Könnun: C-Bosh snýr aftur til Raptors

NBA-Wikipedia setti í loftið könnun í lok sumarsins 2009. Spurt var um í hvaða lið Chris Bosh færi í fyrir tímabilið 2010-11, sem hefst eftir stutt sumarfrí.

chris_bosh 

472 svöruðu könnuninni en flestir kusu Toronto Raptors, (tæp 58%) sem hann spilaði með á liðnu tímabili, svo hann mun snúa aftur þangað ef lesendur síðunnar hafa rétt fyrir sér.

Nú setjum við í loftið nýja könnun sem spurt verður í hvaða lið LeBron James mun fara í fyrir komandi tímabil.

Í hvaða lið gengur C-Bosh fyrir tímabilið 2010-2011? 
Toronto 59.7%
Cleveland 14.2%
Dallas 8.1%
Golden State 7.4%
New York 10.6%

Johnson næsti þjálfari Nets

avery_johnsonAvery Johnson verður þjálfari New Jersey Nets næsta tímabil en hann samdi við liðið til þriggja ára.

Nets unnu 12 leiki og töpuðu 70 á liðnu tímabili sem er einn versti árangur í sögu NBA-deildarinnar en Philadelphia 76ers eiga metið (9/73).

Johnson var látinn taka pokann sinn hjá Dallas Mavericks eftir slakt gengi í úrslitakeppninni árið 2008 en þá duttu þeir út gegn Byron Scott og lærisveinum hans frá New Orleans en Scott vara rekinn frá Hornets á tímabilinu.

Einnig var hann ágætis leikmaður en hann skoraði 8,4 stig og gaf 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og skoraði 8.817 stig á ferli sínum í NBA.


Fisher hetja Lakers - unnu í Garðinum

kobe_bryantDerek Fisher var hetja Los Angeles Lakers í gærnótt þegar þeir unnu Boston Celtics með sjö stigum, 91-84.

Fisher var hreint út sagt ótrúlegur á lokamínútum leiksins en hann er með gott lag á hlutunum þegar Lakers þurfa á honum að halda.

Kobe Bryant skoraði 29 stig og tók 7 fráköst fyrir Lakers en hjá Celtics var Kevin Garnett stigahæstur með 25 stig.

Stigaskor Celtics:

Garnett: 25
Pierce: 15
Davis: 12
Rondo: 11
T. Allen: 7
Robinson: 5
Perkins: 5
Wallace: 2
Allen: 2

Stigaskor Lakers:

Bryant: 29
Fisher: 16
Gasol: 13
Odom: 12
Bynum: 9
Brown: 4
Artest: 2
Farmar: 2
Vujacic: 2 


Barcelona og Caja Laboral mætast í úrslitunum á Spáni

carloz_juan_navarroBarcelona og Caja Laboral munu mætast í úrslitum spænska körfuboltans í ár.

Evrópumeistarar Barcelona eiga heimavallaréttinn en þeir hafa farið nokkuð auðvelt í gegnum úrslitakeppnina en Caja þurftu oddaleik gegn Real Madrid til þess að komast í úrslitin.

Þann 10. júní (á morgun) verður fyrsti úrslitaleikurinn en það lið sem vinnur þrjá leiki fyrst verður spænskur meistari.


Thibodeu semur við Bulls

Tom Thibodeu hefur verið ráðinn yfirþjálfari Chicago Bulls en flest öll lið í deildinni hafa verið á höttunum á eftir honum þar sem hann er mikill varnarsérfræðingur. Hann hefur verið hægri hönd Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics síðustu ár og mun klára...

Allen sló met - Celtics jöfnuðu metin

Ray Allen setti niður átta þriggja stiga skot (met í lokaúrslitum) í leik Boston Celtics og Los Angeles Lakers í nótt. Celtics unnu leikinn, 94-103 , og fara því jafnir Lakers inn í þriggja leikja heimarimmu. Allen var stigahæstur í liði Celtics með 32...

Úrslit NBA: Lakers-Celtics (leikur 2) í kvöld

Klukkan 0:00 í kvöld (að íslenskum tíma) hefst annar leikur LA Lakers og Boston Celtics og verður sýndur beit á Stöð 2 sport með frábærri lýsingu hins magnaða Baldri Beck en Lakers unnu fyrsta leikinn, og það nokkuð stórt. Leikskipulagið breytist þegar...

Könnun: Celtics verða meistarar

Samkvæmt lesendum www.nba.blog.is munu Boston Cetlics verða meistarar í NBA-deildinni. Celtics og Lakers eru nú í úrslitum deildarinnar en svona var taflan: LA Lakers 49,0% Boston Celtics 51,0%

Larry Brown endurnýjar við Bobcats

Larry Borwn sem leiddi lið Charlotte Bobcats til úrslitakeppninnar í NBA í fyrsta skiptið í sögu félagsins en var sópað út af Orlando Magic, 4-0, svo óvíst var hvort Brown myndi standa á hliðarlínu Bobcats að ári. Philadelphia 76ers voru orðaðir við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband