Lakers og Magic komnir í 3-0

dwight_howard_kobe_bryantTveir leikir fóru fram í nótt, Atlanta Hawks gegn Orlando Magic, sem fór 75-105 fyrir Orlando, og Utah Jazz gegn LA Lakers, sem fór 110-111 fyrir Lakers.

Dwight Howard skoraði 21 stig og tók 16 fráköst, en fimm leikmenn Magic skoruðu 10 stig eða meira, Howard, Rashard Lewis (22), Nelson (14), Pietrus (13) og Barnes (11).

Derek Fisher var hetja LA Lakers í leik þeirra gegn Utah Jazz, en hann fékk opið skot þegar 28 sekúndur voru eftir og skoraði þriggja stiga körfu, og hún reyndist ráða úrslitum. Nú eru þeir þeir í þægilegri stöðu, 3-0.


Meistaradeildin í körfubolta: Barcelona - CSKA Moskva

Leikur Barcelona og CSKA Moskva í Meistaradeild Evrópu í körfubolta er nú í gangi. Þriðji leikhluti er rúmlega hálfnaður og Barcelona eru yfir með sjö stigum, 45-38.

Smelltu hér að neðan til að sjá leikinn og þulir leiksins eru auðvitað íslenskir.

http://www.mbl.is/mm/sport/sporttv.html?game_id=66


Tvífarar: Brent Barry og Sverrir Þór Sverrisson

brent_barrysverrir þor sverrisson

Allir tvífarar...


Lið ársins

lebron_james_og_dwight_howardValnefnd íþróttafréttamanna hefur kjörið lið ársins í NBA. LeBron James og Dwight Howard fengu langflestu atkvæðin, og voru nánast fyrirfram komnir í liðið.


 

Lið eitt:

Dwight Howard
Kevin Durant
LeBron James
Kobe Bryant
Dwyane Wade

Lið tvö:

Amare Stoudemire
Dirk Nowitzki
Carmelo Anthony
Deron Williams
Steve Nash

Lið þrjú:

Andrew Bogut
Tim Duncan
Pau Gasol
Brandon Roy
Joe Johnson


Superman leiddi Magic til sigurs - komnir 2-0 yfir

Dwight Hward skoraði 29 stig og reif 17 fráköst í nótt þegar Orlando Magic tóku 2-0 forystu í einvígi þeirra gegn Atlanta Hawks, en leikurinn fór 112-98 fyrir Magic. Fjórir leikmenn hjá Magic skoruðu 20 stig eða meira, en það voru þeir Howard, Vince...

Varnarlið ársins

Þjálfarar NBA-deildarinnar eru búnir að velja varnarlið ársins. Sá sem hlaut mesta fjölda atkvæða var Dwight Howard, sem kemur ekki á óvart. Rajon Rondo kom svo næstur á eftir honum. Kobe Bryant, sem valinn var í ár, hefur verið í liðinu síðustu fimm...

Orlando unnu Atlanta

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þennan leik þar sem Magic gjörsamlega skúruðu gólfið með döprum Atlanta-mönnum sem, svo maður grípi í gamla tuggu, sáu aldrei til sólar í Orlando. Leikurinn kláraðist í örðum og þriðja leikhluta og það er nær öruggt...

Lakers fóru létt með Jazz

Kobe Bryant og félagar í Lakers lentu í vandræðum með Jazz í fyrsta leiknum, en voru með annan leikinn í hendi sér nær allan tímann. Þeir nýttu sér gríðarlegan mismun undir körfunum þar sem Pau Gasol, Andrew Bynum og Lamar Odom gengu berserksgang og...

Wallace með 17 - Celtics jöfnuðu metin

LeBron James tók í nótt við titlinum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð, en skoraði aðeins 24 stig í tapi Cleveland Cavaliers fyrir Boston Celtics, 86-104 . Rasheed Wallace skoraði 17 stig á einungis 18 mínútum, en Rajon Rondo,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband