 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með neðri deildarliði sínu, Erie Bayhawks, auk þess sem hann var með 18 í framlagsstigi.


Úrslit næturinnar - Roy með 41 stig í sigri Blazers

LaMarcus Aldrigde sækir á Corey MagetteBrandon Roy skoraði 41 stig í fimm stiga sigri Portland Trail Blazers á Golden State Warriors, 105-110. Marcus Camby var með 17 fráköst og 4 stig í leiknum, en næstum allir leikmenn Blazers komust á blað.

Golden State bruta allt of mikið, tveir menn með sex villur, tveir með fimm og allir aðrir eina eða fleiri. Hins vegar nýttu þeir víti sín vel, 19/21 (90%) og allir leikmenn sem spiluðu yfir tíu mínútur skoruðu 10 stig eða fleiri, nema Anthony Morrow, sem var með 9.

Derrick Rose meiddist í stóru tapi Chicago Bulls gegn Orlando Magic, 111-82, en hjá Magic var Vince Carter stigahæstur með 23 stig (aðeins á 26 mínútum).

Í síðasta leik næturinnar leiddi Jamal Crafword Atlanta Hawks til 99-105 sigurs í DC gegn Washington Wizards, með því að skora 29 stig á 29 mínútum, en hann hefur átt frábært tímabil.

JaVale McGee var frábær hjá Wizards en hann skoraði 20 stig, reif niður 9 fráköst og jafnaði metið í troðslum í einum leik (á þessu tímabili) sem var sett af Dwight Howard, sem er 8 stykki.


Fær Reggie Williams annað tækifæri hjá Warriors?

Reggie WilliamsFramherjinn Reggie Williams, hjá Golden State Warriors, er búinn að spila sex leiki með liðinu og er strax kominn með 77 stig (12,8 a.m.t. í leik).

Warriors fengu hann aðeins til tíu daga, en nú er talið að þeir geri annan samning við hann.

Líklega verður sú ákvörðun hvort eigi að semja við hann út árið, eða annan tíu daga samning erfið, því Anthony Morrow, Devean George, Kelenna Azubuike (meiddur) og Corey Maggette eru framherjar hjá Warriors.

Samt sem áður getur Williams spilað skotbakvörð, er aðeins 198 cm, en hinn frábæri skotbakvörður, Monta Ellis, er í byrjunarliði, svo erfitt fyrir Williams verður að komast að.


Úrslit næturinnar - Grizzlies unnu Celtics stórt

Rudy GayMemphis Grizzlies unnu í nótt sjöunda útileik sinn í röð, sem er besti árangur í sögu félagsins.

Að þessu sinni unnu þeir, óstöðugt lið Boston Celtics, en þeir hafa verið upp og niður að undanförnu.

Rudy Gay skoraði 28 stig og tók 8 fráköst, en sex leikmenn í liði Grizzlies voru með 10 eða fleiri stig, til dæmis Marus Williams (16 stig+5 stoðsendingar) og Marc Gasol (17 stig+10 fráköst+5 stoðsendingar.

Fyrir Boston skoraði Rajon Rondo 17 stig gaf 8 stoðsendingar og Rasheed Wallace skoraði 11 stig og stal 6 boltum. Mike Finley skoraði 10 stig og Nate Robinson gaf 6 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar eru eftirfarandi:

Philadelphia 87 Charlotte 102
Miami 108 LA Clippers 97
Detroit 104 Utah 115
Boston 91 Memphis 111
Minnesota 102 Denver 110
Oklahoma City 98 New Orleans 83
Dallas 96 New Jersey 87
San Antonio 97 New York 87
Sacramento 113 Toronto 90


Úrslit næturinnar - Kobe með sigurkörfu gegn Raptors

Kobe BryantLA Lakers unnu tveggja stiga sigur á Toronto Raptors í nótt, 109-107. Kobe Bryant skoraði sjöttu sigurkörfu sína á tímabilinu, en nú var hann með tvo menn í andliti sér.

Kobe koraði 32 stig,  tók 6 fráköst og gaf sama fjölda af stoðsendingum en hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 22 stig, auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Milwaukee Bucks unnu nauman sigur á Boston Celtics, 86-84, þar sem Andrew Bogut skoraði 25 stig, reif niður 17 fráköst og varði 4 skot.

Paul Pierce átti skot til að jafna á síðustu sekúndu leiksins, en það geigaði og Boston hafa tapað fjórum af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni. Pierce var með 12 stig og 5 stoðsendingar en stigahæsti og besti leikmaður Celtics í nótt var Rajon Rondo, með 20 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst.


Sigurkarfa Kobe.


Bogut gefur Big Baby einn á grillið!

Indiana 107 - Philadelphia 96 Jones 25 - Holiday 21
Orlando 113 - LA Clippers 87 Howard 22 - Davis 16
Houston 96 - Washington 88 Scola 23 - Young 18
Charlotte 83 - Miami 78 Jackson 17 - Wade 27
Utah 132 - Chicago 108 Williams 28 - Rose 25
Milwaukee 86 - Boston 84 Bogut 25 - Rondo 20
Portland 88 - Sacramento 81 Roy 19 - Evans 18
LA Lakers 109 - Toronto 107 Bryant 32 - Bosh 22

Úrslit næturinnar

Cleveland 97, San Antonio 95 Mo Williams 17 – Manu Ginobili 38
New York 99, Atlanta 98 Danilo Gallinari 27 – Josh Smith 25
New Orleans 135, Golden State 131 David West 28 – Anthony Morrow 28
Dallas 125, Minnesota 112 Shawn Marion 29 – Al Jefferson 36
Memphis 107, New Jersey 101 Rudy Gay 21 – Courtney Lee 30

Tvífarar: Gandalf (Lord of the Rings) og Gregg Popovich

Gandalf - Gregg Popovich

 

 

 

 

 

 




Allir tvífarar...


Úrslit næturinnar - Lakers með þrjú töp í röð

LA Lakers höfðu ekki tapað þremur leikjum í röð síðan þeir fengu til sín miðherjann Pau Gasol fyrr en í nótt, þegar þeir töpuðu í nokkuð spennandi leik gegn Orlando Magic, 96-94. 
Kobe Bryant var góður í fyrsta leikhluta (13 stig) en síðan skoraði hann ekki fyrr en í þriðja leikhluta (3 stig). Restina skoraði hann í fjórða (18 stig). 
Toronto 101 Philadelphia 114 - Jack 20 - Young 32
Orlando 96 LA Lakers 94 - Carter 25 - Bryant 34
Detroit 110 Houston 107 (OT) - Prince 29 - Martin 27
Boston 86 Washington 83 - Allen 25 - Thornton 24
Sacramento 102 Oklahoma City 108 - Evans 24 - Durant 27
Denver 118 Portland 106 - Anthony 30 - Bayless 24

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband