Færsluflokkur: Íþróttir

Haukur á leiðinni út í háskóla

Mehmet Okur, Haukur Páls og Hedo TurkogluFramherjinn og háloftafuglinn Haukur Pálsson, er á leiðinni til Maryland, en þar mun hann spila fyrir háskólaliðið og læra með því.

Sumarið 2009 ákvað hann að fara til Florida og spila (og læra) í Montverde-skólanum, sem var góð reynsla fyrir leikmanninn.

Margir Góðir háskólar, eins og Davidson-skóli, hafa verið á höttunum eftir Hauki, en Bob McKillop, þjálfari Davidson blómstraði af áhuga yfir honum.

Haukur mun semja formlega við liðið í apríl, en Maryland leika í ACC-deild háskólanna, sem talin hefur verið einn af tveimur bestu deildunum síðustu áratugi.

Þess má geta að lið eins og North Carolina, Virginia, Florida State, Clemson og Georgia Tech leika í riðlinum. NBA-leikmenn eins og Juan Dixon (hættur), Steve Francis (hættur) og James Gist (ekki á samningi) hafa leikið með skólanum.


Úrslit næturinnar

Golden State 90 Charlotte 101 Stephen Curry 25 – DJ Augustin 19
Atlanta 94 Miami 100 Jamal Crawford 24 – Dwayne Wade 38
New York 93 New Jersey 113 David Lee 23 – Devon Harris 31
Chicago 116 Dallas 122 Derrick Rose 34 – Dirk Nowitzki 27
Minnesota 98 Houston 112 Kevin Martin 30 – Kevin Love 30
Memphis 92 San Antonio 102 OJ Mayo 23 – Richard Jefferson 18
Cleveland 85 Milwaukee 92 Antawn Jamison 30 – Brandon Jennings 25
Indiana 105 Phoenix 113 Danny Granger 24 – Amare Stoudemire 30
LA Clippers 85 Utah 107 Drew Gooden 20 – Mehmet Okur 27

Úrslit næturinnar - Charlotte unnu Lakers

Kobe BryantCharlotte Bobcats lögðu meistara Los Angeles Lakers með fimm stigum í nótt, 98-93, en nú hafa Lakers tapað tveimur leikjum í röð.

Lakers töpuðu 20 boltum í leiknum, sem er tvöfalt meira en meistaralið á að gera. Kobe Bryant skoraði 26 stig, en þau dugðu ekki til því Charlotte deildu skorinu mun betur og unnu verðskuldaðan sigur.

San Antonio Spurs unnu annan sigurinn í röð á New Orleans Hornets, en liðin mættust í annað sinn á fimm dögum í nótt.

Sjö leikmenn hjá Spurs skoruðu 10 stig eða meira og kom vel á óvart að Keith Bogans var í byrjunarliði og setti 15 stig, en Richard Jefferson á bekknum og setti einungis 3 (á 25 mín).

Stig - LeBron James (CLE) með 40 stig.
Fráköst - David Lee (NYK) með 18 fráköst.
Stoðsendingar - Jason Kidd (DAL) með 12 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar munu birtast síðar.


Finley til Celtics

Mike FinleyFramherjinn Michael Finley mun fagna 37 ára afmæli sínu á morgun, laugardag, sem leikmaður Boston Celtics, en liðið samdi við hann eftir að San Antonio Spurs létu hann fara.

Finley er með 37% þriggja stiga nýtingu yfir ferilinn en á þessu tímabili einungis tæp 32%. Hann hefur verið að basla við meiðsli undanfarið, en er með 3,7 stig í leik á 15,8 mínútum.

Búist er við að Michael spili með Celtics á sunnudaginn gegn Milwaukee Bucks, en Boston eiga Philadelphia 76ers í kvöld klukkan 00:00 að íslenskum tíma (Finley verður ekki með í kvöld).


Úrslit næturinnar - Wade tryggði Heat sigur

Dwyane Wade og Kobe BryantMiami Heat jöfnuðu LA Lakers í nótt þegar þeir unnu þriggja stiga sigur á meisturunum í framlengdum leik, en Kobe Bryant skoraði flautukörfu sem dugði Lakers til sigur í síðustu viðureign liðanna á leiktíðinni.

Leikurinn fór 114-111 fyrir Heat, en Kobe Bryant skoraði 39 stig, en ekki dugðu þau því Dwyane Wade skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en næst honum kom Quentin Richardson, sem átti blómstrandi leik fyrir utan þriggja stiga línuna (7/11), með 25 stig.

Memphis Grizzlies unnu Chicago Bulls nokkuð sannfærandi með 9 stigum, 96-105, en Utah Jazz unnu Phoenix Suns, 108-116, þar sem C.J. Miles kom inn af bekknum með hörkuleik fyrir Jazz, skoraði 15 stig og tók 5 fráköst.


Úrslit næturinnar

Atlanta 112 Philadelphia 93
Orlando 117 Golden State 90
New York 128 Detroit 104
New Jersey 92 Cleveland 111
Boston 104 Charlotte 80
New Orleans 100 Memphis 104
Milwaukee 100 Washington 87
Houston 81 Sacramento 84
Dallas 112 Minnesota 109
Denver 119 Oklahoma City 90
Portland 102 Indiana 79
LA Clippers 101 Phoenix 127

Iverson hættur

Allen IversonBakvörðurinn Allen Iverson lagði skóna á hilluna núna fyrir skömmu, en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö ár.

Iverson var með 26,7 stig, 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á NBA-ferli sínum, auk þess sem hann stal 2,2 boltum í leik.

Ein af ástæðum þess að Iverson skildi við Sixers var að dóttir hans liggur veik á spítala og A.I. þarf vegna þess að sinna henni.


Úrslit næturinnar

Stig: Marcus Thornton (NOH) með 30 stig.
Fráköst: Josh Smith (ATL) með 18 fráköst.
Stoðsendingar: Darren Collinson (NOH) með 15 stoðsendingar.
Philadelphia 105 Orlando 126
Cleveland 124 New York 93
Charlotte 84 Dallas 89
New Orleans 92 San Antonio 106
Memphis 93 Portland 103
Chicago 92 Atlanta 116
Houston 116 Toronto 92
Phoenix 101 Denver 85
LA Clippers 108 Utah 104

Úrslit næturinnar

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt, en meðal annars fór fram toppslagur vestursins, þar sem LA Lakers og Denver Nuggets mættust í Staple Center. Denver voru yfir í hálfleik og voru komnir með 13 stiga forystu á tímapunkti en Lakers-menn börðust að síðasta blóðdropa og unnu leikinn.

Þá unnu San Antonio Spurs þriggja stiga sigur á Phoenix Suns þar sem Jason Richardson klúðraði troðslu til að jafna leikinn er um 40 sekúndur voru til leiksloka.

San Antonio 113 Phoenix 110
LA Lakers 95 Denver 89
Atlanta 106 Milwaukee 102
New Jersey 85 Washington 89
Oklahoma City 119 Toronto 99
Orlando 96 Miami 80
Sacramento 97 LA Clippers 92
Dallas 108 New Orleans 100

Úrslit næturinnar

Boston 96 New Jersey 104
Miami 71 Milwaukee 94
Indiana 100 Chicago 90
New York 109 Memphis 120
Minnesota 91 Portland 110
Utah 133 Houston 110
Golden State 95 Detroit 88

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband