Deng líður vel - Vujacic kominn úr klippingu
26.9.2009 | 19:03
Fram kom á heimasíðu ESPN.com að enski framherjinn Luol Deng sé tilbúinn í að taka stöðu sína að sér aftur og hann mun vinna hana vel segir hann, en Deng spilaði aðeins 49 leiki á liðnu tímabili vegna meiðsla. Hann mun líklega spila um það bil 15-20 mínútur að meðaltali í leik á æfingamótinu en bestu mennirnir eru ekki vanir að spila mikið í því. Hann þarf aftur á móti smá tíma til að venjast leik nýrra leikmanna því að hann hefur ekki æft neitt með þeim og síðan þarf hann að komast í hlaupaform á ný.
Sasha Vujacic er samkvæmt ESPN.com búinn að láta klippa hárið á sér og mun koma 400 grömmum léttari inn í komandi tímabil. Kannski missir hann eitthvað úr skotfimni sinni en líklegast verður hann sami maðurinn og í fyrra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bosh meiddur
26.9.2009 | 18:45
Miðherjinn Chris Bosh meiddist aftan á vinstra læri á dögunum. Hann mun því ekki æfa með liðinu fyrr en í byrjun október og mun ekki vera mikið með í æfingaleikjum liðs síns, Toronto Raptors. Meiðslin áttu sér stað á æfingu hjá Raptors í gær.
Gæti þetta því haft áhrif á liðið því Hedo Turkoglu sem kom til liðsins í sumar hefur ekki aðlaðast leik liðsins og fær hvíld í nokkra daga. Fleiri nýir menn eru á leikmannalista þeirra og þurfa þeir einnig að venjast leik Raptors með tveim bestu leikmönnum liðsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður Bosh áfram í Raptors?
26.9.2009 | 13:04
Fram kemur á vefsíðunni ESPN.com að miðherjinn Chris Bosh muni líklega halda áfram með liði sínu, Toront Raptors ef liðið kemst í úrslitakeppni komandi tímabils. Leikmaðurinn er samningslaus að ári og getur hann þá farið hvert sem hann vill án þess að Raptors geti jafnað boð annarra liða og fengið hann umsvifalaust til baka.
Þeir eiga hins vegar möguleika á mörgum öðrum hæfileikaríkum kraftframherjum og miðherjum ef Bosh fer, en þá erum við að tala um menn eins og Amaré Stoudemire, Al Harrington, Jermaine O'neal, Chris Wilcox, Kenyon Martin og fleiri.
Liðsfélagar Bosh segja að honum líði vel í Toronto og vilji vera þar eins lengi og hann geti en hann var valinn fjórði af Raptors í nýliðavalinu árið 2003. Hann byrjaði hins vegar feril sinn ekki vel og skoraði aðeins rúm 11 stig að meðaltali í leik, en hefur tekið miklum framförum síðan.
(Bosh í leik með Raptors.)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lee búinn að endurnýja við Knicks
25.9.2009 | 22:32
Framherjinn sterki David Lee hefur endurnýjað samning sinn við lið sitt, New York Knicks en hann var samningslaus í sumar og kemur einmitt aftur fyrir æfingamótið sem hefst í október. Hann fær 8 milljónir dollara á einu tímabili sem er rúmlega tvöfalt meir en Allen Iverson fær á þeim tíma.
Þessi 26 ára framherji var með flestar tvennurnar á síðasta tímabili, en hann var með 65 slíkar. Lee er frábær leikmaður og kemur til með að verða enn betri í framtíðinni, en hann er mjög vanmetinn og hefur alltaf verið það.
Nate nokkur Robinson sem einnig hefur samið við Knicks á ný hefur trú á því að liðið nái alla leið í úrslitakeppnina og má hann því anda léttar því Lee hefur bæst í hópinn og mun því hjálpa liðinu mjög við að komast í úrslitakeppnina.
Lee var með 16,0 stig og 11,7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hann gaf einnig 2,1 stoðsendingu í leik á liðnu leiktímabili. Hann varði hins vegar ekki mikið af skotum, en þau voru aðeins 0,3 að meðaltali í leik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dampier gæti byrjað á bekknum
25.9.2009 | 19:09
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Robinson heldur að NYK komist í úrslitakeppnina
25.9.2009 | 17:25
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESPN.com: Murray to sign $1.99M deal
25.9.2009 | 14:26
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Collins til TrailBlazers
24.9.2009 | 15:26
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dallas munu spila í nýjum varabúningum á komandi tímabili
24.9.2009 | 07:23
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)