Robinson semur við Knicks
23.9.2009 | 19:35
Bakvörðurinn Nate Robinson hefur ákveðið að framlengja samning sinn við New York Knicks, en hann hefur gengið í gegnum margt í sumar, meðal annars að hafa verið handtekinn. Hann mun í kvöld eða snemma á morgun semja til eins árs við Knicks en mikill léttir fyrir Knicks að vera búnir að ná samkomulagi við leikmanninn. Robinson vann troðslukeppnina á síðasta tímabili með stæl!
Nú er spurning hvert David Lee fari en hann mun líklegast snúa aftur til Knicks eins og Robinson. Lee var stór partur í liði Knicks á liðnu tímabili sem og Nate Robinson og munu líklega gera það aftur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
James White til Nuggets
23.9.2009 | 14:27
Houston Rockets hafa skipt framherjanum James White til Denver Nuggets fyrir Axel Hervelle, en Hervelle hefur spilað í Evrópu, þar á meðal með Real Madrid. Hervelle var valinn af Denver í nýliðavalinu árið 2005, þá númer 52 en það er í annarri umferð valsins.
White er fínasti leikmaður en hann er kannski ekki sá hæfileikaríkasti. Það sem gerir hann ágætisleikmann er stökkkraftur og troðslur, en hann skoraði tæp 9 stig að meðaltali í leik á meistaratímabili San Antonio Spurs árið 2007.
(Axel Hervelle.)
Íþróttir | Breytt 24.9.2009 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Felton loksins aftur til Bobcats
23.9.2009 | 07:33
Charlotte Bobcats hafa samið við bakvörðinn knáa Raymond Felton til eins árs. Felotn hefur verið leiðtogi Bobcats undanfarin tvö ár með Gerald Wallace og síðast en ekki síst Emeka Okafor, en honum var skipt til New Orleans Hornets í sumar fyrir miðherjann Tyson Chandler.
Felton hefur nú upplifað ævilangt sumar eins og Allen Iverson, en hann fór á dögunum til Memphis Grizzlies. Samningur þessi er upp á 5,5 milljónir dollara en það er meira en Allen Iverson fær á sama tíma og Felton.
Felton skoraði 14,2 stig, gaf 6,7 stoðsendingar og tók 3,8 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en það telst mjög góður árangur og gæti vel verið að hann mundi komast í stjörnuleikinn ef það væru ekki svona margir geggjaðir leikmenn.
Íþróttir | Breytt 24.9.2009 kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skjótið á leikina!
22.9.2009 | 21:20
27. október
Celtics - Cavs
Wizards - Mavs
Rockets - Blazers
Clips - Lakers
28. október
Pacers - Hawks
Sixers - Magic
Cavs - Raptors
Bobcats - Celtics
Knicks - Heat
Pistons - Grizz
Nets - Wolves
Kings - Thunder
Hornets - Spurs
Jazz - Nuggets
Rockets - Warriors
Suns - Clips
29. október
Spurs - Bulls
Nuggets - Blazers
30 október
Knicks - Bobcats
Bucks - Sixers
Wisards - Hawks
Bulls - Celtics
Thunder - Pistons
Heat - Pacers
Raptors - Grizz
Cavs - Wolves
Magic - Nets
Kings - Hornets
Clips - Jazz
Warriors - Suns
Mavs - Lakers
Viljum endilega fá athugasemdir, skjótum á leikina......
Íþróttir | Breytt 24.9.2009 kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skjótið á leikina!
22.9.2009 | 19:05
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bogans til SA Spurs
22.9.2009 | 14:53
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Diaw meiddur á ökkla
21.9.2009 | 14:30
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spánverjar burstuðu Serba
21.9.2009 | 07:27
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)