Færsluflokkur: Free Agency

Lee verður áfram með Nets á næstu leiktíð

Courtney Lee, leikmaður New Jersey Nets verður áfram með þeim á næstu leiktíð en hann er búinn að standa sig ágætlega og skora 12,3 stig og er búinn að hirða hirða 3,5 fráköst að meðaltali í leik sem er bísna gott fyrir leikmann á öðru ári sínu í deildinni.


Spurs halda Ginobili

manu_ginobiliSkotbakvörður San Antonio Spurs, Emanuel (Manu) Ginobili, hefur framlengt samning sinn við liðið til þriggja ára.

Á þessum þremur árum fær hann 5 milljarða íslenskra króna í laun, eða um 1,6 milljarða á ári, ef ekki verður hækkað launin milli ára.

Á þeim átta árum sem Argentínumaðurinn hefur spilað fyrir Spurs hefur hann fagnað þremur NBA-meistaratitlum, 2003, 2005 og 2007.


Martin til Wiz - Gee látinn fara

Cartier MartinFramherjinn Cartier Martin, sem hefur verið að gera góða hluti hjá Golden State Warriors samdi í gær við Washington Wizards. Hann vildi ekki nýjan tíu daga samning hjá Warriors.

Martin er með 9,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í leik, auk þess sem hann er að hitta úr 76% víta sinna.

Þá var bakverðinum Anlonzo Gee svift samningi sínum við Wizards en hann er einnig búinn að standa sig með prýði.

Hann er með 7,4 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik en hæsta skor hans í einum leik er 19 stig, gegn Charlotte Bobcats fyrir stuttu.

San Antonio Spurs hafa nú samið við hann út tímabilið en þeir eru búnir að standa sig vel upp á síðkastið.


Ilgauskas aftur til Cavs

Zydrunas IlgauskasMiðherjinn Zydrunas Ilgauskas mun á næstu misserum semja við Cleveland Cavaliers, en hann spilaði fyrir þá rétt fyrir að skiptaglugganum var lokað og læst.

Honum var skipt til Washington Wizards fyrir Antawn Jamison og var strax borgað upp samning hans, en líklega hefur hann viljað fá séns á að komast í úrslitakeppnina í apríl.

Hann búinn að spila 53 leiki á þessu tímabili, spila rúmar 20 mínútur í leik, skora 7,5 stig og taka 5,3 fráköst að meðaltali í leik.


Temple til Spurs

Garret TempleSan Antonio Spurs bættu í gær við sig fjórtánda leikmanninum, sem er nýliðinn Garret Temple.

Temple er 198 cm skotbakvörður/bakvörður, en hann er þegar búinn að spila fyrir Sacramento Kings og Houston Rockets á tímabilinu.

Hann er með 4,0 stig að meðaltali í leik, 73,4 prósent nýtingu í vítum og 1,2 fráköst. 

Nú er meðalaldur Spurs-liðsins nákvæmlega 27 ár, en á síðasta tímabili (2008-2009) var hann um 31 ár.


Hughes kominn á samning - Fær hann að spila hjá Bobcats?

Larry HughesCharlotte Bobcats sömdu í gær við skotbakvörðinn Larry Hughes, en honum hefur gengið erfiðlega að fá að spila undanfarið.

Honum var skipt með Ben Wallace til Chicago Bulls tímabilið 2007-08, þaðan til New York Knicks í fyrra, núna rétt fyrir lokun á skiptaglugganum til Sacramento Kings, og síðan semur hann við Charlotte.

Já, síðustu ár hafa verið erfið hjá honum, en hann á svo sem alveg að þekkja það að flytja.

Þess má geta að Gerald Wallace, stjarna liðsins, er meiddur og ekki er búist við honum á næstu dögum, svo Hughes gæti komið í stöðu hans og gert góða hluti, þó svo að hann hafi ekkert verið að "brillera" að undanförnu.


Cedric Jackson til Spurs

Cedric JacksonBakvörðurinn Cedric Jackson samdi fyrir stuttu við San Antonio Spurs, en hann var hjá Cleveland Cavaliers síðast, og spilaði þar fimm leiki og skoraði 0,2 stig og gaf 0,4 stoðsendingar.

Spurs vantaði þrettánda manninn í lið sitt, og Cedric varð fyrir valinu og samþykkti beiðni þeirra um að koma í liðið.

Hann skoraði 15,8 stig, reif 5,1 fráköst og gaf 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með neðri deildarliði sínu, Erie Bayhawks, auk þess sem hann var með 18 í framlagsstigi.


Fær Reggie Williams annað tækifæri hjá Warriors?

Reggie WilliamsFramherjinn Reggie Williams, hjá Golden State Warriors, er búinn að spila sex leiki með liðinu og er strax kominn með 77 stig (12,8 a.m.t. í leik).

Warriors fengu hann aðeins til tíu daga, en nú er talið að þeir geri annan samning við hann.

Líklega verður sú ákvörðun hvort eigi að semja við hann út árið, eða annan tíu daga samning erfið, því Anthony Morrow, Devean George, Kelenna Azubuike (meiddur) og Corey Maggette eru framherjar hjá Warriors.

Samt sem áður getur Williams spilað skotbakvörð, er aðeins 198 cm, en hinn frábæri skotbakvörður, Monta Ellis, er í byrjunarliði, svo erfitt fyrir Williams verður að komast að.


Finley til Celtics

Mike FinleyFramherjinn Michael Finley mun fagna 37 ára afmæli sínu á morgun, laugardag, sem leikmaður Boston Celtics, en liðið samdi við hann eftir að San Antonio Spurs létu hann fara.

Finley er með 37% þriggja stiga nýtingu yfir ferilinn en á þessu tímabili einungis tæp 32%. Hann hefur verið að basla við meiðsli undanfarið, en er með 3,7 stig í leik á 15,8 mínútum.

Búist er við að Michael spili með Celtics á sunnudaginn gegn Milwaukee Bucks, en Boston eiga Philadelphia 76ers í kvöld klukkan 00:00 að íslenskum tíma (Finley verður ekki með í kvöld).


Ilgauskas laus

The Big ZMiðherjinn Zydrunas Ilgauskas var í dag látinn laus frá samningi sínum hjá Washington Wizards og er honum frjálst að fara hvert sem er fyrir hvaða kostnað sem er.

Cleveland Cavaliers, hans gamla lið, voru að láta niður í "D-League" leikmennina Darnell Jackson og Daniel Green, svo að þeir gætu verið að rýma leikmannahópinn fyrir "The Big Z".

Ilgauskas var skipt til Wizards fyrir stuttu og hefur ekki spilað leik þar, og mun ekki gera, en lið eins og Denver Nuggets og Utah Jazz eru á höttunum á eftir honum, en Cleveland munu líklega landa honum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband