Luther Head til Pacers

Bakvörðurinn Luther Head hefur tekið þá ákvörðun að yfirgefa herbúðir Miami Heat og mun nú ganga til liðs við Indiana Pacers en Pacers hafa ekki staðið sig vel á skrifstofunni í sumar en Larry Bird situr þar hugsi.

Head hefur staðið sig með ágætum allan sinn feril en Houston Rockets, hans fyrrverandi lið ráku hann á miðju síðasta tímabili. Þaðan lagði hann af stað til Miami Heat en það var ekki fyrr en eftir þó nokkurn tíma. Þar skoraði hann 4,3 stig og reif 2,5 fráköst, auk þess sem hann gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Indiana menn ættu nú að vera fullmannaðir fyrir komandi tímabil en þó að þeir hafi ekki verslað mikið í sumar eru þeir með ansi sterkt lið, það verður nú bara að segjast. Hins vegar eru þeir ekki með lið sem er að fara inn í úrslitakeppnina og slá út eitthvað lið í fyrstu umferð. Þeir geta í mesta lagi komist inn í hana. 


(Head í leik með fyrrum félögum
sínum í Houston.)


Skinner endurnýjar við Clips

Brian Skinner hefur endurnýjað samnning sinn við Los Angeles Clippers, en hann spilaði með þeim á síðasta leiktímabili og lítur út fyrir að hann gerir það einnig á því komandi. Skinner er miðherji sem getur barist og hirt fráköst, en einnig skotið og hann var með 44,9% skotnýtingu á liðnu tímabili.
Hann var með 4,2 stig og reif 4,0 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.


Carney líklegast aftur til Philly


(Carney)

Pavlovic til Wolves

Minnesota Timberwolves eru svo sannarlega að reyna að komast í baráttuna um að fara í úrslitakeppnina næstkomandi tímabil, en að þessu sinni hafa þeir fengið til sín framherjann/skotbakvörðinn Aleksandar Pavlovic.

Pavlovic fór til Phoenix Suns frá Cleveland Cavaliers í Shaq skiptunum en Phoenix hafa svo sem ekki grætt nákvæmlega neitt fyrir þessi skipti. Pavlovic er orkubolti af bekknum og gæti komið inn fyrir Wolves og sett nokkra þrista í svona 5-15 mínútur.

Timberwolves koma nú til með að landa 8.-10. sætinu í vestrinu en þeir eru mjög líklegir á að komast í úrslitakeppnina, en þeir munu þá líklegast spila við SA Spurs eða LA Lakers í einvígi 1 en munu ekki komast langt.


MJ á Russel

MJ og Byron Russel standa í rifrildum....

Stack til Hawks?

Farið gæti svo að framherjinn Jerry Stackhouse sé á leiðinni til miðlungsliðsins Atlanta Hawks, en Stackhouse var á æfingum hjá New York Knicks í sumar og fólk bjóst við því að leikmaðurinn mundi ganga til liðs við það "stórveldi". Atlanta eru þar að fá...

Frakkar að vinna Grikki

Tony Parker og félagar eru enn ósigraðir í Póllandi og rétt í þessu eru þeir að vinna Rússa 54-48 . 4 Antoine Diot 5 Nicolas Batum 6 Aymeric Jeanneau 7 Alain Koffi 8 Ian Mahinmi 9 Tony Parker 10 Yannick Bokolo 11 Florent Pietrus 12 Nando De Colo 13 Boris...

Hrikaleg troðsla hjá Sofoklis Schortsanitis

(Margmiðlunarefni)

WNBA lokið(aðeins venjulegu leiktímabili)

Leikmenn WNBA-deildarinnar fá ekkert risafrí á milli keppna en deildarkeppni WNBA lauk nýverið. Indiana Fever hafa átt góðu gengi að fagna og unnu 22 af sínum 34 leikjum á 2009 tímabilinu, en það tímabil er nýlokið.Það voru þó Phoenix Mercury sem hirtu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband